Morgunblaðið - 05.12.2008, Page 20
Opið hús Gler í Bergvík 6. og 7. des. kl. 10-15.
Blásið í gler fyrir jólin
Kúnst Glerblástur er kannski ekki fyrir
hvern sem er og vanda þarf verkið. Morgunblaðið/RAX
Rautt Lífgar upp á umhverfið.
Upplyfting Glös fyrir stóra og smáa. Listamenn Sigrún Einarsdóttir (2. f.v.) ásamt Jonatan Waalin, Amy Kruger og Laura Puska.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Jólahelgin hér hjá mér hefur verið fyrstuhelgina í desember frá því okkar sagahófst fyrir tuttugu og sex árum. Þettaer því orðin gamalgróin hefð,“ segir
Sigrún Einarsdóttir glerlistakona en hún ætl-
ar að vera með opið hús í glerblástursverk-
stæði sínu á Kjalarnesi nú um helgina. „Fólk
getur komið í heimsókn og séð hvernig gler-
blástur fer fram, en við erum fimm sem ætlum
að blása þessa daga. Auk mín og Ólafar systur
minnar verða hér tveir Danir, þau Amy Kru-
ger og Jonatan Waalin en þau fengu sína gler-
blástursþjálfun í Kostaboda-skólanum og svo
verður líka einn nemi frá Finnlandi, hún Laura
Puska.“
Auk þess er þessa einu helgi á ári hægt að
kaupa á fimmtíu prósent afslætti öll þau gler-
listaverk sem hafa „lent í skúffunni“ eins og
Sigrún kallar það, en það eru lítillega útlits-
gölluð verk. Önnur verk í galleríinu verða seld
með 15% afslætti um helgina.
Ungbarnaglös
„Ég reyni alltaf að vera með eitthvað nýtt og
núna verð ég til dæmis með lítil barnaglös,
svipuð þeim sem ég hef gefið ungbörnum í
minni fjölskyldu í vöggugjöf með nafni þeirra
á. Þetta hefur vakið mikla lukku og mér finnst
gott að bjóða upp á þessi litríku og glaðlegu
glös núna í kreppunni,“ segir Sigrún sem einn-
ig hefur búið til jólakúlur úr gleri til að hengja
upp í glugga og engar tvær þeirra eru eins. Að
sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi, piparkökur
og djús, til hressingar fyrir gestina, en Sigrún
segir suma gestina hafa haldið tryggð við sig í
öll þessi ár og koma ævinlega til hennar þessa
helgi. En svo eru alltaf ný andlit líka enda allir
velkomnir. „Það er ákveðinn kjarni sem hefur
stundum beðið hér fyrir utan áður en ég opna,
til að næla sér í bestu hlutina.“
Jólalegt Litríkar
skálar fyrir alls
kyns góðgæti.
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
S
ig
urð
ur
G
uð
m
und
sso
n
Erró
S
o
ffía
S
æ
m
und
sd
ó
ttirÁ uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Þá verður „Auminga Ísland“ eftir Sigurð Guðmundsson
boðið upp og eins verk eftir Sossu, Soffíu Sæmundsdóttur, Tolla,
Óla G. Jóhannsson og Erró.
Listmunauppboð í Galleríi Fold
mánudaginn 8. desember kl. 18 og þriðjudaginn 9. desember kl. 18
Verkin verða sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg:
föstudag kl. 10-18 (öll verk), laugardag kl. 11–17 (öll verk),
sunnudag kl.12–17 (öll verk), mánudag kl. 10–17 (öll verk)
þriðjudag kl. 10–17
(verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag)