Morgunblaðið - 05.12.2008, Side 22

Morgunblaðið - 05.12.2008, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Atvinnuleysi.Alls voru7.415 skráðir atvinnu- lausir í gær, 4.514 karlar og 2.901 kona. Efnahagslægðin leikur landann grátt og svo margir hafa ekki verið án atvinnu síðan 1994, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Uppsagnir. Tíðar fréttir berast af uppsögnum. Flestir þekkja til fjölskyldna þar sem önnur eða jafnvel báðar fyrirvinnurnar hafa misst starf sitt. Þetta er fólk sem skilaði góðu dagsverki fyrir fyrirtæki sem hafa engin verkefni lengur. En situr það nú heima með hendur í skauti? Það er ekki vani Ís- lendinga. Tækifæri. Vinnumarkaður- inn er ekki frosinn þó að hann hafi skroppið saman. „Í öllu þessu svartnætti er heilmikil hreyfing,“ segir Hafliði Niel- sen Skúlason, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Hjá vinnumiðlun stofnunarinnar voru í fyrradag auglýst 86 störf og 159 stöðugildi. Á Starfatorgi ríkisins voru þau samtals 49. Atvinnumiðl- anirnar finna fyrir miklu minni eftirspurn en þó var auglýst eftir 24 starfs- mönnum hjá Job.is. Þetta er aðeins brotabrot fyrir alla þá sem vantar vinnu. Viðsnúningur. Áherslan í atvinnulífinu er að breytast og því er óhjá- kvæmilegt að fólki fækki í störf- um sem snúa að innflutningi en fjölgi væntanlega í útflutningsgeiranum. At- vinnuleitendur verða því að hafa augun opin fyrir nýju tækifærunum. Þeir verða að hafa sveigjanleika til að til- einka sér stefnubreytinguna. Í útflutningi liggja tækifæri. Búferlaflutningar. Þeir sem vilja ekki breytingar og sjá ekki fyrir sér nýjan vettvang á nýju Íslandi kjósa ef til vill að flytja og þeir sem hafa ekki lengur hag af því að vinna á Íslandi fara. Hluttekning. Komu Íslend- ingar fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við sig? Litháíska fyrirtækið Adakris, sem byggir Sæ- mundarskóla í Grafarholti, vill ráða Íslendinga til starfa í stað þess að flytja inn erlent vinnuafl. Það sé hagstæðara. Von. Ríkisstjórnin hefur boðað mannaflsfrekar fram- kvæmdir til þess að minnka atvinnuleysið. Ríkisstjórnin reynir sitt til að minnka skellinn sem landsmenn hafa orðið fyrir. Sá sem bíður eftir björgun gæti orðið fyrir von- brigðum. Sjálfsbjargarhvöt. Nú má ekki láta bugast heldur hefja leitina að nýjungunum og finna út hvar samkeppnis- forskot landans leynist. Sá sem bíður eftir björgun gæti orðið fyrir vonbrigðum.} Forskot í samkeppni Ríkisstjórninhefur lýst yf- ir vilja til að greiða fyrir upp- gjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönk- unum. Slík ráðstöfun er skyn- samleg og tímabær. Ekki verður lengur framhjá því litið að erlendir kröfuhaf- ar, þar sem erlendir bankar eru stærstir, eiga fullan rétt til uppgjörs við íslenska bankaheiminn. Allt hlutafé í bönkunum þurrkaðist út þeg- ar ríkið yfirtók þá en skuld- bindingar þeirra við lán- ardrottna standa enn. Erlendir kröfuhafar eru ekki líklegir til að falla frá kröfum sínum með vísan til þess að hér sé erfitt árferði. Þeir verða að gæta eigin hags- muna og æskilegast er ef nið- urstaðan verður sú að þeir eignist hlut í nýju bönkunum. Annars blasir við að næstu árin rekur hvert dómsmálið annað þar sem þessir kröfu- hafar reyna að rétta sinn hlut. Þær raddir heyrast að ef er- lendir bankar komi að rekstri þeirra íslensku sé hætt við að þeir gangi mun harðar fram gegn skuldsett- um heimilum en væru Íslend- ingar einir við stjórnvölinn. Vandséð er hvers vegna sú ætti að vera raunin. Þeir sem reka banka á viðskiptalegum grunni sjá sér vart hag í að koma viðskiptavinum sínum á vonarvöl. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Komi erlendir bankar að rekstri þeirra íslensku gæti það jafnframt auðveldað þjóð- inni að vinna sig út úr krepp- unni þar sem aðgangur að er- lendu lánsfé yrði að líkindum greiðari en ella. Vel reknir bankar taka mið af eðlilegum viðskiptaháttum þar sem hagsmunir bankans og viðskiptavinanna fara sam- an. Þar er hið íslenska návígi ekki æskilegt, fremur en krosseignatengslin sem réðu svo miklu í íslensku viðskipta- lífi á undanförnum árum. Skuldbindingar bankanna standa. }Skynsemi í bönkunum F yrsta boðorð áfallahjálpar er að bjarga viðkomandi út úr áfall- inu. Gæta þess að hann lokist ekki inni í því sem átti sér stað. Að hjálpa þeim sem fyrir áfall- inu varð til að fjarlægja sig atburðinum. Markmiðið: hvernig getum við lagt að baki það sem gerðist og haldið áfram. Bankahrunið var reiðarslag, á einni nóttu missti annar hver maður fúlgur fjár og hver einasti reyrðist í skuldafjötra til nokkurrar framtíðar. Fjöldi manna sá lífsafkomu sína hrynja við atvinnumissi. Áfallið var á áður óþekktum skala, en segja má að áfallahjálpin hafi nær eingöngu verið á hendi tveggja sjálfboðaliða: Harðar söngvaskálds og Gunn- ars leikstjóra. Stjórnvöld aftur á móti tóku hinn öndverða pól: að fresta uppgjöri, skilja slysið eftir óuppgert og freista þess að halda áfram eins og ekkert hefði ískorist. Þjóðinni var eftirlátið hlutverk burðardýrs sem síðan var mátað við fargið sem þurfti að bera. Sem flestir álíta nú að sé með öllu opin stærð – í milljörðum talið. Og eykur enn á þessa passífu stöðu að með því að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ráðin að hluta tekin af þjóðinni og henni gert að sæta fyrirmælum að utan, óháð því hvað henni sjálfri finnst. Hver var hugs- unin á bak við þann gjörning? Til að geta staðið í skil- um með ice-save-reikningana alræmdu. En hvað lá á? Hefði ekki verið nær að stofna sjóði í viðkomandi lönd- um sem hefðu að höfuðstóli eignir bankanna sem í hlut áttu? Lýsa því síðan yfir að við myndum greiða það sem á vantaði þegar við værum borgunarmenn fyrir því. Lýsa hefði átt yfir ótímabundnu átaks- verkefni þar sem skýrt væri teiknað að við værum öll að verki. Atvinnuleysi væri gert merkingarlaust: þeir sem hefðu misst vinn- una væru einfaldlega í fremstu víglínu í sameiginlegu stríði og varaliðið stæði þeim þétt að baki, móralskt og fjárhagslega. Í stað þess að skera niður innlenda dag- skrárgerð Ríkisútvarpsins væri hún stór- lega aukin, en í staðinn hent út afþreying- arruslinu. Þess í stað væri útvarpað frá fundum, fyrirlestrum og málþingum og farið hringinn í kringum landið með þjóðfundi þar sem heimamenn tækju stöðuna og legðu á ráðin. Innleysa kvótann og láta auðlindir í eigu þjóðarinnar saxa jafnt og þétt á skuldirnar, í stað þess að gera örfáa handhafa þeirra að útlögum í erlendum skattap- aradísum. Þessu mætti síðan fylgja eftir með táknræn- um hætti, t.d. lögleiða að hæstu laun ríkisins næmu aldrei hærri upphæð en þreföldum lágmarkslaunum. Þingmenn væru á tvöföldum lágmarkslaunum – þar með væri lágmarkslaunum sjálfkrafa borgið. Ellilíf- eyrir einn og jafn fyrir alla – en á móti kæmi tilslökun í þá veru að hinir fyrstu þyrftu ekki endilega að vera síð- astir þegar kæmi að himnaríki. peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill Aðferð til að berjast Verður vítahringur síbrotamanna rofinn? FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is U m þriðjungur fanga í íslenskum fangelsum er á skólabekk og 68% þeirra sem ekki eru í námi hefðu hug á að hefja nám. Þetta kemur fram í könn- un, sem gerð var á menntun fanga á Norðurlöndunum og Helgi Gunn- laugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kynnti á málþingi, sem Félagsfræðingafélag Íslands hélt í gær undir yfirskriftinni Fang- elsi á Íslandi, betrun eða biðstöð? Könnunin var gerð haustið 2006. Þá sátu 119 manns í fangelsi á Ís- landi og svöruðu 78 eða 66%. 44 fangar voru ekki í námi og sögðu 17 þeirra að það væri vegna skorts á upplýsingum, en 12 vegna þess að aðstæður til náms væru erf- iðar í fangelsinu. 70% svarenda kváðust ekki eiga í erfiðleikum með lestur og skrift og rúmlega helmingur kvaðst ekki eiga í vandræðum með stærðfræði. Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður Litla-Hrauns, sem tók þátt í pallborði á fundinum, sagði að þetta hlutfall kæmi sér á óvart. Hún kvaðst telja að mun hærra hlutfall ætti við erfiðleika að stríða. Margrét sagði að mikið brottfall væri í náminu. Fangarnir réðu ekki við námið þegar á hólminn væri komið. Í fangelsinu væri boðið upp á framhaldskólamenntun, en ekki nám á grunnskólastigi. Þá þyrfti að bjóða upp á nám allt árið, en ekki bara á vor- og haustönn. Þráinn B.J. Farestveit, fram- kvæmdastjóri Verndar, benti á í fyr- irspurn að stóran hluta vandans mætti rekja til skorts á hæfni til að hefja nám, til dæmis vegna les- blindu, ofvirkni og athyglisbrests. Af umræðunum mátti ráða að námsörðugleikar í barnæsku gætu verið svo afdrifaríkir að skipt gæti sköpum um framhaldið og með auk- inni áherslu á að hjálpa börnum með námsörðugleika vegna lesblindu, of- virkni eða athyglisbrests í upphafi skólagöngu væri hægt að afstýra vandamálum, sem koma fram tíu til fimmtán árum síðar. Helgi sagði að tæplega helmingur fanganna, sem svöruðu könnuninni, hefði sagst álíta að nám í fangelsi hjálpaði þeim að fá vinnu þegar þeir losnuðu og stór meirihluti hefði talið að nám væri mikilvægt til að verja tímanum í fangelsinu skynsamlega. Í framsögu Erlends S. Baldurs- sonar, afbrotafræðings hjá Fangels- ismálastofnun, kom fram að 46% fanga hefðu áður setið inni. Hann sagði einnig að á Íslandi hlytu 27% fanga dóm á ný innan tveggja ára frá því að afplánun lauk. Oddur Malmberg félagsfræðingur greindi á fundinum frá MA-ritgerð sinni, „Spurðu frekar hvenær ég kem aftur“, sem byggist á viðtölum við síbrotamenn á Litla-Hrauni. Niðurstöður ritgerðarinnar bera vitni lífi, sem virðist stjórnast af fíkn. Í viðtölunum kemur fram að eftir því sem dómunum fjölgar verð- ur erfiðara að komast út úr víta- hringnum þar til það á endanum virðist útilokað. Það sýnir mikilvægi þess að leggja áherslu á menntun í fangelsinu þannig að fangar geti haf- ið nýtt líf þegar út er komið og auð- velda þeim sem afplána stutta dóma að halda áfram í námi að afplánun lokinni. En er betrun höfð að leiðarljósi í fangamálum? „Betrun? Nei, varla,“ sagði Oddur. „Biðstöð? Já.“ Erlendur sagði að dómarar væru ekki að hugsa um betrun þegar þeir felldu dóma sína, heldur refsingu. „Fangelsi verður alltaf biðstöð,“ sagði hann, en bætti við að spurn- ingin væri hvernig menn verðu tíma sínum á biðstöðinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fangaklefi Nokkur hluti fangahópsins ber því við að hann stundi ekki nám í fangelsinu vegna erfiðra aðstæðna, en nám getur hins vegar skipt sköpum eigi að hefja nýtt líf þegar út er komið. „Við sjáum alveg hverjir koma aft- ur, við sjáum það alveg þegar þeir fara.“ 30 ára fangi. „Hérna eru menn sem eru hættu- legir, menn sem eiga bara heima á geðdeild, hérna eru menn sem eru í neyslu ... Vitleysingar sem eru í neyslu og eru alltaf að böggast í manni.“42 ára fangi. „Það er náttúrulega erfitt að reyna að vera edrú og svo sitja nokkrir í hóp og reykja hass í næsta klefa. Maður finnur alveg lyktina.“ 25 ára fangi. „Ég var nánast ekkert í skóla, ég meina ég tók sex ára bekkinn, svo lenti ég í umferðarslysi þegar ég var sjö ára. Rekinn úr skólanum átta ára, fótbrotnaði þegar ég var níu ára. Svo tók ég tíu ára bekkinn og þá var það búið.“ 40 ára fangi. Tilvitnanirnar eru úr MA-ritgerð eftir Odd Malmberg, „Spurðu frekar hvenær ég kem aftur“. AFTUR OG AFTUR››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.