Morgunblaðið - 05.12.2008, Side 4
GUÐMUNDUR Jónsson, fyrrver-
andi forstöðumaður Byrgisins, var í
gær dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi í Hæstarétti fyrir kynferð-
isbrot gegn þremur konum sem voru
skjólstæðingar hans. Hann var enn-
fremur dæmdur til að greiða þeim
bætur að upphæð 800 þúsund til
einnar milljónar króna. Hann var
hins vegar sýknaður af ákærum um
brot gegn fjórðu konunni.
Að auki er Guðmundi gert að
greiða sakarkostnað í héraði að upp-
hæð rúmlega 3,7 milljónir króna sem
og áfrýjunarkostnað málsins, tæp-
lega 1,9 milljónir króna.
Er þetta vægari dómur en Héraðs-
dómur Suðurlands kvað upp í maí.
Samkvæmt honum skyldi fangels-
isvistin vera þrjú ár enda var Guð-
mundur fundinn sekur um brot gegn
öllum konunum fjórum, og gert að
greiða þeim öllum
bætur.
Guðmundi var
gefið að sök að
hafa sem for-
stöðumaður,
meðferð-
arráðgjafi og
stjórnandi kristi-
legra samkomna í
Byrginu haft
samræði og önn-
ur kynmök við konurnar fjórar sem
voru vistmenn þar og sóttu meðferð-
arviðtöl hjá honum.
Við ákvörðun refsingarinnar var
litið til ungs aldurs eins brotaþolans
og þess að brotin beindust að konum
sem höfðu leitað í brýnni neyð eftir
meðferð vegna vímuefnaneyslu. Seg-
ir í dómi Hæstaréttar að ákærði hafi
fært sér það í nyt með ófyrirleitni.
Fær tveggja og
hálfs árs fangelsi
Guðmundur
Jónsson
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Borðstofuhúsgögn
Rúm
Náttborð
Gafla
Erum einnig með :
Yfir 200 tegundir af sófasettum
Hornsófar/Tungusófar
Svefnsófar/ Stakir sófar
kr.89.900,-
verð frá
Nice 3ja sæta Verð Kr. 152.900,-
Smíðum eftir þínum þörfum
Íslensk framleiðsla
Patti húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
AF þeim 2.124 fasteignum sem aug-
lýstar voru á uppboði hafa 147 íbúð-
ir verið seldar í umdæmi sýslu-
mannsins í Reykjavík. Aðrir hafa
bjargað heimilum sínum á elleftu
stundu. Nauðungarsölurnar eru
orðnar fleiri í umdæminu en allt ár-
ið í fyrra þegar 137 fasteignir seld-
ust. Þær voru 91 árið 2006.
Flestar fóru eignirnar í október,
49, í júní voru þær 23 en ein til tólf
hina mánuði ársins.
Sigríður Eysteinsdóttir, deild-
arstjóri fullnustudeildar hjá sýslu-
manninum í Reykjavík, segir al-
gengast að veðhafar bjóði í þær
íbúðir sem fara á uppboð.
„Þeim nægir að bjóða inn á sinn
veðrétt og bjóði enginn hærra eru
þeir orðnir hæstbjóðendur og eig-
endur íbúðanna,“ segir hún og út-
skýrir að þó lán á uppboðsíbúð sé
hugsanlega 30 milljónir króna geti
veðhafa nægt að bjóða þrjár til að
eignast hana. Hann bjóði ekki alla
upphæðina þurfi hann þess ekki þar
sem greiða þarf eins prósents sölu-
laun í ríkissjóð.
Sigríður segir einn og einn koma
af götunni til að bjóða í íbúðir á upp-
boði. „Það er ekki algengt.“ Mjög
sjaldgæft sé að fólk fái fé umfram
lán á uppboðsíbúðum. „Fólk ber
áfram ábyrgð á þeim lánum sem
engin greiðsla fæst upp í.“ Selji lán-
veitandinn íbúðina seinna fyrir
hærra verð en hann fékk hana á eigi
að nýta söluandvirðið til að greiða
niður lán þess sem missti hana.
Vésteinn vill íbúðina á uppboð
Vésteinn Gauti Hauksson sagði
frá því í Kastljósi í fyrrakvöld að
hann hefði ákveðið að hætta að
greiða af íbúð sinni. Hann hafi
reiknað út að í 17 prósenta verð-
bólgu hækkaði lánið hans hratt.
Honum reiknaðist til, út frá þeim
forsendum, að frá desember 2008 til
desember 2009 hækki lánið úr rúm-
um 31,6 milljónum króna í rúmar
36,5 milljónir. Verðbæturnar færu
úr tæpum 7,2 milljónum í rúmar
12,5 milljónir. Hann vonist til þess
að lágmarka tap sitt með því að
íbúðin fari nú á uppboð og einnig að
hann geti greitt eftirstöðvarnar af
lánunum án þess að fara í gjaldþrot.
Hann tapi alltaf peningum en tapi
minna með því að láta bjóða íbúðina
upp strax. „Það er ekki lögbrot að
hætta að borga og gjaldþrot er ekki
endilega fylgifiskur,“ sagði Vé-
steinn.
Jón Bjarki Bentsson, hagfræð-
ingur í greiningu Glitnis, segir ólík-
legt að íbúðalánin hækki jafn bratt
á næsta ári og síðustu misserum.
„Það sér fyrir endann á þeirri þró-
un,“ segir hann. „Enginn spáir
sautján prósenta verðbólgu næstu
tólf mánuði. Svartsýnasta verð-
bólguspáin er spá Seðlabankans upp
á rúm fimm prósent. Það þýðir að
lánin hækka ekki nándar nærri jafn
mikið og Vésteinn gefur sér í út-
reikningum sínum. Segja má að
hann tvíreikni verðbólguna inn í
lánin því sautján prósenta verðbólg-
an hefur nær öll verið reiknuð inn í
lánin og er ástæðan fyrir því hvað
þau hafa hækkað mikið.“
Talsmaður neytenda, Gísli
Tryggvason, vonar að gripið verði
til frekari aðgerða en ríkisstjórnin
hefur boðað, til að aðstoða fólk í
fjárhagsvanda. Hann undirbýr nýj-
ar tillögur og segir að fólk ætti ekki
að þurfa að grípa til sömu ör-
þrifaráða og Vésteinn. „Ýmislegt er
gert fyrir atvinnulífið og kröfuhafa
bankanna og einnig þarf að koma til
annarra aðgerða fyrir íbúða-
lánaskuldara en þeirra sem fresta
vandanum.“
Morgunblaðið/Golli
Til sölu Ekki er nóg með að fjöldi tilbúinna eigna sé nú til sölu heldur standa hálftilbúnar eignir víða.
147 íbúðir á uppboð
Alls hafa 2.124 íbúðir verið auglýstar til nauðungarsölu á
þessu ári í Reykjavík en 147 verið slegnar á uppboði
ÚTAFAKSTURSÓHÖPPUM er-
lendra ferðamanna á bílaleigu-
bílum fækkaði um 31,5% á þessu ári
miðað við árið í fyrra og á sama
tíma fækkaði slösuðum um 74%.
Sjóvá Forvarnahús upplýsir þetta.
Segir að helsta ástæða umferð-
aróhappa hjá erlendum ferðamönn-
um hafi verið ókunnugleiki á vega-
kerfinu, sérstaklega
malarvegunum. Farnar voru ýmsar
leiðir til að upplýsa þá um akstur á
íslenskum vegum. T.d. hefðu spjöld
verið sett á stýri bílanna með upp-
lýsingum um akstur í dreifbýli,
gerð varnaðarmerki á ensku þar
sem ekið er af malbiki yfir á mal-
arvegi, námskeið og fundir haldin
með starfsmönnum bílaleignanna
o.fl.
Færri óhöpp
í umferðinni
UM TVÖ hundruð björgunarsveit-
armenn munu í dag taka þátt í leit
að rjúpnaskyttu sem saknað hefur
verið síðan um síðustu helgi. Leitað
er á Skáldabúðaheiði í uppsveitum
Árnessýslu. Að sögn Odds Krist-
inssonar hjá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg taka björgunarsveitir
af öllu Suður- og Vesturlandi þátt.
Leitarmenn munu notast við hunda,
en einnig verður leitað á fjórhjólum
og hestum. Aðspurður segir Oddur
að radíus hringsins sem leitað verði
innan sé um 11 km. Svæðið afmark-
ast af Stóru-Laxá annars vegar og
hins vegar af þjóðveginum. Segir
hann bændur á jaðri leitarsvæðisins
hafa svipast um eftir manninum.
200 manns
leita í dag
!
"
#
$
% &
'$$
(!
")* +)&&!
, &
')$
'")
$ -
#
-
+
.
!
/ $"
-
&
'" (&+
.
(
!
& "$
#
(
$
'
# $")
' "
/
")
!
$
0
1
$
2 3
VALGERÐUR
Sverrisdóttir
hefur ákveðið
að sitja ekki
lengur sem for-
maður Fram-
sóknarflokksins
en til næsta
flokksþings
framsókn-
armanna í jan-
úar nk. Hún tók sem kunnugt er
sæti Guðna er hann sagði af sér
þingmennsku og formannsembætti.
Í yfirlýsingu segist hún vera að
fylgja þeirri sannfæringu sinni að
endurnýjun sé nauðsynleg í stjórn-
málum. Valgerður ætlar að sitja
áfram á þingi þar sem hún hefur
setið í rúm 20 ár.
Hættir sem
formaður
Hver eru áhrif verðbólgu á lánin?
Verðbólga hefur veruleg áhrif á
greiðslubyrði lána. Sjá má áhrifin
með reiknivél Íbúðalánasjóð. Tökum
dæmi af tíu milljón króna láni til tutt-
ugu ára á 4,9 prósenta vöxtum og
með uppgreiðsluákvæði. Sé verð-
bólgan 2,5 prósent greiðist að lokum
rúmar 20,3 milljónir fyrir lánið. Sé
verðbólgan 5 prósent hækkar sú
upphæði í tæpar 26,7 milljónir
króna. Sé verðbólgan hins vegar 17
prósent allan lánstímann er heildar-
endurgreiðslan rúmar 111,3 milljónir
fyrir lánið.
Verðbólgan á næsta ári?
Vandi er um slíkt að spá en í Pen-
ingamálum Seðlabankans stendur
að spáin fyrir fyrsta ársfjórðung sé
22,7 prósent, fyrir annan 17 prósent,
þann þriðja 12,6 prósent og fjórða
ársfjórðunginn 5,5 prósent.
S&S
FULLNÆGJANDI lagaheimildir
virðast hafa verið fyrir aðgerðum
sem lögreglan á Suðurnesjum greip
til gegn hælisleitendum í september
sl. Þetta er helsta niðurstaða úttekt-
ar LOGOS lögmannsþjónusta sem
unnin var fyrir Rauða kross Íslands.
Engu að síður er í skýrslu fyr-
irtækisins bent á hvar finna mætti
að aðgerðunum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá hælisleitendum voru
þannig í einhverjum tilfellum teknir
munir sem varla hafi verið tilefni til
að leggja hald á. Sumir segist ekki
hafa notið aðstoðar túlks og hafi sú
verið raunin hafi verið erfitt fyrir
lögreglu að leita samþykkis hæl-
isleitendanna fyrir húsleit og kynna
þeim heimild til hennar. Hið sama
gildi um þá skyldu að tilkynna þeim
rétt sinn til að fá skipaðan verjanda.
Þá segi þrír hælisleitendur að þeir
hafi verið handjárnaðir meðan á leit-
inni stóð. Sé sú raunin hafi verið um
handtöku að ræða en lögregla hafi
eingöngu rétt til að handtaka mann
hafi hann framið brot sem sætt geti
ákæru. Ekki sé útséð með að skilyrði
hafi verið til að handtaka hælisleit-
endur hafi það verið gert.
ben@mbl.is
Aðgerðir lögreglu
í samræmi við lög
Á vettvangi LOGOS telur lögreglu
hafa haft heimildir til leitarinnar.