Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Krabbameinsfélagsins
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
6
2
2
0
vinningar
Glæsilegir
Upplýsingar um vinningsnúmer í símum 540
1918 (símsvari) og 540 1900 og
á www.krabb.is/happ
Fjöldi útgefinna miða: 140.500
Þriðji hver Íslendingur fær krabbamein
einhvern tímann á lífsleiðinni
1 Inneign hjá Öskju upp í
Mercedes-Benz að eigin vali
Verðmæti 4.000.000 kr.
1 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð
Verðmæti 1.000.000 kr.
Úttektir hjá ferðaskrifstofu
eða verslun
Verðmæti 100.000 kr.
185
187 skattfrjálsir vinningar
að verðmæti 23.500.000 kr. Dregið 24. desember 2008
Vertu með og styrktu
gott málefni
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar
tuttugu og fimm manns komu saman einn sunnudags-
morgun á aðventunni, börn og fullorðnir, til að gera
piparkökur fyrir jólin. Þetta er margra áratuga hefð í
fjölskyldu Helgu Árnadóttur, sem ásamt tengdamóður
sinni Margréti gerði ævinlega piparkökur fyrir jólin
með dætrum sínum fyrir rúmum þrjátíu árum. Þegar
barnabörnin svo komu í heiminn hvert á fætur öðru
voru þau í aðalhlutverki. Og alltaf fjölgar í hópnum, nú
eru langömmubörnin orðin þó nokkur. Barnabörn syst-
ur hennar Helgu fá líka að vera með en elstu barna-
börnin og tengdasynirnir hafa fengið nýtt hlutverk,
sem er að sjá um að fletja út deigið. Yngri krakkarnir
skera aftur á móti út kökurnar og gera þó nokkuð af
því að borða deigið, segja að það sé best, enda sér
Helga amma ævinlega um að búa það til og það er auð-
vitað besta piparkökudeig í heimi. Þessi gjörningur
stórfjölskyldunnar fer ýmist fram heima hjá ömmu eða
dætrum hennar og dagurinn er tekinn snemma, allir
mæta fyrir klukkan tíu og svo er hádegisverður í boði
hússins.
Best að borða deigið
Til í slaginn Valdimar Kristinn Árnason mundar kökukeflið keikur, en hann var áhugasamur um kökurnar.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Ég ætla nú ekki að fara aðhæla mér fyrir það, en éghef vissulega verkaðskötu undanfarin ár,“
segir Sveinn Guðbjartsson í Hnífs-
dal þegar borið er upp á hann að
margir álíti hann mesta skötu-
sérfræðing Vestfjarða og þó víðar
væri leitað.
„Aflabrögð hafa verið góð og við
höfum fengið skötuna aðallega af
tveimur togurum. Togararnir Páll
Pálsson og Gunnbjörn hafa skaffað
mér skötu.“
Þegar Sveinn er spurður að því
hvað hann verki mikið magn af
skötu, þá er hann fljótur til svars:
„Þetta er náttúrulega eins og með
hestamennina í Skagafirði sem hafa
aldrei vitað hvað þeir eiga mikið af
hrossum. Ég veit ekkert hversu
margar skötur ég kæsi en þær eru
nokkuð margar.“
Það þarf að leka af henni
Aðspurður um hver sé hin mikla
kúnst við að verka skötu svo vel sé,
segir Sveinn aðalatriðið að ganga vel
um efniviðinn og hafa rétt hitastig
og annað tilheyrandi. „Skatan þarf
að vera kæst en ekki úldin, það er
mjög mikilvægt. Hitinn má ekki
vera of mikill, því þá skemmist hún
og svo þarf líka að leka af henni.“
Hringferðin við vinnslu skötunnar
segir Sveinn að taki um þrjár til fjór-
ar vikur.
Sveinn var ásamt fleirum að verka
og pakka skötu allan laugardaginn
til að leggja sitt af mörkum, en
Lionsklúbburinn á Ísafirði hefur
skötusölu sem fjáröflun. „Við höfum
verið að verka skötu í sameiningu og
selt út um allt land. Við roðrífum
hana, snyrtum hana og pökkum
henni í tveggja kílóa öskjur, þar sem
hún er tilbúin beint í pottinn.“
Kúnstin er að láta
hana ekki úldna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Herramannsmatur Mörgum finnst
tilheyra að leggja sér til munns ilm-
andi skötu á aðventunni.