Morgunblaðið - 05.12.2008, Qupperneq 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
✝ Helga Eiríksdóttirfæddist í Reykja-
vík 17. september
1926. Hún lést á dval-
ar- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 29. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Eiríkur Ketill
Jónsson og Jenný
Friðriksdóttir Weld-
ing. Systkini Helgu
voru Ingibjörg, Hall-
dór, Eiríkur Halldór,
Magðalena, Jenný
María og Valgerður
sem eru látin, eftirlifandi bróðir er
Jón og hálfsystir
Svala.
Helga giftist 24.
september 1949
Magnúsi Ágústssyni
bifvélavirkja. Magnús
lést 30. september
2000. Helga og Magn-
ús eignuðust þrjú
börn, þau eru Ágúst,
Lilja og Jenný. Barna-
börnin eru átta og
langömmubörnin sjö.
Útför Helgu fer
fram frá Fella- og
Hólakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Við bræður viljum minnast Helgu
frænku, eða Helgu ömmu eins og við
kölluðum hana þegar við vorum litlir,
í örfáum orðum. Helga var góðhjört-
uð og velviljuð kona sem reyndist
okkur bræðrum og móður okkar (litlu
systur sinni) mjög vel. Það var alltaf
gaman að koma í heimsókn til Helgu
og Magga í Álftamýrina og síðar til
Helgu í Dvergabakka. Helga hafði
mjög gaman af íþróttum, sérstaklega
af fótbolta og handbolta, enda mikill
Fram-ari og ávallt stolt af merki
Fram sem faðir hennar teiknaði. Við
sendum aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Hallsteinn og Valur Örn.
Það fyllir mann sárum söknuði og
hryggð að vita til þess að geta ekki
heimsótt Helgu ömmu á ferðum okk-
ar til Reykjavíkur. Alveg frá því að ég
man eftir mér var alltaf jafn gott að
koma heim til ömmu og afa, fyrst í
Álftamýrinna og svo Dvergabakkann.
Það kemur ekkert í staðinn fyrir vin-
semdina og hlýjuna sem ríkti á heim-
ilinu. Amma var góð og hlý mann-
eskja. hún var þeim kosti gædd að
geta látið öllum líða vel í kringum sig
og var alltaf tilbúin að hlusta. Að
koma til hennar var eins og að sleppa
frá gráa hversdagsleikanum smá-
stund. Hún sat yfirleitt og dúllaði sér
við eitthvað, prjónaði litla sokka,
perlufestar eða jafnvel myndaalbúm
sem hún ætlaði að gefa.
Hún var alltaf jafnglöð að sjá okkur
og stökk af stað að ná í eitthvað gott í
gogginn, þótt hún ætti frekar erfitt
með gang. Þegar ég var lítil stelpa í
heimsókn hjá ömmu og afa áttu þau
litla spiladós sem amma trekkti iðu-
lega upp og leyfði mér að hlusta á lag-
ið. Þetta var lítil spiladós sem var í
laginu eins og stelpa og strákur með
lítinn hund sem sátu undir regnhlíf.
Spiladósin söng lagið „Raindrops are
falling on my head“ en þetta lag
minnir mig alltaf á ömmu. Amma var
mjög flink í höndunum og það er
gaman að horfa á alla fallegu hlutina
sem hún hefur gefið mér í gegnum
tíðina. Vænst þykir mér þó um lítinn
hvítan gullskó sem nafnið mitt er letr-
að á með gullstöfum. Öll systkini mín
eiga svona skó og strákarnir mínir
líka. Þennan skó mun ég varðveita
alla mína ævi sem og minninguna um
ömmu í hjarta mér.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku amma og langamma, þín
verður sárt saknað. Guð geymi þig.
Lilja Björg og fjölskylda.
Helga Eiríksdóttir
✝ Jón Jónsson fráSetbergi fæddist á
Bjarmalandi í Hörðu-
dal 18. mars 1928.
Hann lést á líknardeild
St. Franciskusspít-
alans í Stykkishólmi
26. nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Bergmann
Jónsson, f. í Hlíð í
Sauðafellssókn í Döl-
um 2.2. 1893, d. 5.4.
1981, og Kristín Sig-
ríður Guðmundsdóttir,
f. á Dunk í Hörðudals-
hreppi 16.4. 1887, d. 20.8. 1951.
Systkini Jóns eru: Sigurfljóð, f. 17.6.
1918, búsett í Rekjavík, Margrét
Kristín, f. 2.9. 1919, búsett í Reykja-
vík, Þorleifur, f. 25.11. 1921, búsettur
í Reykjavík, Jakob, f. 25.9. 1923, d.
15.12. 1998, Guðmundur, f. 2.9. 1925,
búsettur í Reykjavík,
og Ingunn, f. 6.8. 1931,
búsett á Ísafirði.
Jón kvæntist 1953
Ólafíu Þorsteins-
dóttur, f. 30.4. 1932.
Þau skildu. Foreldrar
hennar voru Þor-
steinn Gunnlaugsson,
f. 11.3. 1885, d. 14.10.
1958, og Þórdís Ólafs-
dóttir, f. 27.8. 1893, d.
27.1. 1970. Börn Jóns
og Ólafíu eru: 1) Krist-
vin Ómar, f. 12.4.
1951, Jón Bergmann,
f. 26.11. 1952, Ólafur Ingimar, f. 9.8.
1957, Kristín Þorgerður, f. 2.9. 1959,
d. 4.7. 1986, Þorsteinn, f. 9.2. 1966,
og Sigurður Þór, f. 3.9. 1969.
Útför Jóns fer fram frá Breiðaból-
staðarkirkju á Skógarströnd í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Nú er hann afi minn farinn í ferða-
lagið langa.
Hann Jón afi minn var merkilegur
og góður karl, svolítið sérvitur, en
skemmtilegur. Þegar faðir minn
hringdi og tilkynnti mér andlát hans
þá hrönnuðust minningarnar upp í
huganum og voru þær margar og
skemmtilegar. Ég var í sveit hjá afa og
ömmu í mörg sumur og var margt
brallað þar og sagðar ófáar sögurnar.
Einu sinni sem oftar var farið í það að
reka fé úr túnum og var þá sest upp í
hvíta Land Rover jeppann hans afa og
keyrt um. Þetta voru svolítið magn-
aðar ökuferðir, afi þeysti út um allt tún
á eftir fénu og opnaði svo oft dyrnar og
gólaði á kindurnar. Oft hugsaði maður
um það hvernig þetta myndi enda.
En svona var hann bara. Hann unni
sveitinni sinni meira en öllu öðru og
hafði gaman af því þegar maður kom
til hans í heimsókn og var þá gjarnan
spjallað um búskapinn og þjóðmálin.
Þá var drukkið rótsterkt kaffi sem
hellt var upp á á gamla mátann og
borðað eitthvað gott með. Ekki má
gleyma lambalærinu sem hann útbjó
á sérstakan máta, það var með rófum
skornum niður í teninga í ofnskúff-
unni og er þetta kallað rófulærið hans
Jóns afa á mínu heimili.
Afa þótti líka ekki leiðinlegt að
skeggræða pólitík við mann og þá helst
svo að maður æsti sig. Ég man að eitt
sinn er hann var að koma suður til mín
þegar ég bjó í Hafnarfirði þá sótti ég
hann á móti föður mínum upp á Kjala-
nes og á leiðinni þá ræddum við pólitík
og var blóðið í mér farið að hitna svolít-
ið þegar afi segir allt í einu, ég er nú
bara að stríða, Dísa mín. Hann hafði
líka mjög gaman af langafabörnunum
sínum og þótti alltaf vænt um þegar
við komum við hjá honum í sveitinni þó
það væri of sjaldan í seinni tíð. Þóttist
ég sjá það á honum í sumar þegar við
komum við hjá honum á sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi að honum þætti gaman
að sjá strákana mína.
Minninganna leiftur lýsa
ljúfar stundir, fagra rós.
Upp í huga hæst þá rísa
hamingjunnar skærust ljós.
Lífið er í æðsta veldi
einlæg stund er tekur völd.
Er syngjum við í sólareldi
saman þökk um ævikvöld.
(Ellert Borgar Þorvaldsson.)
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Þórdís og fjölskylda.
Elsku afi Jón, nú ertu farinn frá
okkur eftir löng og erfið veikindi.
Ég var nú ekki há í loftinu þegar
ég fór að vera hjá ömmu og afa á Set-
bergi. Þar var alltaf mikið um gesta-
gang og oftar en ekki voru barna-
börnin hjá ykkur í lengri eða
skemmri tíma. Það var margt brallað
í sveitinni, við Halldór og Þórdís út-
bjuggum okkur t.d. „hesta“ úr göml-
um plaströrum og notuðum bagga-
bönd fyrir beisli svo við hefðum nú
einhverja stjórn á fákunum, svo
þeystumst við niður afleggjarann
ýmist með tvo eða þrjá til reiðar og
yfirleitt á harðastökki. Ekki leið á
löngu þar til við vorum farin að
leggja á alvöru gæðinga, þau Hanni-
bal, Freyju og Blesu, en ég fékk að
vera á Blesu því hún var svo þæg og
knapinn lítill og léttur.
Það er mér mjög minnisstætt þegar
afi kom að sækja mig á flugvöllinn í
Stykkishólmi á gráa „Hilux“-jeppanum
sínum, þetta var árið 1985 og verkfall í
skólanum mínum í Reykjavík. Ég fékk
að sitja við hliðina á flugmanninum
með stýrið fyrir framan mig og afi
sagði við mig að ég hlyti bara að hafa
verið aðstoðarflugmaður, eftir þau orð
afa míns fannst mér ég stækka um
helming. Það var svo árið eftir sem
mamma dó en þá breyttist lífið mikið,
ég fluttist þá alveg í sveitina til pabba
og fór í heimavistarskólann að Laugum
í Sælingsdal. Þú, afi minn, varst nú
ekkert hrifinn af því að ég færi í þenn-
an skóla en sást það svo þegar fram
liðu stundir að mér leið vel þar og eign-
aðist mína bestu vini þar fyrir lífstíð.
Þú fylgdist alltaf vel með mér og
hringdir oft í mig, bæði heim að Háa-
felli og í skólann. Þegar einhver skóla-
félaginn kom hlaupandi og sagði að það
væri karlmaður í símanum að spyrja
eftir Málfríði þá vissi ég að það varst
þú, afi, því að enginn annar kallaði mig
því nafni. Við spjölluðum um margt, þú
sagðir mér frá vélsleðum og bílum sem
þú varst að spá í, þú sagðir mér frá því
þegar þú vannst í Reykjavík sem ung-
ur maður og þú sagðir mér frá hest-
unum þínum sem voru þér svo kærir.
Þú komst stundum í heimsókn til
okkar að Háafelli á „Scout“-jeppanum
þínum og þá höfðum við eitthvað gott í
matinn handa þér, þú kunnir sko vel að
meta það. Ég átti hryssu hjá þér sem
mamma hafði átt sem hét Meyja en þú
hafðir það á orði við mig einn vordag ár-
ið 1993 að ég þyrfti að yngja upp og fá
hross sem mundi nýtast mér því hryss-
an var orðin gömul. Það var svo um
sumarið sem Kobbi og Leifi, bræður
þínir í Litla-Langadal, hringdu í pabba
og báðu hann að hjálpa til við að skipta
um þak á gamla húsinu þar, á æskuslóð-
um þínum. Ég fór með og eyddi þeim
degi með þér á Setbergi. Við löbbuðum
um stóðið og þar voru tveir veturgamlir
folar, báðir rauðtvístjörnóttir. Þú sagðir
að ég mætti velja annan hvorn hestinn í
staðinn fyrir Meyju gömlu sem ég
gerði. Hesturinn var svo kominn að
Háafelli eftir nokkra mánuði og gaf ég
honum nafnið Hektor. Þetta varð svo
ljómandi góður reiðhestur og það gladdi
þig mikið.
Elsku afi minn, nú veit ég að þér
líður vel og ert kominn á betri stað að
hitta hana mömmu, dóttur þína.
Hvíldu í friði.
Þín dótturdóttir,
Málfríður Mjöll.
Jón Jónsson
Fleiri minningargreinar um Helgu
Eiríksdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
pípulagningamaður,
Sléttuvegi 19,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 2. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Vigdís Pétursdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Sveinbjörn F. Strandberg,
Pétur Ingi Sveinbjörnsson,
Jóhann Örn Sveinbjörnsson, Dana Rún Heimisdóttir,
Björn Þór Sveinbjörnsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TÓMAS ÞORVALDSSON,
Gnúpi,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn
2. desember.
Jarðsungið verður frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn
9. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn í
Grindavík.
Eiríkur Tómasson, Katrín Sigurðardóttir,
Gunnar Tómasson, Rut Óskarsdóttir,
Stefán Þorvaldur Tómasson, Erla Jóhannsdóttir,
Gerður Sigríður Tómasdóttir, Jón Emil Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
NJÁLL GUÐMUNDSSON,
Blöndubakka 15,
lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn
22. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjartans þakkir fyrir veittan stuðning og vináttu, einnig bestu þakkir til
þeirra sem önnuðust útför hans, fyrir yndislega fallega kveðjustund.
Sigríður Júlíusdóttir,
Þórður Njálsson og fjölskylda,
Júlíus Njálsson,
Hafliði Ólafsson og fjölskylda.
✝
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
HANS PETER LARSEN,
Baldursgötu 16,
Reykjavík,
andaðist á Vífilsstöðum mánudaginn 1. desember.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
8. desember kl. 13.00.
Hjörtur Dagfinnur Hansson,
Helgi Hilmar Hansson,
Ástvin Hreiðar Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÚN GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Bala Stafnesi,
Stapavöllum 19,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn
30. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði laugardaginn
6. desember kl. 14.00.
Guðmundur H. Ákason,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Jón Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Kristþór Gunnarsson, Ásrún Rúdólfsdóttir,
Guðmundur G. Gunnarsson, Þórhalla M. Sigurðardóttir,
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, Reinhard Svavarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.