Morgunblaðið - 05.12.2008, Síða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
NÚ ERU rúmar
tvær vikur frá því að
Guðni Ágústsson sagði
af sér þingmennsku og
lét af störfum sem for-
maður Framsókn-
arflokksins. Vandinn
blasir við framsókn-
armönnum!
Guðni tók við for-
mennsku að loknum
alþingiskosningum vorið 2007 þar
sem Framsóknarflokkurinn varð
fyrir mestu niðurlægingu í 90 ára
sögu sinni. Meint spilling-
arumræða, með réttu eða röngu,
eftir 12 ára ríkisstjórnarsamstarf
við Sjálfstæðisflokkinn, auk lang-
varandi innanflokksátaka, gekk svo
nærri flokknum að fylgi hans var
langt undir sársaukamörkum
flokksmanna, þegar drengskap-
armaðurinn frá Brúnastöðum tók
við kyndlinum. Ef það var eitthvað
eitt, sem Framsóknarflokkurinn
þurfti við þessar aðstæður, var það
einstaklingur sem bjó yfir pólitískri
reynslu, með óflekkað mannorð og
hlýju til að taka særðan flokk í
fangið. Þessa eiginleika hefur
Guðni í ríkum mæli. Hann nýtti þá
til að leiða saman sundraðan hóp,
tala kjark í mannskapinn um leið
og hann skemmti fólki og lét því
líða vel. Verkefnið var ekki einfalt
og var Guðni meðvitaður um að
fylgi flokksins myndi
halda áfram að dala
fyrst eftir kosningar,
einfaldlega vegna þess
að fáir taka sér stöðu
með taparanum. Síðan
myndi landið rísa og
flokkurinn aftur ná
vopnum sínum, ef
menn bæru gæfu til að
vinna saman. Það
grundvallaratriði virð-
ast flokksmenn hins-
vegar eiga erfitt með
að tileinka sér.
Evrópusambandið
Einhverra hluta vegna hefur
framsóknarmönnum tekist að gera
afstöðuna til Evrópusambandsins
harðari og erfiðari innan Fram-
sóknarflokksins en í öðrum flokk-
um. Hvort það var af óslökkvandi
hugsjónaeldi eða hvort það var
skipulagt til þess að koma formann-
inum í vandræði skal ósagt látið.
Allir sem þekkja til Framsókn-
arflokksins vita að þar eru skiptar
skoðanir um Evrópumál og því var
það vandasamt fyrir formanninn að
halda hópnum saman undir enda-
lausum þrýstingi um breytta af-
stöðu til Evrópusambandsins. Nú
er svo komið að meirihluti þing-
flokks Framsóknarflokksins virðist
vera þeirrar skoðunar að sækja eigi
um aðild að Evrópusambandinu.
Það er því eins gott að samnings-
markmiðin verði skýr og þeir
gleymi ekki þeim hópi samfélagsins
sem á afkomu sína undir landbún-
aði og sjávarútvegi. Sá hópur hefur
lengst af verið hryggjarstykkið í
baklandi Framsóknarflokksins.
Guðni Ágústsson hefur aldrei misst
sjónar á þeim hópi og því er skarð
fyrir skildi.
Stefnan
Þegar pólitískar áherslur Guðna
sem formanns eru skoðaðar, kemur
í ljós að í öllum meginmálaflokkum
hefur hann lagt gott eitt til. Betra
hefði verið að ríkisstjórnin hefði
hlustað og reynt að bregðast við yf-
irvofandi ógnun sem skall svo á
þjóðinni með skelfilegum afleið-
ingum. Framsóknarflokkurinn
gagnrýndi þenslufjárlög rík-
isstjórnarinnar við þessar að-
stæður. Sú gagnrýni hefur reynst
réttmæt. Framsóknarflokkurinn
lagði fram sérstakar efnahags-
tillögur auk tillögu um þjóðstjórn.
Þær tillögur hafa fengið hljóm-
grunn löngu eftir að Guðni lagði
þær fram. Formaður Framsókn-
arflokksins rak á eftir ríkisstjórn-
inni í vor um að taka erlent lán til
þess að styrkja gjaldeyrisvarafor-
ðann, en ríkisstjórnin sá enga
ástæðu til þess að bregðast við.
Þessu til viðbótar má nefna varð-
stöðu hans um Íbúðalánasjóð og
hvatningu til fólks um að velja ís-
lenskt og elska allt sem íslenskt er.
Á meðan miðstjórnarmenn Fram-
sóknarflokksins kvörtuðu yfir engri
stefnu, engu trausti, engri forystu
og engum kjósendum var Guðni
Ágústsson að leggja á ráð, sem
hefðu gengið upp ef hann hefði
fengið vinnufrið. Stefnan, traustið
og forystan var til staðar hjá frá-
farandi formanni, en kjósendur
koma ekki, frekar en fé af fjalli, ef
smalarnir fylkja sér ekki bak við
fjallkónginn.
Ráðagóður og hvetjandi
Sem formaður Framsókn-
arflokksins sýndi Guðni mér, sem
borgarfulltrúa, mikinn stuðning og
næmi í öllu stöðumati flokksins í
höfuðborginni. Stuðningur hans við
lausn stjórnarkreppunnar í Reykja-
vík var mjög mikilvægur. Hann
hvatti flokksmenn til að treysta
dómgreind minni við þessar að-
stæður og sú ákvörðun hefur
reynst rétt. Þess vegna kom það
mér á óvart að miðstjórnarmenn
Framsóknarflokksins hefðu uppi
gagnrýni um forystu hans. Fyrir
framsóknarmenn í Reykjavík gerði
hann það sem foringi þarf að gera.
Rétti út hönd og veitti skjól um leið
og blásið var til sóknar. Þeir sem
kalla eftir forystu mega ekki
gleyma að bera sig eftir henni.
Tekur ráðum Njáls
Þegar Gunnar á Hlíðarenda var
dæmdur í útlegð vegna langvinnra
vígaferla, ráðlagði vinur hans, Njáll
á Bergþórshvoli, honum að fara í
útlegðina og koma síðan heim aftur.
Þá yrði hann gamall maður á Ís-
landi. Ef hann hinsvegar færi ekki,
myndi ófriðurinn halda áfram og
hann yrði veginn af óvinum sínum,
langt fyrir aldur fram. Öll þekkjum
við ákvörðun Gunnars. Guðni hins-
vegar tekur ráðum Njáls, fer í póli-
tíska útlegð og hefur með því öll
spil á hendi sér hvernig endurkoma
hans verður. Vinir Guðna, stuðn-
ingsmenn og um 60% þjóðarinnar,
samkvæmt netkönnun Fréttablaðs-
ins, sjá á eftir honum af vettvangi
stjórnmálanna. Hans sérstaki stíll
hefur sáð fræjum sínum um allt
samfélagið, en sáðmaðurinn fékk
ekki tækifæri til þess að njóta upp-
skerunnar. Guðni Ágústsson er eini
formaður Framsóknarflokksins
sem fær ekki tækifæri til þess að
leggja störf sín í dóm kjósenda. Það
eru kaldar kveðjur frá flokki sem á
sér meira en 90 ára sögu, byggða á
félagslegum samvinnugildum sem
sjaldan eða aldrei hafa átt meira
erindi við þjóðina en einmitt núna.
Foringinn kvaddur
Óskar Bergsson
kveður Guðna
Ágústsson
»… því var það vanda-
samt fyrir formann-
inn að halda hópnum
saman undir endalaus-
um þrýstingi um
breytta afstöðu til Evr-
ópusambandsins.
Óskar Bergsson
Höfundur er borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins og formaður borg-
arráðs.
HINN 1. desember
1918 var örlagaríkur
dagur í sögu íslensku
þjóðarinar, þegar Ís-
land varð fullvalda
ríki, og ljóst að stofn-
að yrði lýðveldið Ís-
land í fyllingu tímans.
Þann sama sunnudag
komu tíu kennarar við
Háskóla Íslands sam-
an á fundi að boði prófessoranna
Ágústs H. Bjarnasonar og Sig-
urðar Nordals. Tilgangurinn var
að stofna félagsskap íslenskra vís-
indamanna með það markmið að
efla vísindastarfsemi í landinu og
styrkja stöðu vísinda. Félagið
nefndu þeir „Vísindafélag Íslend-
inga“, og er fullveldisdagurinn því
stofndagur félagsins. Í upphafi var
aðild að félaginu skilyrt og fjöldi
meðlima takmarkaður eins og tíðk-
ast í vísindaakademíum víða um
heim. Einnig er gerð sú krafa til
félaga að þeir hafi lagt marktækt
til vísindalegrar þekkingar. Það
felst því nokkur viðurkenning í því
að vera samþykktur sem félagi í
Vísindafélagi Íslendinga. Af þessu
mætti draga þá ályktun að Vís-
indafélag Íslendinga væri lokaður
félagsskapur í fílabeinsturni, en í
reynd er öll starfsemi félagsins op-
in öllum þeim er áhuga hafa á vís-
indum og stöðu þeirra í samfélagi
okkar. Vefsíða félagsins, www.vis-
indafelag.is, er aðgengileg öllum
og sýnir hvað er á döfinni í starf-
semi þess. Fastir liðir í starfinu
eru fundir síðasta miðvikudag í
hverjum mánuði á veturna, þar
sem flutt er erindi um vísindalegt
efni. Umræður um fyrirlesturinn
fylgja í kjölfarið. Að auki hefur fé-
lagið staðið fyrir málþingum um
vísindaleg efni, og í tilefni 90 ára
afmælisins verður málþing á af-
mælisfundi í Hátíðarsal Háskóla
Íslands. Vísindafélag Íslendinga
hefur einnig staðið fyrir marg-
víslegri útgáfu, og fundum í Ráð-
húsi Reykjavíkur, í samvinnu við
Reykjavíkurborg, um vísindaleg
efni sem ofarlega eru á baugi og
snerta hag almennings.
Staða vísindarannsókna í ís-
lensku samfélagi hef-
ur mikið breyst síðan
Vísindafélag Íslend-
inga var stofnað. Bæði
hefur orðið mikil
aukning í útgjöldum
til rannsókna og fjölg-
un vísindamanna er
starfa á Íslandi. Nú
eru fleiri rann-
sóknastofnanir og há-
skólar á Íslandi og
umsvif þeirra hafa
aukist. Einnig er auk-
in þátttaka íslenskra
vísindamanna í samstarfi við koll-
ega um allan heim. Ljóst er að ís-
lenskt vísindasamfélag hefur eflst
mjög af alþjóðlegu samstarfi, og
það er hæpið að tala um „íslensk
vísindi“ þar sem íslenska vísinda-
samfélagið er eins og vera ber
hluti af því alþjóðlega. Þekking-
arleit og þá vísindi eru órjúf-
anlegur hluti af mannlegri tilveru.
Það er því góð fjárfesting að
leggja fé, tíma og krafta í að læra
vísindi og stunda vísindarann-
sóknir. Sérhver þjóð sem bregst í
þeim efnum er að svíkja sjálfa sig.
Vísindi eru ekki föndur karla og
kvenna með fínar prófgráður,
heldur aðferð til að afla áreið-
anlegrar þekkingar og ekkert skil-
ar vænlegri leið til þess en hin vís-
indalega aðferð. Stundum er reynt
að draga þetta í efa og kasta rýrð
á vísindin og vara við einhverju
sem kallað er „vísindatrú“. En
hvað kemur í staðinn fyrir vís-
indalega þekkingu og þekking-
arleit? Eru hæpnar hugmyndir eða
brjóstvitið eitt bestu tækin til að
takast á við úrlausnarefni sem við
þarf að fást? Svari hver fyrir sig af
bestu samvisku.
Það hefur fylgt umræðu af þessu
tagi að hagsmunaaðilar af ýmsum
toga hafa séð ástæðu til að draga
heilindi sumra íslenskra vísinda-
manna í efa, oftast án nokkurs efn-
islegs rökstuðnings. Tilefnið er þá
að niðurstöður rannsókna viðkom-
andi vísindamanna er þessum að-
ilum ekki að skapi. Eitt það versta
sem komið getur fyrir vísinda-
mann er að missa faglegt traust
innan vísindasamfélagsins. Því
miður kemur það fyrir að einstaka
vísindamenn hafa sjálfir, með því
að hagræða niðurstöðum, með rit-
stuldi eða á annan hátt brjóta regl-
ur um vinnubrögð, eyðilagt eigin
orðstír og traust. Orsökin er oftast
blindur metnaður er leiðir menn í
ógöngur. Afleiðingarnar þegar upp
kemst eru endalok ferils þess aðila
í vísindum. En nefna má dæmi þar
sem óprúttnir aðilar hafa gert allt
til að eyðileggja traust og starfs-
feril vísindamanna er voru þeim
ekki að skapi. Dæmi um það eru
tóbaksframleiðendur, og hegðun
þeirra gagnvart þeim er sýndu að
reykingar væru skaðlegar. Vís-
indamenn Hafrannsóknastofnunar
eru líklega sá hópur íslenskra vís-
indamanna sem hafa hvað mest
orðið fyrir ómaklegum árásum, og
það ágæta fólk oft sakað um fagleg
afglöp. Stöku manneskjur í öðrum
greinum hafa einnig verið sakaðar
um óheilindi þegar niðurstöður
þeirra og álit eru mönnum ekki að
skapi. Það er dapurlegt að slíkt tal
skuli enn talið ásættanlegt í op-
inberri umræðu á Íslandi.
Af þessu er ljóst að það er
brýnna en fyrr að í landinu sé
starfandi akademía íslenskra vís-
indamanna er stuðlar að samstöðu
vísindasamfélagsins og bættri
stöðu vísinda í landinu. Þetta á
ekki síst við nú þegar íslenska
þjóðin mætir miklum erfiðleikum
og þarf á vísindalegri þekkingu að
halda til að mæta þeim. Vísinda-
félag Íslendinga mun enn sem fyrr
reyna að vinna að eflingu vísinda í
íslenskri menningu, og það er
stefna núverandi stjórnar félagins
að láta frekar að sér kveða í þeim
efnum. Þau tímamót sem nú eru í
sögu félagins eru hvatning til frek-
ari dáða á næstu árum.
Þór Eysteinsson
segir frá starfi Vís-
indafélags Íslands
Þór Eysteinsson
» Vísindi eru ekki
föndur karla og
kvenna með fínar próf-
gráður, heldur aðferð til
að afla áreiðanlegrar
þekkingar og ekkert
skilar vænlegri leið til
þess en hin vísindalega
aðferð.
Höfundur er forseti Vísindafélags Ís-
lendinga og dósent í lífeðlisfræði við HÍ.
Vísindafélag Íslendinga 90 ára
GATNAMÓT Bú-
staðavegar og Reykja-
nesbrautar hafa verið
til skoðunar um nokk-
urn tíma. Umhverfis-
og samgönguráð sam-
þykkti einróma tillögu
um málið í liðinni viku.
Borgarráð samþykkti
svo á fundi sínum 27.
nóvember tillögu um að loka vinstri
beygju af Bústaðavegi inn á Reykja-
nesbraut í Elliðaárdal til reynslu í
sex mánuði á árinu 2009. Tillagan
hefur verið nokkuð til umfjöllunar í
fjölmiðlum.
Hér er um mikilvæga tilraun að
ræða sem vandað verður til. Umferð
á Réttarholtsvegi, Sogavegi og Bú-
staðavegi verður t.a.m. könnuð fyrir
og eftir breytingu til að meta áhrifin
sem breytingin veldur í aðliggjandi
íbúðarhverfum. Framkvæmdin
verður einnig kynnt í viðkomandi
hverfaráðum fyrir og eftir reynslu-
tímann. En þar sem gætt hefur
ákveðins misskilnings í málinu lang-
ar mig til að leggja nokkur orð í belg.
Meginmarkmið þess að loka
vinstri beygju af Bústaðavegi er að
greiða fyrir umferð á stofnbrautum
en minnka óþarfa gegnumstreymi í
íbúðarhverfi. Á reynslutíma þess-
arar tilraunar verða þær breytingar
sem framkvæmdin veldur kannaðar,
til dæmis hve mikið lokunin greiðir
fyrir umferð á þessum gatnamótum
og hver áhrif hennar á biðraðir sem
myndast á annatímum verða.
Ég legg áherslu á að tilraunin
verði vel undirbúin og
hvort þörf sé á mótvæg-
isaðgerðum á Rétt-
arholti á meðan hún
stendur yfir. Málið
verður allt kynnt vel
fyrir íbúum hverfisins
og öryggi skólabarna í
hverfinu tryggt með
viðeigandi aðgerðum.
Allar aðgerðir verða
kynntar og samráð haft
við skóla og foreldra.
Eftir mælinguna getum
við metið aukna umferð
á Réttarholtsvegi og því er mik-
ilvægt að mæla á skólatíma og sum-
artíma með og án beygjulokunar.
Eftir það verður tekin upplýst
ákvörðun um endanlega niðurstöðu.
Öllum breytingum fylgja kostir og
gallar. Kosturinn við þessa lokun er
að streymi umferðar á Reykjanes-
braut í suður batnar verulega. Einn-
ig mun gegnumstreymi um Bústaða-
veg minnka því bílstjórar munu velja
aðra leið til að fara inn á Reykjanes-
braut og þaðan í norður. Gallinn eða
óttinn er sá að umferð muni aukast
um Réttarholtsveg og munum við
fylgjast sérstaklega vel með því
m.t.t. öryggis.
Samráð verður haft við Vegagerð-
ina um þessa framkvæmd en stefnt
er að því að vinstri beygjunni verði
ekki lokað fyrr en birta tekur af degi
á nýju ári. Ég vona að sátt geti
myndast um þessa tilraun. Ég get
fullvissað íbúa í hverfinu um við-
unandi mótvægisaðgerðir meðan á
þessari tilraun stendur og eftir það
endurmat á lokuninni.
Minni umferð
á Bústaðavegi
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir skrif-
ar um gatnamót
Bústaðavegar og
Reykjanesbrautar
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
»Meginmarkmið þess
að loka vinstri
beygju af Bústaðavegi er
að greiða fyrir umferð á
stofnbrautum og minnka
óþarfa gegnumstreymi í
íbúðarhverfi
Höfundur er borgarfulltrúi og for-
maður umhverfis- og samgönguráðs.