Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í
efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og
margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur
áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Á TÍMUM tómlætis ráðamanna sem
eiga engin svör við beinskeytum
spurningum almennings,væri ef til vill
ráð fyrir þá að taka verulega til í eigin
ranni og segja bara sannleikann því
hann er alltaf bestur til árangurs, en
það er eins og það sé vettlingur yfir
heilanum á þorra þingmanna og þeirra
sem hafa með alla ráðstjórn að gera
um þessar mundir. Áleitnum spurn-
ingum eins og hvað gerðist og hvað er að gerast, hvað
mun gerast er nánast svarað eins og almenningi komi
þær ekki við. Mig langar t.d. til þess að fara í skaðabóta-
mál við Lansbankann en því miður er búið að setja nánast
hryðjuverkalög á okkur sem áttum í sparipeningasjóði
þess banka.
Það er siðferðisleg skylda og krafa vor að stuldurinn
verði ekki lögverndaður, annars verður allt vitlaust, ekki
er viturlegt að hengja smáþjófa og taka ofan fyrir þeim
stóru. Eitt er þó alveg á hreinu. Þjóðin vill að þeir mein-
gölluðu ólánspésar sem teymt hafa allan skarann nánast
að heljarbrún verði tukthúsaðir sem fyrst og látnir svara
til saka strax. Þeir verði hundeltir á hjara veraldar ef
þurfa þykir. Ekki láta tímann gefa þessu sjálftökufólki
forskot sér til framdráttar og undanskota lengur en orðið
er. Rýmum því tukthúsið á Skólavörðustígnum nú þegar
og gefum þeim syndaaflausn sem þar sitja nú inni fyrir að
hafa stolið sér til matar eða drukkið ótæpilega á almanna-
færi. Þeir þarna á Spáni kunna held ég ágæt skil á rann-
sóknarréttinum og væru alveg ábyggilega tilbúnir að
veita okkur aðstoð hvernig honum má beita.
Í landi lýðræðis má aldrei beita minnihlutakúgun og of-
ríki. Það vekur andúð og fyrirlitningu á þeim sem henni
beita en því miður er það svo að henni er og hefur verið
beitt ótæpilega hér á landi um árabil. Það er eins og spillt-
ir ráða- og embættismenn séu fastir í einhvers konar
hlekkjum hugarfarsins. Svona á þetta að vera því þetta
hefur alltaf verið svona. Einn ágætur hugvitsmaður sagði
einhvern tímann að hugmyndaauðgi væri mikilvægari en
þekking. Væri það ekki bara vel til fundið, ágæti Geir,
Valgerður, Ingibjörg eða Sigfússon að nota hug-
myndaauðgina í ríkara mæli, t.d. láta nú mann ársins
gossa fyrir fullt og allt. Hann er búinn að skapa svo ófyr-
irgefanleg vinnubrögð í sínum starfa að út yfir allan
þjófabálk tekur. Þið þarna kokhraustu kempur í brúnni
náið aldrei sátt við almenning fyrr en þið hafið tekið ær-
lega til í marmarabankanum. Menn verða að víkja ef
sættir eiga að takast. Einnig er mikilvægt að skapa nýtt
andrúmsloft á Alþingi, vandaðri áherslur í samskiptum
sín í milli án þess að vera eilíflega með hnútuköst og nei-
kvætt orðfæri sem við almenningur höfum fengið meir en
nóg af. Góð skapgerð, kurteisi og skilningur eru oft fé-
lagar. Umfram allt virðið skoðanir fólks, hlustið á mót-
mæli, en umfram allt farið eftir eigin sannfæringu, og ef
hún er ekki til staðar þá bara takið ykkur frí frá störfum.
Ekki tel ég viturlegt nú um stundir að boða til kosninga,
en ef þessir ráðamenn sem hnípnir horfa nú í gaupnir sér
ætlast til þess að fá atkvæði frá þeim þúsundum sem eiga
nú um sárt að binda, verða þeir að leysa úr læðingi krafta-
verk. Allir stjórnmálaflokkar deyja að lokum á því að éta
eigin lygar ofan í sig. Þannig er nú það.
Rannsóknarréttinn strax
Hilmar Hlíðberg Gunnarsson fv.
verslunarmaður og mótmælandi.
„Kóngar að síðustu komast í mát
og keisarar náblæjum tjalda.“
(Þorst. Erlingss.)
Það hlýtur að
vera áleitin hugs-
un hjá mörgum
nú um þessa
mundir, þegar
lýðræðið í þjóð-
félagi okkar hefur
hlotið svo hroða-
legt skipbrot sem
raun er á, hvernig
skuli bagla saman þennan brotna
keip og gera sjófæran aftur. Að
flestra dómi er hann reyndar gjöró-
nýtt brak sem fer beint á áramóta-
bálköstinn, skipstjóri og áhöfn uppvís
að valdahroka og afglöpum í starfi,
sem gerir hana óstarfhæfa þar til
rannsókn hefur farið fram.
Mesta áhyggjuefnið hlýtur þó að
vera að það er eins og mannlegt of-
læti, völd og peningagræðgi, yfirtaki
og afskræmi allar góðar stefnur og
strauma. Kristindómurinn og önnur
trúarbrögð misnotuð til auðsöfnunar
og yfirgangs fámennrar valdastéttar
ríkja, fasismi, nasismi og allir þessir
ismar sömuleiðis og lýðræðið þar
ekki undanskilið.
Frjálshyggjan hefur séð fyrir því.
Hvað er þá til ráða? hljótum við að
spyrja. Þarf maðurinn svo þröngar
lagaskorður til að lifa í sátt og sam-
lyndi í þessum heimi að allt sé heft í
fjötra.Samt hefur hann þetta æðsta
og mesta boðorð allra boðorða að fara
eftir: „Allt sem þér viljið að aðrir
menn gjöri yður það skuluð þér og
þeim gjöra.“
Og manninum var gefin sú náð-
argáfa að greina gott frá illu, hugsa
og nota sköpunarhæfileika sína til
velferðar sjálfum sér og öðrum. – En
það er einmitt meinlokan í þessu öllu
saman. – Maðurinn gleymir svo
gjarnan að taka tillit til annarra. Eins
og núna þegar ríkisstjórn þessa lands
finnur ekki köllun sína til að taka tillit
til fólksins í landinu en ber sér á
brjóst í algjöru ráðleysi og lokar sig
af í glerhúsi sjálfsblekkingar valda-
hrokans.
Af hverju í ósköpunum kallar hún
ekki til eitthvað af þessu velmenntaða
fagfólki sem úir og grúir af í þjóð-
félaginu og hrópar nú á götum úti á
þátttökuheimild og upplýsingar um
stöðuna? Fólkið, sem lifir og hrærist í
þessu þjóðfélagi og heldur því gang-
andi. Fólkið, sem er orðið yfir sig
uppgefið á að vera bara þögul burð-
ardýr og taglhnýtingar uppþornaðra
flokka, sem halda enn að þeir geti
skákað í skjóli flokksaga og drottn-
unarvalds, hvaða ófæru sem hús-
bóndavaldinu þóknast að leiða það út
í.
Það eru því miður fáir jafn einarðir
og sjálfstæðir í hugsun eins og Krist-
inn H. Gunnarsson, að fylgja sann-
færingu sinni og eiðsvarinni þing-
skyldu, og greiða sitt atkvæði eftir
því en ekki skipun misviturra flokks-
formanna. Honum sé heiður og þökk
fyrir gott fordæmi, sem mætti verða
öðrum þingmönnum alvarlegt um-
hugsunarefni. Og landsmönnum öll-
um tilefni til að endurskoða flokks-
aga, flokkakerfið og framkvæmd
lýðræðisins.Vonandi berum við gæfu
til að byggja aftur upp á grunni lýð-
ræðisins, betra og heilbrigðara þjóð-
félag en rústir þessa einveldis auðs-
hyggjunnar bera vott um.
Fólkið í landinu er vel menntað,
tápmikið og hæfileikaríkt, landið gjöf-
ult og gott með ótæmandi möguleika
til alls konar rannsókna og framþró-
unar. Okkur er: „… upp í lófa lögð /
landið, þjóðin, sagan“… til þess að
allir geti búið við góð kjör og farsælt
samfélag, 100 ára gamli ungmenna-
félagsandinn væri hollt veganesti til
að rifja nú upp og sækja góð ráð til.
Það sýnir saga nýliðinnar aldar.
Varla vilja ungmenni þessarar nýju
aldar, með alla sína menntun og
starfsþrek, verða eftirbátar afa og
ömmu, sem réðust á erfiðleikana með
tvær hendur tómar og léttan mal. En
kjörorðið: „Íslandi allt“ gaf þeim þrek
og þor. Tökum þeirra fallna merki
upp nú og berum fram til sigurs!
Lýðræði – eða smákóngavald?
Guðríður B. Helgadóttir
húsmóðir og skógarbóndi
ÞAÐ er óhætt
að segja að krón-
an hafi siglt í
strand. Tilraunin
til að halda úti
sjálfstæðum
gjaldmiðli mis-
tókt algerlega.
Um þetta þarf
ekki að deila. En
hvað skal gera? Svo virðist sem
stefnan sé að setja krónuna aftur á
flot. Höldum okkur við sjómanna-
málið. Krónan var eins og trilla á út-
hafinu sem reyndi að fiska meðal
risavaxinna verksmiðjutogara. Trill-
an strandaði á skeri og laskaðist.
Hún tapaði trúverðugleika. Nú er
hún komin í slipp. Við ætlum að fylla
í götin og senda hana aftur til veiða
… „með skaddað stýri og laskaða
vél“. Að setja krónuna aftur á flot er
glapræði. Trillan hefur ekkert á út-
hafið að gera. Það er fullreynt. Að-
eins ein raunhæf lausn er í boði:
Fara í aðildarviðræður við ESB og
tengja krónuna við EUR um leið
með stuðningi Evrópska seðlabank-
ans. Þetta er leið sem allmargir hafa
bent á og er að mínu viti eina raun-
hæfa leiðin út úr efnahagsvand-
anum. Eina langtímalausnin. Það er
mjög mikilvægt að átta sig á því að
krónan er ekki lengur með í leikn-
um. Krónan er í raun ekki lengur til
sem gjaldmiðill. Íslendingar sitja
uppi með platpeninga, nokkurs kon-
ar Matadorpeninga. Ljósi punkt-
urinn við þær hrikalegu efnahags-
þrengingar sem við nú göngum í
gegnum er að við höfum fengið svar
við mikilvægri spurningu er lýtur að
gjaldeyrismálum. Við getum ekki
haldið uppi sjálfstæðum gjaldmiðli.
Tökum á vandamálinu og þá mun
Ísland og Íslendingar eiga glæsta
framtíð!
Aðeins ein raunhæf lausn
Magnús Pálmi Örnólfsson, hag-
fræðingur og MBA. Starfaði á
gjaldeyrismarkaði í tæp 10 ár.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Kerti úr sama pakka
geta brunnið
mismunandi hratt
og á ólíkan hátt.
Munið að
slökkva á
kertunum