Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÉG veit ekki hvort menn vilja líta á
þetta sem loforð eða hótun, það fer
sjálfsagt eftir smekk manna. Það er í
sjálfu sér ekkert sem bannar Davíð
Oddssyni að reyna aftur fyrir sér í
pólítík ef hann vill og kannski hefur
hann aldrei hætt,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs, um
ummæli Davíðs Oddssonar seðla-
bankastjóra í viðtali við danska blað-
ið Fyens Stiftstidende. Blaðið hafði
eftir Davíð að hann ætlaði sér að
gegna embætti seðlabankastjóra í
nokkur ár til viðbótar en hætta þá af
sjálfsdáðum. Yrði hann hins vegar
þvingaður úr starfi myndi hann snúa
aftur í stjórnmálin.
Steingrímur segir að sér finnist
ummæli seðlabankastjóra mjög
óhefðbundin. Davíð megi að sjálf-
sögðu lýsa framtíðaráformum, þar á
meðal hugmyndum um endurkomu í
pólitík. „En það er álitamál hvort
það sé heppilegt að segja það með
þessum hætti og tengja það beint
veru sinni í Seðlabankanum.“ Menn
hljóti að gera breytingar á mik-
ilvægum opinberum embættum, ef
þarf, óháð þáttum af þessu tagi
Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor-
maður Samfylkingarinnar, segir um-
mælin sem höfð eru eftir Davíð
benda til þess að hann sé ekki hætt-
ur í stjórnmálum. Ummæli seðla-
bankastjóra séu ekki við hæfi. „En
það undirstrikar að við þurfum að fá
nýja stjórn í Seðlabankann,“ segir
hann. Venjan sé að seðlabankastjór-
ar tali varlega og menn taki mark á
því sem þeir segi. „Okkar seðla-
bankastjóri hefur ekki tamið sér
vinnuhætti kollega sinna enda voru
það mistök að skipa hann í Seðla-
bankann.“
„Ég held því fram að þetta séu
hrokafyllstu yfirlýsingar sem ég hef
heyrt af hálfu embættismanns á
mínum ferli, þegar hann segir að
hann ætli sér að gegna stöðu seðla-
bankastjóra í nokkur ár til viðbótar,“
segir Valgerður Sverrisdóttir, for-
maður Framsóknarflokksins, um
ummælin. Í þeim felist líka ákveðin
hótun. „Hún fær mann til þess að
hugsa þá hugsun hvort ekki ráði fag-
leg sjónarmið för hjá forsætisráð-
herra þegar hann aðhefst ekkert í
sambandi við seðlabankastjórann.“
Davíð Oddsson var í gærmorgun
boðaður á fund viðskiptanefndar Al-
þingis. Að fundinum loknum var
Davíð spurður um viðtalið við
danska blaðið. Þá benti hann á að
hann væri á góðum aldri og þyrfti að
hafa eitthvað fyrir stafni ef hann
færi úr Seðlabankanum. Í samtali
við mbl.is í seinnipartinn í gær sagði
Davíð hins vegar að gert hefði verið
meira en efni stæðu til úr ummælum
sem blaðið hafði eftir honum.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Seðlabankastjóri Davíð Oddsson var boðaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun.
Loforð eða hótun?
Segja ummæli Davíðs Oddssonar vera mjög óhefðbundin og
ekki hæfa embættismanni á borð við seðlabankastjóra
ÓLAFUR Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, segir ummæli Davíðs Oddssonar, eins
og þau standa í Fyens Stiftstidende, í hæsta máta
óvenjuleg. „Það er mjög sérkennileg staða ef embætt-
ismaður, sem krafa hefur verið gerð um í þjóðfélagi að
verði settur úr embætti, gefur út yfirlýsingar sem má
skoða hálfpartinn sem hótanir um að fara aftur í stjórn-
mál. Ég kann engin dæmi þess að embættismenn hafi áð-
ur brugðist við með þessum hætti,“ segir Ólafur.
Hann bendir á að Davíð hafi undanfarið talað fremur
eins og stjórnmálamaður en embættismaður, t.d. í ný-
legu Kastljósviðtali og í ræðu á þingi Viðskiptaráðs. „Sú
ræða var eiginlega miklu frekar málsvörn stjórnmálamanns heldur en
venjuleg embættismannaummæli.“ Hafi það verið ætlun Davíðs að koma á
framfæri hótun um að verði stjakað við honum fari hann aftur í pólitík setji
það forsætisráðherrann og ríkisstjórn í mjög skrýtna og óvenjulega stöðu.
„Hvort sem þetta er rétt eftir haft [í Fyens Stiftstidende] eða ekki eru þetta
mjög óheppileg ummæli fyrir forsætisráðherrann. Þetta er óþægileg staða
fyrir Geir að lenda í.“
Ólafur segir að færi Davíð aftur í stjórnmálin yrðu það mikil tíðindi,
hvort sem það yrði innan Sjálfstæðisflokksins eða utan hans, en flokkurinn
hafi verið í erfiðri stöðu. „Flokkurinn á fyrir höndum erfiðan landsfund í
janúar þar sem menn ætla að gera út um Evrópumálin. Ef Davíð kæmi til
viðbótar inn í það yrði það ekki til þess að einfalda mál,“ segir Ólafur.
Erfitt fyrir forsætisráðherra
Ólafur Þ.
Harðarson
ÁRLEGT jóla-
ball og skemmt-
un fyrir fatlaða
fer fram 9. des-
ember n.k. á Hil-
ton Reykjavík
Nordica hót-
elinu. Verður
húsið opnað kl.
19:15, en
skemmtunin
stendur frá 20 – 23. André Bach-
mann hefur verið stjórnandi þessara
skemmtana frá upphafi, eða í 26 ár.
Stjórnendur, allir skemmtikraftar
og Hilton hótelið gefa vinnu sína.
Það er hljómsveitin Hvar er Mjall-
hvít? sem heldur uppi fjörinu á dans-
gólfinu á eftir skemmtiatriðum.
Fjölmargir landsþekktir skemmti-
kraftar og listamenn koma fram á
skemmtuninni m.a.: Rúnar Júl-
íusson, Sigríður Beinteinsdóttir &
Grétar Örvarsson, Magni (Á móti
sól) Eyþór Ingi (úr Bandinu hans
Bubba), Ragnar Bjarnason, hljóm-
sveitin Dalton, kántrísveitin Klauf-
arnir, Land og synir, Hreimur og
Sprengjuhöllin.
Jólaball fyrir fatl-
aða á þriðjudag
Skemmtun Árlegt
jólaball fatlaðra
verður í næstu viku.
HARPA Þórsdóttir, forstöðumað-
ur Hönnunarsafns Íslands, flytur
erindið Íslenska jólaskeiðin, saga,
stíll og hefðir, á annan í aðventu,
næstkomandi sunnudag í Garða-
bergi á Garðatorgi 7 í Garðabæ.
Erindið er haldið í tengslum
við sýningu Hönnunarsafnsins á
íslenskum jólaskeiðum sem nú
stendur yfir í sýningarsal safns-
ins á Garðatorgi.
Mun Harpa í erindinu sem
hefst kl. 13. 30 velta upp ýmsum
þáttum sem tengjast hönnun jóla-
skeiðanna, en þær eru söfn-
unargripur á mörgum íslenskum
heimilum.
Íslenska jólaskeiðin
Jólatilboð
Norskir eðal plastbátar.
Sterkir, stöðugir og
ósökkvanlegir
STJÓRNIR Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs sparisjóðs
og SPRON hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis
að hefja undirbúning og vinnu sem miðar að því að
sameina sparisjóðina. Sparisjóðirnir hafa skuldbundið
sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða
sameiningu á meðan viðræður standa yfir.
„STAÐA sparisjóðanna hefur verið almennt séð í
umræðunni á vettvangi sambands íslenskra sparisjóða
og þar hafa menn verið að ræða framtíð þeirra,“ segir
Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðastjóri Byrs,
spurður hver hafi átt frumkvæði að samrunavið-
ræðum. Hann segir að Byr hafi ávallt haldið þeirri
umræðu á lofti að nauðsynlegt sé að sameina spari-
sjóði og býst við að áætlun um samruna verði kláruð
fyrir árslok. „Það liggur ekki fyrir á þessari stundu
hver skiptingin verður í hinu nýja fyrirtæki enda við-
ræður á algjöru byrjunarstigi,“ segir Ragnar. Hann
býst fastlega við að hið sameinaða fyrirtæki verði
rekið með einni stjórn og forstjóra, en ekki sem sjálf-
stæðar einingar. „Við hófum ekki sérstaklega þessar
viðræður, en öllum hefur verið kunnugt um okkar
stöðu,“ segir Guðmundur Hauksson, forstjóri
SPRON. Sparisjóðirnir hafa mikla hagsmuni af því að
samruni þeirra gangi í gegn.
Svo dæmi sé tekið tilkynnti SPRON fyrr í vikunni
að eiginfjárhlutfall bankans væri komið undir lög-
bundið lágmark, sem er 8%, en ef hlutfallið er undir
8% missir viðkomandi banki bankaleyfið.
thorbjorn@mbl.is
Sjóðasamruni í árslok
Byr, Sparisjóður Keflavíkur
og SPRON vilja sameinast
Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar og fróðleiks í að-
draganda jóla og mögulegt að næra skilningarvitin með ýmsum
hætti. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja
þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
19 dagar til jóla
SUNNUDAGINN 7. desember klukkan 14 ætla Gríms-
eyjarvinir að hlýða á messu hjá séra Pálma Matthíassyni
í Bústaðakirkju og koma sér í jólaskap. Pálmi er fyrrver-
andi prestur Grímseyinga eins og mörgum er kunnugt.
Þá mun Hulda Signý Gylfadóttir flytja ávarp. Að messu
lokinni verður samkoma á vegum félagsins í safn-
aðarheimili kirkjunnar, þar sem hægt verður að kaupa
kaffi og kræsingar og taka þátt í ókeypis happdrætti.
Það er von stjórnar félagsins að Grímseyingar og vinir
Grímseyjar fjölmenni.
Vinafélag Grímseyjar hefur nýlega gefið út dagatal
með ljósmyndum Friðþjófs Helgasonar frá Grímsey og hefur það verið sent
velflestum félögum í vinafélaginu. Það kostar kr. 1.500 og er til sölu í Gall-
erý Sól í Grímsey, svo og hjá stjórnarmönnum, þeim Helga Daníelssyni,
helgidan@gmail.com, Siggerði Bjarnadóttur í Allt í blóma við Laugaveg
og Birni Friðfinnssyni. Ef hagnaður verður af útgáfunni er ætlunin að nota
hann til að gera flotta heimasíðu með m.a. ljósmyndum frá Grímsey.
Grímseyjarvinir með aðventusamkomu
Pálmi Matthíasson
NÚ á sunnudaginn, 7. desember,
verður jólafrumsýning hjá Leik-
félagi Mosfellssveitar. Þar ríkir
sannkallað jólafjör og koma Grýla
og Leppalúði fram ásamt jólakett-
inum, Leiðindaskjóðu og fleiri
góðum gestum.
Aðeins verða tvær sýningar,
sunnudaginn 7. desember kl. 16
og sunnudaginn 14. des. kl. 13.
Nánari upplýsingar er að finna
á vef leikfélagsins, www.-
leikmos.is
Jólafjör í leikhúsinu
í Mosfellsbænum
Líf og fjör Ýmsar furðuverur munu
mæta í leikhúsið í Mosfellsbænum.
MARÞONSÖNGUR verður í Hafn-
arborg á morgun, laugardag, þegar
fjöldi kóra og sönghópa í Hafn-
arfirði tekur þátt í Syngjandi jól-
um. Dagskráin hefst kl. 09.40 og
stendur fram undir kvöld. Meðal
þeirra sem taka lagið eru leikskóla-
og grunnskólabörn, kirkjukórar,
kvennakórar jafnt sem karlakórar,
skátakórinn og kór eldri borgara.
Maraþonsöngur
STUTT