Morgunblaðið - 05.12.2008, Síða 40
ríkur þýddi. Þá hefur hann sent frá
sér Maíkonunginn, þýðingu sína á úr-
vali ljóða bandaríska bítskáldsins Al-
lens Ginsbergs.
Auk þýðinganna sendir Eiríkur frá
sér nýja ljóðabók fyrir jólin, en hún
ber hið áhugaverða heiti Ú á fas-
ismann. Líkt og áður er mikið um til-
raunir í ljóðum Eiríks. „Í stað þess að
taka hið skrifaða tungumál hugs-
anatjáningar eða myndmáls sem út-
gangspunkt eins og í flestum ljóða-
bókum, þá set ég í forgrunn bókstaf-
ina sem mynd eða tákn, og svo
bókstafina og orðin sem hljóð sem
fylgir með á geisladiski,“ útskýrir
ljóðskáldið.
Eins og nafnið bendir til er umfjöll-
unarefni bókarinnar fasismi, í víðum
skilningi þó. „Ég hef mikið verið að
fást við pólitískan gildisþunga orða,
og sum ljóðin eru til dæmis unnin út
frá nöfnum einræðisherra. En svo er
ég að vinna með orð og hugmyndir
sem pólitískan þunga, og fasíska orð-
ræðu sem leyfir engan skilning á
sjálfri sér annan en þann sem er fyr-
irskipaður af þeim sem talar.“
Eiríkur er í stuttu stoppi á Íslandi,
því hann heldur aftur af landi brott í
næstu viku. „Ég verð í Svíþjóð um
jólin, konan mín er sænsk og við ætl-
um að vera hjá fjölskyldu hennar í
Linköping,“ segir Eiríkur sem stefnir
að því að búa áfram í Helsinki. „Já,
allavega á meðan ég get dregið fram
lífið með íslenskum krónum,“ segir
hann og hlær.
Eiríkur ú-ar á fasismann
Eiríkur Örn Norðdahl sendir frá sér tilraunakennda ljóðabók Þýðir barna-
bók og bandarísk bít-ljóð Býr í Finnlandi og líst ekkert á ástandið á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Í miðbænum „Ég verð í Svíþjóð um jólin,“ segir Eiríkur sem á sænska konu.
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ er algjör blessun að þetta skuli ganga svona vel,“ segir
Páll Óskar Hjálmtýsson um hina miklu velgengni safnplöt-
unnar Silfursafnsins. Platan er sú mest selda á landinu um
þessar mundir, en að sögn Palla hafa 4.000 eintök nú þegar
verið seld. „Fyrsta upplag var 10.000 eintök, en í gær var
svo eintaki númer 12.000 dreift í verslanir,“ segir Palli
sem pantaði fyrst 10.000 eintök til landsins, en þegar
hann sá hve salan fór vel af stað ákvað hann að panta
10.000 í viðbót. „Ég tók þá ákvörðun að hafa næsta
upplag aðeins meira „glamúros“ fyrst salan fór svona
vel af stað. Þannig að núna er plötuumslagið silf-
urslegið og það er hægt að spegla sig í því.“
Þrátt fyrir velgengnina segist Palli þó fá sinn
skammt af kreppunni. „Í vor gerði ég til dæmis fjárhagsáætlun fyrir
þessa safnplötu. Þá stóð evran í 80 krónum, og ég fékk tilboð frá Aust-
urríki, þar sem platan var prentuð og pressuð, og það hljóðaði upp á
2,8 milljónir fyrir 10.000 eintök, sem var alveg ásættanlegt verð. En
svo dynja ósköpin yfir, og upplagið kostaði á endanum 5,8 milljónir. Af-
leiðingin er sú að ég þarf að selja 10.000 eintök til að ná núlli.
Þegar ég er búinn að því á ég hin 10.000 eintökin skuldlaust,“
útskýrir Palli, sem er bjartsýnn á að ná upp í kostnað. Að-
spurður segist hann þó ekki ætla að fá sér nýjan síma, en
eins og frægt er orðið á hann forláta Nokia 6110. „Ég
mun ekki kaupa mér nýjan síma fyrr en þessi deyr.
Ég keypti þennan 1997, áður en ég fór í Evr-
óvisjón. Ég er bara spenntastur að sjá hvort hann
nær að verða 16 ára,“ segir Palli og hlær.
Silfurmaðurinn Páll Óskar.
Palli selur og selur en heldur í gamla símann
Eins og dyggir lesendur Morg-
unblaðsins kannast við hafa menn-
ingarblaðamenn og gagnrýnendur
Morgunblaðsins sest á rökstóla í lok
árs og komið sér saman um lista yf-
ir bestu íslensku plötur ársins. List-
inn hefur jafnan birst í síðasta blaði
ársins og sú verður einnig raunin í
ár. Nú hefur Morgunblaðið hins
vegar ákveðið að lesendur blaðsins
og aðrir landsmenn geti sett saman
annan lista, svokallaðan hlust-
endalista, með því að greiða fimm
plötum atkvæði sitt á mbl.is en svo
mun listinn birtast í Morgunblaðinu
og mbl.is á gamlársdag samhliða
lista Morgunblaðsins. Kosningin er
nú þegar hafin og er einungis leyfi-
legt að kjósa einu sinni. Svonefndur
sérfræðingalisti hefur þegar verið
settur saman til að auðvelda fólki
valið en einnig er gefinn kostur á
því að skrifa inn í þar til gerða
glugga, aðrar plötur sem ekki eru
að finna á listanum. Kosning stend-
ur yfir til 15. desember. Slóðin er
www.mbl.is/bestaplatan.
Þjóðin kýs bestu plötu
ársins á mbl.is
Grallaraspóarnir í Baggalúti
sendu í gær frá sér nýtt lag við ljóð
Braga Valdimars Skúlasonar „Það
koma vonandi jól“. Glöggir hlust-
endur kannast ef til vill betur við
lagið í flutningi Barböru Streisand
en smellinn sömdu Gibb-bræður ár-
ið 1980 og nefndu „Woman in
Love“. Eins og Braga er von og vísa
er ljóðið firnagott og fyndið og
samfélagið allt haft að háði og
spotti eins og sjá má af þessu texta-
broti:
Við áttum íbúð og bens / og or-
lofshús / allt meikaði sens./ Góð-
gerðir gáfum og blóð / greiddum í
– dulítinn séreignasjóð. / En nú er
allt þetta breytt og eftir er / ná-
kvæmlega ekki neitt. / Já nú er út-
litið dökkt / ljósið er slökkt / og við
erum fökkt. /
Það koma vonandi jól / með
hækkandi sól. Við skellum könnu
upp á stól / og Sollu í kjól. / Þrátt
fyrir allt / þrátt fyrir verðbólgu-
skot / – þjóðargjaldþrot. (baggalut-
ur.is)
Það koma vonandi jól!
Í fyrra sendi Eiríkur frá sér
ljóðabókina Þjónn, það er Fönix
í öskubakkanum mínum! þar
sem hann gerði ýmsar tilraunir
með myndljóð. Meira er af slíku
í Ú á fasismann, en ljóðið hér að
ofan er einmitt úr henni.
Myndljóð
Lýstu eigin útliti. Hávaxinn, dökkhærður og hel-
massaður.
Hvaðan ertu? Fæddur og uppalinn á Akureyri. Á
ættir að rekja til Vestfjarða og Borgarfjarðar.
Hver vilt þú að verði næsti forseti
lýðveldisins Íslands? (Spyr síð-
asti aðalsmaður, Sigurður Björn Blön-
dal). Vigdís Finnbogadóttir. Hún er hvort eð er á
launum og þarf enga starfsþjálfun.
Er alvara í gríninu? Öllu gamni fylgir einhver al-
vara!
Hversu pólitískur ertu, á skalanum 1 til 10? Ég
er svona 2008.
Hvaða áhugamál höfða til þín? Tónlist, bækur,
kvikmyndir, lyftingar og rólegheit.
Kemur Davíð upp á milli Geirs H. Haarde og Ingi-
bjargar Sólrúnar? Davíð hver?
Hvað uppgötvaðir þú síðast um
sjálfan þig? Ég get horft á keisarauppskurð á
konunni minni án þess að það líði yfir mig.
Styðurðu ríkisstjórnina? Nei, það geri ég ekki.
Eigum við að ganga í Evrópusambandið? Ganga?
Ég hélt við værum að manna okkur upp í að
skríða.
Hver ber ábyrgð á kreppunni? Allir þeir sem vissu
að það voru engir peningar til, bara skuldir, en
gerðu ekkert í því nema ræða það á lokuðum fund-
um.
Dansarðu til að gleyma? Ég gleymi yfirleitt að
dansa.
Hvaða plötu hlustar þú mest á
þessa dagana? Silfursafnið hans Páls Óskars.
„Allt fyrir ástina“ er uppáhaldslag Heimis Más,
fjögurra ára drengsins míns.
Hvaða bók lastu síðast? 123 töfrar, uppeld-
isfræðibók.
Uppáhaldskvikmynd? Donnie Darko.
Hvenær varstu hamingjusamast-
ur? Þegar ég fékk nýfæddan son minn í hend-
urnar.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Að eitthvert
pakk ætli sér að rukka syni mína fyrir mistök
bankanna, en enginn hafi manndóm í sér til að
koma hingað heim og eiga orðastað við mig.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
yrðir stór? Af einhverjum völdum vildi ég alltaf
verða flugumferðarstjóri, eins undarlegt og það er
nú.
Hver eru þín mestu mistök? Að mennta mig ekki
meira.
Og þinn stærsti sigur? Að ná í unnustuna mína.
Hvernig viltu deyja? Umvafinn fjölskyldunni.
Hvers viltu spyrja næsta viðmæl-
anda? Keyptir þú flatskjá í góðærinu?
HENRÝ ÞÓR BALDURSSON
AÐALSMAÐUR VIKUNNAR HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR BEITTAR MYNDASÖGUR SEM HANN BIRTIR Á BLOGGSÍÐU SINNI, HENRY
THOR.BLOGSPOT.COM. ÞAR GAGNRÝNIR HANN RÁÐAMENN ÞJÓÐARINNAR OG SÝNIR AÐ ÁSTANDIÐ ER BARA EITT SKRÍPÓ.
Henrý Þór Er mikill áhugamaður
um lyftingar og rólegheit.
www.norddahl.org
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ er í senn ægilegt og ægileg-
ur léttir að vera kominn heim,“
segir ljóðskáldið Eiríkur Örn
Norðdahl sem kom til landsins í
vikunni. Eiríkur hefur búið í
Helsinki í Finnlandi í næstum
tvö ár, og var að koma til lands-
ins í fyrsta skipti eftir að ósköp-
in miklu dundu yfir. Hann segir
það vissulega hafa verið skrítið
að fylgjast með atburðum und-
anfarinna mánaða úr fjarlægð.
„Það er alveg ólýsanlega undarlegt
að sitja við tölvuna í Finnlandi þegar
verið er að ryðjast inn á lögreglu-
stöðvar, og hamfarir ganga yfir. Þá
finnur maður fyrir fjarveru sinni á
máta sem er eiginlega ólýsanlegur.“
Aðspurður segir Eiríkur að ís-
lenska kreppan hafi haft töluverð
áhrif á sig í Finnlandi.
„Ég var svo sniðugur að ég fór með
konunni minni til Ísafjarðar í sumar,
og við unnum eins og skepnur til að
spara pening, sem við fórum svo með
til útlanda þar sem hann varð að
engu,“ segir Eiríkur sem er ekkert
sérlega bjartsýnn á að ástandið lagist
á næstunni. „Það fer að vísu eftir því
hvað verið er að tala um langan tíma.
En ég bý í landi sem gekk í gegnum
kreppu fyrir hátt í 20 árum, kreppu
sem mér skilst að hafi verið töluvert
minni en sú sem er hér. En þar er
enn 6% atvinnuleysi og viðvarandi
eymd víðs vegar. Þannig að miðað við
forgangsröðunina hér er ég ekkert
sérstaklega bjartsýnn.“
Fönixinn og fasisminn
En nóg af krepputali. Eiríkur er
hér á landi til að fylgja eftir þremur
bókum sem komið hafa út að und-
anförnu, og hann tengist með einum
eða öðrum hætti. Fyrst ber að nefna
barnabókina Doktor Proktor og
prumpuduftið eftir Norðmanninn Jo
Nesbø sem kom út í október, og Ei-