Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 Vík milli vina? Engu er líkara en breið gjá liggi milli ríkisstjórnar og verkalýðsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sátu samsíða um stund í gær. Kristinn Friðrik Þór Guðmundsson | 4. des. Bankaleynd sett ofar þjóðarhagsmunum Þetta er þyngra en tárum taki. Davíð virðir meinta bankaleynd meir en þjóð- arhagsmuni og embætt- ismaðurinn neitar að svara brýnum spurn- ingum yfirmanna sinna, kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Vill ekki upplýsa þjóðina um meinta vitneskju sína um hvers vegna Brown og Darling settu á Ísland hryðjuverkalög. Hafi hann þá á annað borð nokkuð meint það sem hann sagði á fundi Viðskiptaráðs á dögunum. Og hótar svo þjóðinni þeirri refsingu að „koma“ aftur í stjórnmálin verði hann rekinn. Ekki nema von að Geir sé í vand- ræðum með karlinn. Morgunblaðið boðar viðtal við karlinn. Hversu krefjandi verða spurningarnar? Verður hann spurður að því hver eða hverjir séu hinir vernduðu – því bankaleynd er ætlað að verja ein- hverja hagsmuni, ekki satt. Meira: lillo.blog.is Hlynur Hallsson | 4. desember 2008 Góð ákvörðun Það er ánægjulegt þegar menn sjá að sér. Þetta var ekki fyrsta atlagan sem gerð er að Svæðisútvarp- inu og sem betur fer hef- ur þeim öllum verið hrundið. Mikilvægi staðbundinna fjöl- miðla er mikið en oft vanmetið. Gott að það er búið að bjarga þessu máli, það er til fyrirmyndar. Það hefur greinilega áhrif að mótmæla. Til hamingju með það. Meira: hlynurh.blog.is MARGIR telja ráðlegt að stefna að því að evran verði gjaldmiðill hér á landi. Aðrir kostir eru reynd- ar einnig nefndir en raunhæfir eru líklega þeir tveir að halda krón- unni eða ganga í Evrópusam- bandið og stefna í myntbandalag- ið. Auðvitað þarf að gaumgæfa síðarnefnda möguleikann. Það þarf að gera á pólitískum vett- vangi og jafnvel með þjóð- aratkvæði eins og nefnt hefur ver- ið. En getum við haldið krónunni? Með því að spyrja þessarar spurn- ingar er engan veginn verið að fella dóm um ágæti þess að hér verði stefnt að upptöku evru. Að- eins verið að skoða hinn mögu- leikann. Auðvitað getum við haldið krón- unni. Það verður þó því aðeins gert með góðu móti að breytt verði um stefnu í efnahagsmálum. Það sem fram það sem gerist í við- skiptalöndunum, nema framleiðni- aukning leyfi, og að neysla sé aðeins í hóflegum mæli byggð á lánum. Þetta á raunar við hvort sem við höfum áfram krónu eða stefnum í myntbandalag Evrópu. Draga þarf lærdóm af reynslu síðustu ára. Um það eru vænt- anlega allir sammála. Þurfi stjórn- völd að koma fjármálafyrirtækjum til hjálpar þegar á móti blæs, hlýt- ur að vera eðlilegt að þau geri sér far um að afstýra óhófi á velgengn- istímum. Sé ekki nóg að gera það með fortölum er ekki um annað að ræða en setja lög og reglur. Vand- inn verður að finna hinn gullna meðalveg milli boða og banna ann- ars vegar og nauðsynlegs sveigj- anleika hins vegar. gera þarf er að ganga hægt um gleðinnar dyr, ekki aðeins þegar kreppir að í efnahagsmálum held- ur einnig þegar vel árar. Það virð- ist vera landlægt vandamál að við kunnum okkur ekki hóf í góðæri. Því þarf að breyta. Þegar vel árar á ekki að treysta um of á að vextir dugi til að halda niðri verðbólgu. Taki fleiri en Seðlabankinn ábyrgð á því að halda verðbólgu lítilli er unnt að komast hjá óhóflegri hækkun vaxta og því að gengi krónunnar að styrkist um of. Þegar uppsveifla er hafin í hagkerfinu er nauðsyn- legt að veita aðhald að almennri eftirspurn svo viðskiptajöfnuður við útlönd verði ekki óbærilegur. Nærtækast er að veita aðhald með gætni í fjármálum hins opinbera en jafnframt þarf að gæta þess að kaupmáttur launa vaxi ekki um- Eiríkur Guðnason Er val? Höfundur er seðlabankastjóri. RÍKISSTJÓRN hafta og skömmtunar ætlar að fara með okkur í ferðalag þar sem engin framtíðarsýn er fyrir hendi um gjaldmiðilinn krónuna. Ekki orð mælt um hvort taka beri upp nýjan gjald- miðil í náinni fram- tíð. Ferðalag inn á gömul einstigi þar sem þjóðin dvaldi einangruð í hel- greipum spilltra flokka. Þar sem lífsgæðin snerust um að draga andann og finna lykt af eplum og appelsínum. Standa í biðröð eftir bomsum. Þekkja mann og annan í réttum flokki. Aðalhlutverk Seðla- bankans er nú að stýra við- skiptaumhverfi sem byggist á póli- tískri mismunun, nú þegar viðurkenndum aðferðum um stjórn peningamála er vikið til hliðar. Þetta þýðir að ríkisstjórnin þarf ekki að „díla“ við Davíð Oddsson og Seðlabankann vegna vantrausts sem vokir yfir Seðlabankanum þar sem samviska þjóðarinnar er lok- uð inni í einhverri hvelfingunni. Bankinn gegnir ekki lengur þeirri stöðu sem kallar á traust. Það lít- ur út fyrir, alveg eins og eftir kreppuna 1929 þegar haftalögin voru sett á, að við séum mögulega að sigla inn í brimgarð helvítis næstu árin. Íslenska þjóð: „Eruð þið búin að fá nóg?“ Hvað er til ráða? Bylting … já … bylting. Hún er ekki verri hug- mynd en sú sem ríkisstjórnin er komin með upp á borð. Bylting ríkisstjórnarinnar felst í því að setja haftalög á aftur og opna fyr- ir spillinguna á ný. Að hafa leyft bönkunum að fara sínu fram! Fólkið hrópar: „Verðtrygginguna af.“ Svarið var nei, það er vont fyrir lífeyrissjóðina. Og hvað með það! Heimilin skipta meiri máli en lífeyrissjóðirnir. Þetta er kjaftæði. Það eru neyðartímar og þó svo að lífeyrissjóðirnir myndu tapa millj- ónum þá er það réttlætanlegt í ljósi aðstæðna. Íslenska þjóðin verður að stöðva þessa geðveiki. Við verðum að krefjast þess að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp og að það verði farið í að undirbúa Evrópuaðild. Alþýða manna mun ekki líða þetta kjaftæði. Hvað er verið að verja? Ekki heimilin í landinu. Ef ein- hver í sakleysi sínu hélt að 20 milljóna króna myntkörfulán yrði þannig í náinni framtíð, þá hafði hann rétt til að halda það vegna þess að hann hélt að hann byggi í landi þar sem gjaldmiðillinn væri þokkalega edrú. En að á einu ári yrði lánið komið í 66 milljónir! Ekki einu sinni snillingunum í Hollywood hefði dottið þetta í hug. Hvernig á fólk sem hefur ekki vinnu að borga af lánum sín- um þegar þeir sem hafa vinnu geta það ekki? Að frysta af- borganirnar er ekk- ert annað en pynt- ing … hæg, hræðileg pynting. Ef ráðherrar í rík- isstjórn hafta og skömmtunar vilja með hjálp bankanna gefa eftir skuldir til fyrirtækja þá skal það líka gert við heimilin. Þegar gömlu haftalögin voru sett á átti það bara að vera alveg eins og núna … í smátíma. En þau þró- uðust í það skrímsli sem þau urðu og héldu alþýðu manna í hel- greipum fátæktar í 30 ár. Það byrjaði með sakleysislegum reglum um skilaskyldu alveg eins og núna. Hver er munurinn í dag og þá? Jú, í dag vitum við að þetta mun leiða okkur í átt til fátæktar. Ríkisstjórn Íslands hefur við- urkennt með þessum aðgerðum að krónan er dauð og ætlar að láta almenning í landinu borga brús- ann í þessu haftaferðalagi. Þjóðin hefur ennþá tíma til að stoppa þessa geðveiki með kröfu um kosningar eða fjöldamótmælum af þeirri stærðargráðu að á sér ekki hliðstæðu í sögu þjóðarinnar. Jafnvel ef menn kjósa ekki bylt- ingu, þá er það reynandi að mass- inn flykkist inn í flokkana og reyni að taka yfir þar, því engin fram- tíðarsýn er í peningamálum þjóð- arinnar. Engin önnur en höft á ný. Ægivald Seðlabankans og pólitísk mismunun Sagan sýnir okkur svart á hvítu að haftaárin byrjuðu með ná- kvæmlega sömu yfirlýsingu um skammtímaráðstafanir og eru nú spyrtar við þessa ákvörðun rík- isstjórnarinnar í dag. Baksviðið var það sama. Menn komu sér ekki saman um eitt eða neitt í peningamálum þjóðarinnar. Rök- stuðningurinn var sá sami þá og nú: Þegar fólk heldur á hnífi og gaffli en hefur ekkert til að skera þá slátrar það ráðherrum líkt og hræddum héra. Framsóknarflokk- urinn afhenti gæðingum sínum Búnaðarbankann. Sjálfstæð- isflokkurinn gaf sínum mönnum Landsbankann því þeir voru í tal- sambandi við þá eins og Styrmir Gunnarsson, liðsmaður í herdeild Davíðs Oddssonar. Í bókinni For- sætisráðherrar Íslands sést að einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans var svívirðileg á sínum tíma. Þá átti fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu að sjá um hlutina en hvað gerðist? Ráðherranefnd þar sem sátu Dav- íð Oddsson, þáverandi forsætis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, þá- verandi utanríkisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Val- gerður Sverrisdóttir tók yfir og rændi í raun völdum af þessari blessuðu nefnd um einkavæðingu. Við höfum ekki gleymt þessu. Þetta fólk, ráðherragengið, réð hvernig bönkunum var ráðstafað og ekkert þeirra skilur eða vill skilja orðið ábyrgð. Ekki er neitt þeim að kenna. Þeir sem vilja halda krónunni vita ekki að yf- irvöld nota hana sem stjórn- unartæki til að halda öllu í greip sér. Fólkið er komið í þrot. Þúsundir manna eru án atvinnu. Segið þeim hvað krónan er dásamleg. Krónan er meðal annars snaran sem herð- ir að þjóðarhálsinum. Ráðamenn Íslands, lausnir ykk- ar duga ekki lengur. Þið hafið gert ykkar besta en það dugar ekki til. Krafa fólksins hlýtur að vera sú að hafa gjaldmiðil sem virkar. Gjaldmiðil sem kemur ekki sem skrímsli um miðja nótt og rænir fólk svefninum. Gjaldmiðil sem hægt er að treysta en ekki gjaldmiðil sem tekur af fólki íbúð- ir, rænir fólk heilsunni. Krónan er dauð. Samt notið þið milljarða til þess að reyna að halda henni á lífi með því að setja á höft. Er ekki nóg að þið leyfðuð bönkunum að setja okkur á hausinn? Ætlið þið að horfa á það fólk ganga burt með milljarð í vas- anum? Þið neitið að víkja og setjið í þokkabót á okkur gjaldeyrishöft. Hótið mönnum fangelsi ef þeir hlýða ykkur ekki. Þið settuð á neyðarlög. Eitt skuluð þið vita: Fólkið getur líka sett neyðarlög ef svo ber undir! Sá sem sér íbúðina og ævistarf sitt hverfa og horfir á tóman diskinn, hann hefur rétt til að bregðast við með sínum neyð- arlögum. Ef það þýðir byltingu þá verður svo að vera. Að viðurkenna mistök sín og segja „já við berum ábyrgð“ væri merki um þroska og vilja til að læra af mistökum sín- um. Hvað höfum við heyrt og séð hjá þessum ráðherrum sem reyna að beina allri reiðinni að bönk- unum? Nei ekki benda á mig … allir í einum kór. „Ég segi að tími ykkar sé útrunninn.“ Eftir Bubba Morthens »Krónan er dauð.Samt notið þið millj- arða til þess að reyna að halda henni á lífi með því að setja á höft. Er ekki nóg að þið leyfðuð bönkunum að setja okk- ur á hausinn? Ætlið þið að horfa á það fólk ganga burt með milljarð í vasanum? Höfundur er tónlistarmaður. Neyðarlög fólksins Bubbi Morthens BLOG.IS 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.