Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 6
Aðventa í Álftamýrarskóla ÁRLEG aðventuhátíð hófst í Álftamýrarskóla í gær og lýkur í dag. Að vanda er dagskráin fjöl- breytt, bæði inni og úti á lóð, m.a. ratleikur, sögustund í rjóðrinu, grill, piparkökugerð, viki- vakar, tröllagerð og útispil. Í dag verður svo boðið upp á heitt kakó og með því. Morgunblaðið/RAX Aðventunni fagnað í Álftamýrarskóla mbl.is | Myndasyrpa 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008      SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is                         TÆPLEGA sjötíu lóðum var skilað inn til Kópavogsbæjar í nóvember- mánuði. Það hefur því hægt á lóða- skilum í bænum, en 125 skiluðu inn lóðum í októbermánuði, nær jafn- margir og samanlagt alla mánuði ársins á undan. Þá var 150 lóðum skilað inn og 25 endurúthlutað. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogsbæ, segir að bærinn end- urgreiði allt að fimm milljörðum króna vegna lóðaskilanna. Bærinn vinni að lántöku vegna þessa. Strax á nýju ári sé stefnt að því að úthluta lóðum í Rjúpnahæð og Þingum en beðið verði með úhlutanir í Vatns- endahlíð. Sjálfur fékk Gunnar lóð við Fróða- þing í nóvember og greiddi 13 millj- ónir fyrir. „Úthlutunin var afturköll- uð þar sem Samfylkingunni þótti lóðin ekki hafa verið auglýst nóg.“ Gunnar hefur ekki ákveðið hvort hann sækist eftir annarri lóð. Alls var 20 lóðum skilað í Hafn- arfirði í nóvember. 18 íbúðarhúsalóð- um, 1 hesthúsalóð og 1 atvinnuhúsa- lóð Þá hefur 167 lóðum af þeim 216 sem úthlutað var í Hafnarfirði á árinu verið skilað. Ekki fengust tölur frá Reykjavík gag@mbl.is Dregur úr skilum á lóðum 70 skilað í Kópavogi og 20 í Hafnarfirði MIKILL meirihluti félagsmanna í Samtökum ferðaþjónustunnar vill taka upp evru eða 83% samkvæmt niðurstöðum í nýlegri könnun meðal félagsmanna. Enn fremur kemur í ljós í könn- uninni að mikill meirihluti fé- lagsmanna, eða 77%, segist vera hlynntur því að teknar verði upp að- ildarviðræður við Evrópusam- bandið. Þetta eru heldur fleiri en sögðust í sömu könnun vera hlynntir eða frekar hlynntir aðild að ESB án nokkurs fyrirvara. Í Samtökum ferðaþjónustunnar eru margar tegundir fyrirtækja og kemur í ljós býsna mikill munur á af- stöðu einstakra greina hvað varðar aðild að ESB. Mun minni munur er þó á milli ólíkra greina á afstöðunni til upptöku evru. Segjast 80% svar- enda hjá flugfélögum vilja að Ísland verði aðili að ESB. 75% forsvars- manna bílaleigna eru sömu skoðunar og 69% hjá ferðaskrifstofum. Aðeins 38% svarenda hjá hópferða- bifreiðum vilja ESB-aðild. 83% segjast vilja fá evru FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SKULDIR sveitarfélaga jukust mikið, og lán þeirra einnig, á mesta þenslutíma sem einkennt hefur ís- lenskt efnahagslíf í sögunni, frá árs- lokum 2004 til 2008. Þetta sýna tölur sem Seðlabanki Íslands tók saman fyrir Morgunblaðið og byggjast á upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Margt bendir til þess að þeirri gildu hagstjórnarreglu að opinberir aðilar haldi að sér höndum í upp- sveiflu en framkvæmi í niðursveiflu hafi ekki verið fylgt í gegnum þensluskeið sem nú er á enda. Á þetta sérstaklega, og nær eingöngu, við um höfuðborgarsvæðið þegar sveitarfélögin eru skoðuð sér- staklega. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag- fræðingur á rannsóknar- og spádeild Seðlabanka Íslands, segir margt benda til þess að helsti lærdómurinn sem draga megi af þeim hremm- ingum sem íslenskt efnhagslíf sé nú í verði að ríki og sveitarfélög ásamt Seðlabanka verði að ganga í takt þegar kemur að hagstjórn. „Miklar framkvæmdir hins opinbera á þenslutímum endurspegla þá bjart- sýni og þá „húsnæðisbólu“ sem hér var og átti sér varla sína líka nokk- urs staðar í heiminum. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, eins og fyr- irtæki og ríki, tóku fullan þátt í því að kynda undir þenslunni með óhóf- legri framgöngu. Á þetta benti Seðlabankinn ítrekað. Því miður hafa fjármál opinberra aðila ekki verið í takt við Seðlabankann og á varnaðarorð hans um þessi mál var ekki hlustað.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir margt benda til þess að illa hafi gengið að samhæfa hagstjórnina. Hröð útþensla hjá sveitarfélögum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafi ekki verið skynsamleg í því ár- ferði sem var ríkjandi. Hins vegar hafi viðvörunarorðin úr Seðlabank- anum ekki náð eyrum sveitarstjórn- armanna. „Ég get alveg viðurkennt það að ég heyrði ekki af þessum við- vörunarorðum Seðlabankans er varða fjármál sveitarfélaga. Hins vegar er því ekkert að leyna að sveit- arfélög, sérstaklega á höfuðborg- arsvæðinu, stóðu í umsvifamiklum framkvæmdum á sama tíma og mikil þensla var einkennandi.“ Ekki var gengið í takt  Ríki og sveitarfélög gengu ekki í takt við Seðlabankann á þenslutímum  Ekki var hlustað á Seðlabankann sem varaði við því að ganga ekki í takt í hagstjórninni BREYTINGAR sem orðið hafa á vísitölu launa sýna að laun í landinu hækkuðu að meðaltali um 2,2% á þriðja fjórðungi ársins, þ.e. í mán- uðunum júlí-september frá næstu þremur mánuðum á undan. Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu minna en laun opinberra starfs- manna eða um 1,1% að meðaltali samanborið við 4,8% hækkun meðal opinberra starfsmanna. Þá kemur í ljós að laun hækkuðu um 9,4% frá seinasta ári, þar af um 8,9% á al- mennum vinnumarkaði og um 10,7% hjá opinberum starfs- mönnum. Hækkun launa eftir atvinnu- greinum mældist mest í bygging- arstarfsemi og mannvirkjagerð, 2,2% frá fyrri ársfjórðungi en minnst mældist hækkun launa í verslun og ýmissi viðgerðarþjón- ustu 0,6%. Laun hækk- uðu um 9,8% frá í fyrra EKKI var kennt í Valsárskóla á Svalbarðseyri við Eyjafjörð á mánu- dag og þriðjudag í þessari viku í kjölfar þess að hluti foreldra nem- enda lýsti á sunnudag yfir van- trausti á skólastjórann. Hann er nú farinn í leyfi, ótímabundið, skv. heimildum Morgunblaðsins. Um 60 börn eru skráð í skólann. Deilur hafa staðið undanfarin misseri á milli skólastjórans og hluta foreldra barna í skólanum. Morgunblaðið veit að í einstaka til- fellum gekk svo langt að foreldrar ákváðu að færa barn sitt í annan skóla. Kennarar hafa staðið þétt við bak- ið á skólastjóranum, að sögn heim- ildarmanns, og eftir að vantraust kom fram á skólastjórann treystu þeir sér ekki til þess að sinna kennslu fyrst um sinn. Hún hófst aftur á miðvikudag. Kennararnir mættu til vinnu báða dagana en foreldrum var tilkynnt á sunnudagskvöld að þeir skyldu ekki senda börnin í skólann fyrr en þeir yrðu látnir vita. Kennarasamband Íslands hefur haft afskipti af málinu. Morgunblaðið veit að í gær fundaði stjórn foreldrafélags skól- ans með trúnaðarmönnum kennara og fleiri kennurum. Skv. heimildum blaðamanns var þetta átakafundur en gekk engu að síður mjög vel. Málið er ekki leyst en útlitið mun betra en áður, eins og það er orðað. Foreldri barns í skólanum sem Morgunblaðið ræddi við sagði ástandið slæmt fyrir sveitarfélagið, það væri afar óheppilegt ef sam- félagið skiptist í tvær fylkingar, en lagði áherslu á að enginn einn söku- dólgur væri í málinu. „Sjaldan veld- ur einn þá tveir deila,“ sagði við- komandi. Kennsla féll niður í byrjun vikunnar Skólastjóri Valsárskóla farinn í leyfi                              

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.