Morgunblaðið - 05.12.2008, Page 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
Elsku hjartans Þórir minn, mikið
ofboðslega er þetta sárt, að horfa á
eftir svona ungum og efnilegum
dreng eins og þér. Þú varst alltaf
svo hress og kátur, með þinn sér-
staka, skemmtilega húmor. Það
kom öllum gjörsamlega á óvart að
eitthvað hefði verið að hjá þér, al-
veg sama hvern maður spyr, enginn
Þórir Árni Jónsson
✝ Þórir Árni Jóns-son fæddist í
Reykjavík 8. júlí 1991.
Hann lést 24. nóv-
ember sl. Þórir var
sonur hjónanna Kol-
brúnar Þórisdóttur, f.
3.7. 1958, og Jóns B.
Guðlaugssonar, f.
31.12. 1959. Systkini
Þóris eru þau Axel
Helgi, f. 1.10. 1992, og
Herdís Brá, f. 2.2.
1996. Þórir var nem-
andi í Mennta-
skólanum í Kópavogi
en stundaði jafnframt tónlistarnám
við Tónlistarskóla Kópavogs.
Jarðarför Þóris Árna verður
gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi
í dag kl. 15.
hafði merkt neitt,
ekki einu sinni núna
þegar fólk horfir til
baka þá sáust aldrei
nein merki um það.
Ég vildi óska að þú
hefðir beðið um að-
stoð, því hana hefði
auðveldlega verið
hægt að fá, því þú átt-
ir marga, marga góða
að, bæði fjölskyldu og
vini.
Ég man gleðina hjá
okkur í fjölskyldunni
jólin 1990 þegar vitn-
eskjan um væntanlega fæðingu þína
kom í ljós, því flestir voru orðnir úr-
kula vonar um að foreldrar þínir
myndu láta verða af því að eignast
börn. En þegar amma þín og afi
fengu jólapakkann frá foreldrum
þínum var jólakort utan á honum og
inn í kortið var búið að festa litla
barnasokka og fyrir ofan þá var
skrifað júlí, þvílík gleði. Svo fæddist
þú, 8. júlí 1991, í rafmagnsleysi, raf-
stöðin á fæðingarheimilinu var biluð
svo Raddý, sem var viðstödd, þurfti
að lýsa upp með vasaljósi svo ljós-
móðirin sæi hvað hún væri að gera.
Ári seinna fæddist Axel Helgi og
svo fjórum árum seinna Herdís Brá,
svo ykkur fjölgaði hratt. Þú fékkst
viðurnefnið Dubbi, og varst alveg
yndislega skemmtilegur strákur.
Ég man alltaf eftir því þegar þú
varst um tveggja ára og ég var dag-
mamma með þig. Einn daginn þeg-
ar þú varst nýfarinn að tala sast þú
við eldhúsgluggann hjá mér næst-
um allan daginn, því á plani rétt við
húsið stóð stór vörubíll og átti hann
hug þinn allan. Þú sast og horfðir á
bílinn og sagðir aftur og aftur „vhá
dló bítlh“ og síðan þá þegar ég og
Bjöggi sjáum stóra bíla dettur þetta
alltaf upp úr okkur, „vhá dló bítlh“.
Þetta var svo sætt.
En elsku Þórir minn. Það kemur
víst alltaf að leiðarlokum hjá okkur
öllum en ég vildi að þín leið hefði
verið svo miklu lengri því hæfileikar
þínir voru svo margir. Þér gekk
mjög vel í skóla, og var mannsheil-
inn nokkuð sem þú hafðir mikinn
áhuga á og ætlaðir að læra um, af
hverju heilinn virkaði eins og hann
gerir. Enda lastu mikið um manns-
líkamann og heilann. Þú lærðir
bæði á víólu og píanó og varst orð-
inn nokkur fær enda búinn að æfa í
mörg ár. Þú varst nýbyrjaður að
æfa taekwondo í Björkunum í Hafn-
arfirði og varst alveg heillaður af
þeirri íþrótt og áttir að fara að fá
gula beltið, bílprófið var á næsta
leiti og þú varst að fara að skila inn
umsókninni fyrir ökuskírteininu
þannig að margt spennandi var
framundan hjá þér, Þórir minn.
Þú varst einstakt barnabarn og
komst til ömmu þinnar á hverjum
degi og þið borðuðuð saman. Mikið
á amma þín eftir að sakna þess að
þú komir til hennar í hádeginu, þið
voruð svo miklir vinir og þú gerðir
svo margt fyrir hana.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku Þórir Árni, minning þín mun
lifa að eilífu.
Elsku Kolba, Jón, Axel, Herdís
og mamma, þið eigið alla okkar
samúð.
Halla, Björgvin, Katrín Þóra,
Bjarni, Jón Atli og Ásdís.
Elsku Þórir minn.
Þú varst örugglega ein sérstak-
asta manneskja sem ég hef verið
svo heppin að kynnast. Þú varst
með svo einstakan húmor og þú
náðir alltaf að fá alla til að hlæja
með skyndilegum athugasemdum
þínum. Það skipti ekki máli hver
umræðan var, þú bara sagðir það
sem þér datt í hug á hverri stundu.
Ég á svo margar góðar minningar
með þér. Óteljandi jólaboð þar sem
við sátum og spjölluðum um ýmsar
greinar í Nýjustu vísindum og það
sem var að gerast í heiminum. En
yfirleitt var það þannig að þið
strákarnir spiluðu Risk og við stelp-
urnar gerðum grín að ykkur og þið
að okkur.
Við eyddum svo miklum tíma
saman þegar við vorum krakkar,
enda var mamma að passa þig. Ég
man þegar við gistum saman og
ætluðum að taka spólu. Við vorum
heillengi að reikna út hvaða spólu
væri best að taka til að fá sem mest
nammi fyrir afganginn, svo þegar
við vorum búin að reikna út að það
væri best að taka gamla spólu, þá
hófst sú raun að velja spólu. Það
tók alltaf svo langan tíma og við
pældum alveg heilmikið í hverri
mynd, en samt enduðum við alltaf á
sömu spólu, Regnboga Birtu. Ég
hef ekki tölu á hversu oft við horfð-
um á þá mynd.
Þótt þessar stundir virðast
kannski ekki merkilegar þá eru þær
það dýrmætasta sem ég á, því þær
eru stundir mínar með þér.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu.
Þín frænka,
Sigríður Kolbrún (Sigga Kolla.)
Fleiri minningargreinar um Þórir
Árna Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Sigrún Magn-úsdóttir fæddist
í Reykjavík 29. jan-
úar 1954. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 25. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar Sigrúnar eru
Magnús K. Geirs-
son, f. 18. sept-
ember 1931, og
Bryndís Magn-
úsdóttir, f. 16. febr-
úar 1936. Systkini
Sigrúnar eru Geir,
f. 5. ágúst 1960, og Unnur, f. 30.
nóvember 1968.
Sonur Sigrúnar og Sigurðar
Kristinssonar er Magnús, f. 12.
júní 1971.
Eiginmaður Sigrúnar er Guð-
laugur Rúnar Hilmarsson, f. í
Reykjavík 10. maí 1953. For-
eldrar hans eru Hilmar Guð-
laugsson, f. 2. des-
ember 1930, og Jóna
Guðbjörg Steins-
dóttir, f. 6. desem-
ber 1928. Sigrún og
Guðlaugur voru gef-
in saman 24. maí
1975. Sonur þeirra
er Hilmar, f. 29. júlí
1981, sambýliskona
Lilja Dögg Valþórs-
dóttir, f. 25. maí
1982.
Sigrún starfaði
lengst af á skrifstofu
Rafiðnaðarsambands
Íslands og Lífeyrissjóðs Lífiðnar,
síðar Stafir. Hennar helstu
áhugamál voru fjölskyldan, sum-
arhúsið, ferðalög, matseld og öll
handavinna, sér í lagi bútasaum-
ur.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku Sigrún
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir öll árin okkar.
Kveðja
Guðlaugur R. Hilmarsson.
Sigrún Magnúsdóttir, mágkona
mín og systir, hefur kvatt. Þegar
litið er til baka er margs að minn-
ast. Didda, eins og hún var nefnd
innan fjölskyldunnar, var róleg og
yfirveguð kona. Hún lagði metnað
sinn í að búa fjölskyldu sinni hlý-
legt og notalegt heimili. Það var
alltaf gott að koma til Diddu. Í
hennar húsum var eins og skarkali
lífsins stoppaði við dyrnar og hjá
henni leið öllum vel. Hún vann allt
sem hún gerði af nákvæmni og
umhyggju, hvort sem það var að
matreiða, taka á móti gestum eða
annað það sem hún hafði áhuga á.
Didda hafði mjög gaman af allri
handavinnu eins og að mála, útbúa
blómaskreytingar eða annað sem
var til prýði og allt gerði hún vel.
Bútasaumur var þó það sem henni
þótti einna skemmtilegast að gera
og eftir hana eru mörg teppi, dúk-
ar og annað það sem hún hefur
saumað. Hún var stóra systir sem
alltaf var gott að leita til og hún
var alltaf tilbúin til að hjálpa öðr-
um og leiðbeina.
Didda og Gulli eiginmaður henn-
ar voru samhent hjón í því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Hvort
sem það var að halda veislur,
byggja sumarbústað eða ferðast.
Það var okkur öllum mikið áfall
þegar hún greindist með krabba-
mein fyrir rúmu ári en hún tók því
með einstakri ró og æðruleysi.
Eiginmaður hennar, Gulli, studdi
hana og hjálpaði í veikindum henn-
ar, hann var hennar klettur í ólgu-
sjó.
Á þessari kveðjustund viljum við
þakka Diddu fyrir samfylgdina og
senda Gulla, Magga, Hilmari og
Lilju innilegar samúðarkveðjur.
Missir ykkar er mikill. Megi Guð
vera með ykkur.
Áslaug S. Svavarsdóttir og
Geir Magnússon.
Sigrún
Magnúsdóttir
Fleiri minningargreinar um Sig-
rúnu Magnúsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Gunnar Hjaltestedfæddist í Reykja-
vík 25.4. 1935. Hann
andaðist á Landspít-
alanum fimmtudaginn
27. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru Guðríður S. (Lóa)
Hjaltested, f. 26.4.
1909, d. 23.4. 2003, og
Erlingur E. Hjaltested
bankamaður, f. 10.1.
1907, d. 15.4. 1987.
Bræður Gunnars: Stef-
án Bjarni Hjaltested, f.
11.2. 1940, og Kristján
Björn Hjaltested, f. 8.9. 1945.
Hinn 5.10. 1957 kvæntist Gunnar
Gyðu Þorsteinsdóttur, f. 5.5. 1935.
Foreldrar hennar voru Sigríður
Kristmundsdóttir og Þorsteinn Sig-
urðsson. Börn Gunnars og Gyðu eru:
1) Halla Hjaltested, f. 19.4. 1957. Maki
Guðjón Þór Guðjónsson. Dóttir þeirra
er Auður Ýr Guðjónsdóttir. Dóttir
anum. Sölumennska var honum í
blóð borin og gerðist hann sölumað-
ur um árabil hjá frænda sínum Krist-
jáni Þorvaldssyni við samnefnda
heildverslun. Einnig var hann sölu-
maður hjá heildversluninni Andra í
nokkur ár. Árið 1974 hóf hann ásamt
fjölskyldu sinni rekstur söluturns v/
Kleppsveg allt til ársins 1984. Sá
rekstur var í hjáverkum með öðrum
störfum Gunnars. Seinna starfaði
hann einnig hjá Kreditkortum og
ferðaskrifstofunni Atlantik. Árið
1987 hóf hann störf hjá Brunabóta-
félagi Íslands, síðar Vátrygging-
arfélagi Íslands, og vann þar allt til
ársins 1999. Gyða hafði þá greinst
með alzheimersjúkdóm og sinnti
hann konu sinni af mikilli alúð og
hlýju eftir það. Gunnar var fé-
lagsmaður í Oddfellowreglunni í
tugi ára og eignaðist fjölda vina á
þeim vettvangi. Hann hafði unun af
stangveiði og fluguhnýtingum og
var fastagestur í Laugardalslaug-
inni.
Gunnar verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Höllu og Stefáns Dag-
finnssonar er Íris,
maki Kjartan Freyr
Jónsson, dóttir þeirra
Karen Júlía. Sonur
Guðjóns Þórs og Ás-
laugar A. Sigurð-
ardóttur er Guðjón,
sambýliskona Elísabet
Eir Eyjólfsdóttir. 2)
Lóa S. Hjaltested, f.
2.8. 1958. Maki Sig-
urður Sigurgeirsson.
Börn þeirra eru Sig-
urgeir og Gyða Björk.
3) Erlingur Hjaltested,
f. 20.1. 1960. Maki Birna K. Sigurð-
ardóttir. Börn þeirra eru Halla Karí
og Atli. 4) Helga Hjaltested, f. 19.11.
1962. Maki Elvar J. Ingason. Börn
þeirra eru Gunnar Ingi, Anna Lilja
og Linda Katrín. Gunnar lauk versl-
unarprófi frá VÍ 1956. Skömmu síðar
fetaði hann í fótspor föður síns og
gerðist bankamaður í Útvegsbank-
Fjúkið var frostkalt og nóttin
dimm þegar tengdafaðir minn lokaði
augunum í hinsta sinn.
Gunnar Hjaltested gat ekki meir.
Tengdur við tæki og tól í marga mán-
uði. Úthaldið mikið, vonin
svo sterk, hjartað og hugurinn vildi
heim. Vegurinn varð grýttari við
hvert fótmál, vegatálmar sem
drógu úr voninni smátt og smátt.
Nú hefur hann sagt sitt síðasta orð,
og þau voru nú ansi mörg í gegnum
tíðina. Hann elskaði samræður, um-
ræður og einræður. Hafði frá mörgu
að segja og skoðanir á öllu.
Gunnar átti ekki bara sjoppuna
inni við sundin blá heldur líka strák-
inn sem ég var skotin í. Það var ágætt
að kynnast karlinum fyrst og undir-
búa jarðveginn. Við vorum mestu
mátar þó aldursmunur væri töluverð-
ur og spjölluðum mikið saman yfir af-
greiðsluborðið. Sonurinn ekki eins
málgefinn, en gaf mér þó stundum
kók og Lindubuff ef svo bar undir.
Mörgum árum síðar varð Gunnar
tengdafaðir minn. Heppin ég að eign-
ast svo skemmtilegan tengdaföður að
ég tali ekki um alla fjölskylduna. Ein-
stakur hópur fólks sem hefur gert líf
mitt svo miklu ríkara. Gunnar þar
fremstur í flokki, einskonar íslenskur
„Godfather“ sinnar fjölskyldu sem
átti þó ekkert skylt við þann ítalska.
Mikill karakter og gleðigjafi, stór í
sniðum og það fór honum vel. Krullað
hárið sem hann var svo stoltur af og
gránaði ekki fyrr en á spítalanum.
Faðir hans samdi um það vísu þegar
hann var lítill og mamma hans grét
þegar klippa þurfti hárið, hann þótti
of stelpulegur.
Margir fagrir ljósir lokkar,
liðast yfir kollinn þinn,
sannkallaður engill okkar,
ertu hjartans vinurinn
Matmaður var hann mikill og af-
bragðskokkur. Matur voru hans ær
og kýr og sorglegt að sjá hann fast-
andi í langan tíma með einungis
„hvítu steikina“ beint í æð, eins og
hann orðaði það.
Gyða og Gunnar tóku vel á móti
mér og sýndu mér alla tíð eindæma
hlýju og vinsemd. Yndislegu jóla- og
matarboðin í gegnum tíðina, þá var
Gunnar í essinu sínu og lék við hvern
sinn fingur og sleikti hvern sinn fing-
ur þegar smakka þurfti súpur eða
sósur. Þá var hann glerfínn og
greiddur, rjúpnailmur í lofti og ég
sagði „Mikið ertu fínn“. „Já er ég
ekki alveg eins og engill á peysuföt-
um?“
Ljós jólanna kvikna eitt af öðru
eins og barn sem fæðist. Á meðan
slokkna önnur skær ljós sem
lýst hafa okkur í gegnum lífið. Og
er það ekki undarlegt, allt heldur
áfram, umferðin, innkaupin,
fólk á ferð og samt er allt breytt og
verður aldrei eins. Það er söknuður
eftir kankvísu brosi, augnatilliti,
glettni og góðum stundum. Við fórum
ekki til Noregs eins og til stóð, í
skerjagarðinn í suðri. Í huganum
verður Gunnar með næst þegar ég
sigli milli skerja. Ég mun bera kveðju
hans frá eyjunni í norðri. Ég trúi og
treysti á að hann muni eiga góða inn-
komu í ríki Drottins.
Minningin um skemmtilegan og
kátan tengdaföður og afa barnanna
lifir í hjörtum okkar og hug.
Birna Katrín.
Að kveðja hann Gunnar tengdaföð-
ur minn og stórvin er mér alveg
ómögulegt. Svo ég geri það ekki,
heldur þakka ég honum þær lexíur og
viðmið sem hann viðhafði í
samskiptum sínum við menn og
málleysinga. Hann Gunnar kenndi
þeim sem læra vildu hvernig átti að
vera ástríkur og gefandi eiginmaður,
faðir, afi, langafi og félagi. Það kom
svo berlega í ljós hvílíkt góðmenni
hann Gunnar var, og hve þrautseigur
hann var, þegar hún Gyða okkar varð
veik af alzheimersjúkdómnum, sem
ágerðist mjög hratt hjá henni. Marg-
ur hefði gefist upp, en ekki hann
Gunnar. Hann var þrautseigur og
ástríkur í allri umönnun Gyðu sinnar,
þar til sá tími kom og varð ekki
umflúinn að Gyða varð að fara í
umönnun fagfólks. Í blíðu og stríðu
lofaði hann í upphafi, og hjá Gunnari
stóðu orð eins og stafur á bók.
Vinátta okkar Gunnars tengdist
meðal annars ólæknandi veiðidellu
okkar beggja. Sögur af okkur við
veiðar og gleðskap í Urriðaá og öðr-
um ám yrðu efni í góða bók, en eru
geymdar í hjarta mér um aldur. Í
gegnum veikindi Gunnars, sem hóf-
ust snemma á þessu ári, var Gunnar
lengstum bjartsýnn og jákvæður. Þó
fór svo að lokum að þrótturinn mink-
aði og þvarr, og hann kvaddi okkur,
sem eftir stöndum full saknaðar og
þakklætis fyrir að hafa átt þennan
góða dreng að.
Þakka þér Gunnar minn, þakka
þér.
Guð blessi þig.
Þinn
Guðjón Þór.
Gunnar Hjaltested
Fleiri minningargreinar um Gunn-
ar Hjaltested bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.