Morgunblaðið - 05.12.2008, Side 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
Hver óttast er lífið við æskunni hlær
sem ærslast um sólríka vegi,
og kærleikur útrás í kætinni fær,
sé komið að skilnaðardegi.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Þín dóttir
Guðrún Gerður.
Elsku langafi.
Nú eru dagar þínir liðnir hér
í þessum heimi. Ég mun sakna
þín, sakna þess að sitja með
þér við gluggann og horfa á
sjóinn.
Þú varst í huga mér mikill
skákmeistari, þú kenndir mér
að tefla og það var gott að sitja
lengi með þér við taflborðið,
drekka kakó og eiga góða
stund í rólegheitum.
Nú verða þessar stundir
ekki fleiri en minningarnar
munu lifa að eilífu.
Hjalti Rafn.
HINSTA KVEÐJA
✝ Björn Guð-jónsson fæddist á
Bjarnastöðum á
Grímsstaðaholtinu í
Reykjavík hinn 11.
nóvember 1921.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík
hinn 30. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðjón Bjarnason,
útvegsbóndi og grá-
sleppukarl, f. í
Reykjavík 28. ágúst
1888, d. 16. ágúst 1951, og Guð-
rún Valgerður Guðjónsdóttir, hús-
freyja, f. á Kotleysu í Stokkseyr-
arhreppi 24. júní 1896, d. 22.
janúar 1988. Björn var elstur
fjögurra systkina sem eru: Þor-
björg, f. 11. apríl 1923, Bjarni, f.
17. ágúst 1927, og Gunnar Ingi-
bergur, f. 5. september 1941.
Hinn 11. desember 1942 kvænt-
ist Björn Ingu Jóelsdóttur, f. 24.
apríl 1922. Foreldrar hennar voru
hjónin Jóel Jónasson, f. 12. sept-
ember 1894, d. 8. júní 1988, og
Guðríður Ingvarsdóttir, f. 30. apr-
Björn byggði hús sitt í túninu
heima við Ægisíðu 66 ásamt konu
sinni Ingu Jóelsdóttur og hefur
fjölskyldan búið þar síðan. Björn
lauk hinu hefðbundna skyldunámi
í Miðbæjarskólanum í Reykjavík.
Hann fór mjög ungur að sækja
sjóinn, fyrst með föður sínum og
tók síðan við af honum. Einnig
vann Björn við síldveiðar í Hval-
firði og á Norðurlandi. Á veturna
vann hann hjá Eimskip (á Eyr-
inni) og svo sem afgreiðslumaður
hjá Sindra stáli. Björn hætti að
róa árið 2002 og þar með lagðist
útgerð af í Grímsstaðavörinni.
Björn var einn af stofnendum
Samtaka grásleppuhrognafram-
leiðenda sem síðar urðu að
Landssambandi smábátaeigenda
og sat hann í stjórn þeirra félaga
um árabil. Útgerðin átti hug hans
allan, sérstaklega á vorin og
sumrin. Þess á milli notaði hann
tímann til að setja upp net og
undirbúa vertíðina næsta vor.
Fjaran við Ægisíðuna var hans
félagsmiðstöð og þar var hann
kóngur í ríki sínu. Margir komu
þar við, keyptu rauðmaga og grá-
sleppu og spjölluðu við Björn um
lífið og tilveruna.
Útför Björns verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
íl 1900, d. 2. júlí
1957. Börn Björns
og Ingu eru: 1) Þor-
varður Ellert, f. 3.
mars 1943, maki
Steingerður Stein-
dórsdóttir, f. 11.
september 1962. Þau
eiga tvo syni. Fyrri
kona Þorvarðar var
Hrafnhildur Mar-
inósdóttir, f. 18.
október 1946, d. 6.
maí 1986. 2) Sigrún
Björk, f. 21. desem-
ber 1945, maki Ör-
lygur Sigurðsson, f. 19. mars
1945. Þau eiga fjögur börn. 3)
Guðrún Gerður, f. 31. maí 1947,
vinur hennar er Jóhann Þór-
arinsson, f. 10. maí 1942. Guðrún
á þrjú börn. Maki Guðrúnar var
Þórður Eiríksson, f. 21. apríl
1941, d. 16. júní 2000. 4) Guðjón
Jóel, f. 10. febrúar 1959, maki
Helena Þuríður Karlsdóttir, f. 28.
ágúst 1967. 5) Ásgeir, f. 5. mars
1960, maki Kristín Jónsdóttir, f.
23. nóvember 1960. Þau eiga þrjú
börn. Barnabarnabörn Björns og
Ingu eru átján.
Í upphafi var lífið leikur. Alltaf
logn, alltaf sól, alltaf úti að leika, en af
og til – „Mamma, hvenær kemur
pabbi að (landi)? „ Og svo fór að sjást í
depil við sjóndeildarhringinn, sem
skar hafflötinn og spekúlasjónin hófst
um það hver væri að koma að. „Þetta
er Jón í Görðum,“ „ nei, Sigurjón
Jónsson,“ „Sigurjón annar?“ kannski
Pálmar? Eyvindur fór ekki á sjó í dag.
Bakkó? Stjáni í Björnshúsi er nýfar-
inn svo ekki kemur hann strax. Ég sé
það núna – þetta er pabbabátur.“
Já, allir voru þessir karakterar og
margir fleiri hluti af því samfélagi
sem ég ólst upp í og eru ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum mínum enn í
dag. Þetta voru kallarnir.
En þótt lífið væri leikur var sá leik-
ur leikinn á leiksviði er smíðað var af
alvöru lífsins. Og smátt og smátt
blandaðist leikur barnsins alvöru
uppvaxtar og lífs fullorðinna. – Við
faðir minn deildum sama fermetra í
nær hálfan annan áratug. Sumarlangt
í árafjöld stóðum við í stafni á litla
bátnum sem okkur báðum þótti svo
vænt um og umgengumst sem vin,
þekktum kosti hans og galla, mögu-
leika og vissum hvað mátti bjóða hon-
um og hvað ekki – allt eftir því hvern-
ig vindar blésu.
Og við drógum net. Og við töluðum.
Og við þögðum. Og við rökræddum.
Og við skömmuðumst. Og við hlógum.
Faðir minn var ekki bara faðir
minn. Hann var vinur minn, starfs-
félagi minn og skipstjóri minn. Lífs-
barátta hans á þeim árum var sam-
tvinnuð lífi mínu. Lífsbarátta hans
var líf mitt. Og þvílík forréttindi að fá
að taka þátt. Hann sagði svo sem ekki
margt um samskipti sín við sjóinn og
náttúruna. Þess þurfti enda ekki. Það
að fylgjast með, vera með, sjá hvernig
hann brást við ýmsum aðstæðum,
jafnvel ókomnum, kenndi meira en
mörg orð. Hann bar virðingu fyrir
sjónum. Ógnaði honum ekki heldur
viðurkenndi vald hans. Launin voru
farsæll ferill á sjó. Og þetta lærðist að
heimfæra upp á hið daglega líf.
Og ástin og virðingin fyrir móður
minni. Ótakmörkuð. Hann rak mig í
háleista þegar við bjuggumst til sjós
síðla nætur eða árla morguns til þess
að vekja ekki móður mína með fóta-
takinu og áminnti mig um að ganga
hægt um. Og barnabörnin. Afi, fjaran
og þau – órofa samband. Það verður
ekki á hallað hvort þau nutu meira
samvista við hann eða hann við þau.
Hann var þeirra og þau voru hans.
Hann leyfði þeim ótakmarkað að vera
með sér og taka þátt í störfunum í
fjörunni eða hverju sem við bar – báð-
um til gagns og ómældrar ánægju en
börnunum til mikils þroska.
Það er gott að fá að sofna eftir lang-
an dag þegar þreytan hefur tekið öll
völd. Og gleðilegt þegar dagsverkið
hefur verið unnið af heiðarleik, sam-
viskusemi, ósérhlífni, alúð, ást og
væntumþykju.
Ég mun ævinlega minnast föður
míns með miklum kærleik. Við róum
saman á hverjum degi.
Ásgeir.
Lífsbók tengdaföður míns hefur nú
verið skrifuð. Saga hans er merkileg
enda var hann stórbrotinn maður,
vinnuþjarkur, hraustur, kvartaði
aldrei, lífsglaður, húmoristi og höfð-
ingi heim að sækja.
Við leiðarlok er margs að minnast
og er ég þakklát fyrir að hafa kynnst
honum. Mér finnst ég ríkari fyrir vik-
ið. Mér þótti óskaplega vænt um hann
og einkenndist vinátta okkar af ein-
lægni og virðingu. Þó að ég hafi að-
eins tilheyrt fjölskyldunni í ellefu ár
finnst mér eins og ég hafi verið partur
af henni í miklu lengri tíma.
Í upphafi þegar ég kynntist
tengdaföður mínum var ég svolítið
feimin, svona eins og gengur og ger-
ist, en hann tók mér strax opnum
örmum og því kom t.d. aldrei annað til
greina en að gista á Ægisíðunni þegar
ég hef dvalið í Reykjavík.
Ég hef notið þess að vera og gista á
Ægisíðunni. Ég og tengdafaðir minn
ræddum oft um lífsins gagn og nauð-
synjar og hann sagði mér sögur af
sjónum og því sem brallað var í gamla
daga. Lífsskoðun hans og lífssýn hafði
áhrif á mig enda var hann mikill hug-
sjónamaður og mér finnst hann í eðli
sínu hafa verið jafnaðarmaður því fyr-
ir honum voru allir jafnir. Hann var í
eðli sínu dulur og hafði oft ekki mörg
orð en hnitmiðuð.
Tengdafaðir minn hafði gaman af
ferðalögum og áttum við Guðjón því
láni að fagna að ferðast með tengda-
foreldrum mínum nokkrum sinnum.
Þau ferðalög eru dýrmæt minning í
dag enda voru þau hjón skemmtilegir
ferðafélagar. Einnig eru minnisstæð-
ar heimsóknir þeirra til okkar á Ak-
ureyri.
Tengdafaðir minn vann alla tíð
mikið og hlífði sér hvergi. Það var
ekki hans stíll. Hann hafði farið í hné-
skipti og eftir að „nýju“ hnén voru
farin að gefa sig kvartaði hann ekki
þótt hann væri stundum sárþjáður.
Hann gerði aftur á móti grín að þessu
öllu saman og sagði gjarnan að enska
hnénu og því þýska kæmi illa saman.
Það sýndi sig hversu viljasterkur
hann var þegar við Guðjón giftum
okkur. Þá stóð hann teinréttur við
hlið sonar síns staflaus og haggaðist
hvergi. Hann ætlaði sér að standa
sína „pligt“ og það gerði hann með
sóma. Það verður okkur ætíð dýrmæt
minning og gerði daginn enn gleði-
legri.
Tengdapabbi var grásleppukarl
alla sína ævi. Eftir að hann hætti að
róa fór heilsu hans að hraka og í árs-
byrjun 2007 varð ekki aftur snúið.
Hann dvaldi fyrst á Landakoti og svo
á Sóltúni þar sem hann andaðist sl.
sunnudag.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
góð kynni, virðing og vinátta.
Blessuð sé minning tengdaföður
míns.
Helena.
Björn Guðjónsson
Fleiri minningargreinar um Björn
Guðjónsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Einar Sigurðssonfæddist 1. maí
1936 í Reykjavík.
Hann varð bráð-
kvaddur 27. nóv-
ember sl.
Foreldrar hans
voru hjónin Ragn-
heiður Einarsdóttir,
f. 22.6. 1900 í Garða-
hverfi, d. 30.5. 1985,
og Sigurður Magn-
ússon skrifstofustjóri,
f. 27.9. 1901 í Stykk-
ishólmi, d. 21.7. 1973.
Einar var fjórði í
hópi sex systkina, hin eru María, f.
1.6. 1932, d. 5.6. s. ár, Geirlaug, f.
1933, Magnús, tvíburabróðir Ein-
ars, f. 1936, Júlíana, f. 1939, og
Gunnar, f. 1942.
Einar kvæntist Ingibjörgu Stein-
grímsdóttur 3.6. 1967, en þau
skildu. Dóttir Einars og Dóru
Gróu Jónsdóttur er Katrín, f. 28.5.
1966, maki Jónas Kristjánsson.
Börn eru Dóra Gróa Þórðar Katr-
ínardóttir, Berglind Hrund Jón-
asdóttir, Auður María Jónasdóttir,
Kristján Jónasson og Örn Frosti
Katrínarson.
Einar ólst upp í foreldrahúsum í
Hafnarfirði og átti þar heima lengi
áður en hann flutti til
Reykjavíkur. Nú síð-
ast bjó hann á Dval-
arheimili aldraðra
við Norðurbrún 1 í
Reykjavík. Einar
gekk í Mennta-
skólann í Reykjavík
og varð stúdent það-
an 1956. Hann nam
síðan viðskiptafræði
við Háskóla Íslands
og útskrifaðist þaðan
sem viðskiptafræð-
ingur 1962. Einar
starfaði um tíma hjá
Sparisjóði Hafnarfjarðar en síðan
um langt skeið hjá embætti Skatt-
stjórans í Reykjavík. Einar tók
mikinn þátt í íþróttum, bæði hand-
bolta og knattspyrnu og var m.a. í
gullaldarliði FH, sem varð Íslands-
meistari í handbolta í mörg ár,
fyrst 1956. Hann keppti einnig
með landsliðinu. Einar lét sér annt
um FH alla tíð og hélt ávallt sam-
bandi við sína gömlu félaga úr
íþróttunum. Til hinsta dags var
hann mikill áhugamaður um bæði
handbolta og knattspyrnu.
Útför Einars verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.
Tengslin milli tvíbura verða
ávallt öðruvísi en milli annarra
systkina. Þau verða dýpri og nán-
ari en um leið verða andstæðurnar
skarpari, því að samkeppnin og
samanburðurinn eru ávallt fyrir
hendi bæði inn á við og út á við.
Þessi tengsl eru mér ljós, er ég
minnist tvíburabróður míns, Einar
Sigurðssonar, en útför hans verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag.
Það gat svo sannarlega skorist í
odda milli okkar í æsku og ekki
síður þegar við vorum orðnir full-
tíða menn. En eitt var alltaf himin-
ljóst. Þegar til alvörunnar kemur
standa slíkir bræður saman gegn-
um þykkt og þunnt, þeir eiga þá
afdráttarlausu kröfu hvor á annan.
Einar var gjörvulegur á velli og
hafði mikið keppnisskap, sem átti
eflaust sinn þátt í því, að hann varð
snemma afreksmaður í íþróttum,
bæði í knattspyrnu og handbolta.
Hann var fastamaður í handbolta-
liði FH á árunum kringum 1956, en
þá var félagið Íslandsmeistari í
fleiri ár í þeirri grein og hann var
einnig í landsliðinu, sem vann
marga fræga sigra hér heima og
ekki síður á erlendum vettvangi.
Ennfremur keppti Einar með liði
FH í knattspyrnu. Þessar íþróttir
áttu hug hans allan alla tíð og und-
anfarin ár hringdi hann gjarnan í
mig að minnsta einu sinni í viku til
þess að ræða við mig um ensku
knattspyrnuna og frammistöðu
einstakra liða og leikmanna á þeim
vettvangi. Hér heima hélt hann
ávallt með sínu gamla félagi, FH.
Drengskapur í íþróttum skipti
hann miklu máli og honum gat orð-
ið heitt í hamsi, þegar hann varð
vitni að ljótum leik, hvort heldur í
handbolta eða knattspyrnu og var
þá óspar á sína meiningu. Þá var
hann einnig góður skákmaður.
Keppnisskapið hjá ungum manni
sagði einnig til sín í námi. Einar
var vel skipulagður og skrifaði
góðar tungumálaglósur, sem ég
naut vissulega góðs af í mennta-
skóla, en þar lásum við tvíburarnir
gjarnan saman. Ég minnist þess
hve glósurnar voru aðgengilegar,
ekki síst sökum þess að Einar
hafði afar fallega og læsilega rit-
hönd. Þó að íþróttirnar tækju mik-
inn tíma mátti ekki vanrækja nám-
ið og það var athyglisvert, hve vel
hann nýtti upplestrarfrí fyrir próf
á vorin.
Einar varð fyrir því óláni að
ánetjast áfengi og lenti síðan í al-
varlegu slysi árið 1993, þar sem
hann hlaut mikið höfuðhögg og
varð öryrki eftir það. Þó að hann
næði sér að nokkru leyti aftur varð
hann samt aldrei fullkomlega sam-
ur maður á eftir. En hann sagði
skilið við Bakkus. Áhugi hans á
íþróttum dvínaði ekki og eftir sem
áður fylgdist hann vel með á þeim
vettvangi.
Samband okkar tvíburanna var
alltaf náið þó að árin liðu. Um
nokkurra ára skeið fórum við í
sumarferðalög saman, fórum t.d.
eitt sumarið í meira en viku ferða-
lag til Egilsstaða og Kárahnjúka,
þegar framkvæmdir þar voru að
byrja og höfðum báðir jafn mikla
ánægju af. Einnig sóttum við
gjarnan kvikmyndahús saman, nú
síðast í Háskólabíó fyrra sunnu-
dag. Þegar ég kvaddi Einar fyrir
framan heimili hans á dvalarheim-
ili aldraðra að Norðurbrún 1 þá um
kvöldið var hann hress og ekki að
sjá að hann væri á förum. Skyndi-
legt fráfall hans kemur því vissu-
lega á óvart, en nú er hann allur.
Blessuð sé minning Einars Sig-
urðssonar.
Magnús Sigurðsson.
Ég er einn! Núna, þegar ég
hugsa um þig, finn ég hvað ég er
ofsalega einn. Ég var vinur þinn.
En þú varst einn. Og ég var einn.
Við vorum einir!
FH – félagið þitt frá barnsaldri
– var líka mitt. Þannig kynntumst
við. Kæri vin. Hvernig á ég að
minnast þín? Einn besti maður
sem ég hef kynnst, en einn sá
gæfulausasti líka. Ég bar virðingu
fyrir þér alla tíð og við vorum
bestu vinir hvern einasta dag með-
an lífið okkar féll saman.
Á okkur var tíu ára aldursmunur
og við drengirnir í FH bárum tak-
markalausa virðingu fyrir þér og
öðrum íþróttamönnum í félaginu
okkar.
Frábærlega menntaður og um-
talaður íþróttamaður, sem spilaðir
landsleiki fyrir landið þitt Ísland,
bæði í handknattleik og knatt-
spyrnu undir stjórn Hallsteins
Hinrikssonar og Alberts Guð-
mundssonar.
Einar var einstakur félagi. Hann
var dulari en dulustu menn gátu
verið. Allt sem maður sagði Einari
var læst í hans höfði og traustari
var hann en aðrir menn.
Hann elskaði Hafnarfjörð svo
mikið að hann gat varla talað um
hann. Sama mátti segja um FH.
Hann átti það til að stara á mig í
mínútu og spyrja svo: „Hverjir eru
bestir?“ Hann átti fáa vini en góða
og ég var einn af þeim. Gulleintak
af manni, bestur af öllum, hetja,
sem ekki gleymist. Þegar hann
komst ekki sjálfur fyrir boltann
hrinti hann næsta manni fyrir
skotið.
Hann var ein af hetjum Hall-
steins. Skólabókardæmi um að ef
þú vilt eitthvað getur þú að
minnsta kosti reynt. Þvílíkir fé-
lagar! FH-ingar frá morgni til
kvölds. Hann var meiri FH-ingur
og meiri Hafnfirðingur en flestir
gerðu sér grein fyrir.
Þrátt fyrir gáfur, vit og skyn-
semi og frábæran íþróttaferil gekk
Einar ekki alltaf gyllta braut.
Hann var þrátt fyrir allt einfari,
talaði fátt og skipti sér ekki af öðr-
um. Hann gekk lengstum einn.
En öllum sem kynntust honum
var ljóst að þar fór drengur góður
sem mat allt það góða, sem prýða
má traustan mann.
Hann lenti í mörgum áföllum í
lífinu og að því kom að ein raunin
var öðrum erfiðari.
Hann er dáinn. Guð geymi þig
Einar.
Ævar Harðarson.
Einar Sigurðsson
Fleiri minningargreinar um Einar
Sigurðsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.