Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 26
AGA Gasol® Afgreiðsla ÍSAGA, Breiðhöfða 11, er opin virka daga frá kl. 8 til 17. Þú sé rð in ni ha ld ið ! IS A -3 4 2 .3 – ÍD E A g rafísk h ö n n u n Alla daga frá kl. 10 til 22 Heimsend ingarþjónu sta fyrir jólinM undu að panta! Þú færð allar nánari upplýsingar um AGA Gasol hylkin, þrýstiminnkara, slöngur og sérlausnir hjá umboðsmönnum okkar og í þjónustuveri ÍSAGA í síma 577 3000. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. ÞRÓUN íslenskra verkfræðistofa hefur verið nátengd upp- byggingu orkuiðnaðar- ins á síðustu áratug- um. Á fyrra tímabili uppbyggingarinnar ár- in 1968 til 1978 urðu í fyrsta sinn til hér á landi verkfræðistofur sem gátu tek- ið þátt í stórum verkefnum sem þó voru að jafnaði leidd af erlendum verkfræðistofum. Þannig var það t.d. við hönnun og byggingu Búr- fellsvirkjunar og Sigölduvirkjunar. Á núverandi uppbygging- artímabili í orkuiðnaði sem hófst ár- ið 1995 tók við næsta stig í þróun ís- lensku verkfræðistofanna. Þá færðust þær endanlega frá því að vera tiltölulega lítil fyrirtæki yfir í það að vera fyrirtæki sem geta keppt um verkefni á alþjóðavísu. Er nú svo komið að hjá þremur stærstu fyrirtækjunum í greininni starfa samtals um 950 manns á Íslandi. Það er einnig ljóst, að mati undirrit- aðra, að ef ekki hefði komið til þessi mikla styrking verkfræðigeirans fyrir tilstuðlan orkuiðnaðarins væru innlendir aðilar ekki í stakk búnir til að taka að sér verkefni utan Íslands eða leiða undirbúning, hönnun og byggingu stórverkefna eins og t.d. álvers á Grundartanga, Kára- hnjúkavirkjunar og tengdra verk- efna, álvers í Helguvík, umfangs- mikilla endurbóta hjá ISAL, virkjana í Tungnaá og Þjórsá, gufu- aflsvirkjana á Nesjavöllum og á Hellisheiði o.fl. stórverkefna. Að jafnaði 650 til 700 innlendir sérfræðingar Til að greina þetta nánar er hér birt tafla sem sýnir fjárfestingar í orkuiðnaðnum á seinni hluta núver- andi uppbyggingartímabils (árin 2003 til 2007). Miðað við að und- irbúningur, hönnun og eftirlit sé u.þ.b. 13% af heildarfjárfestingunni Alþjóðlegur þekkingariðnað- ur – Íslenskur orkuiðnaður Eyjólfur Árni Rafnsson og Sveinn I. Ólafsson skrifa um uppbyggingu í orkuiðnaðinum » Í raun hefur vöxtur orkuiðnaðarins stuðlað að einni hröð- ustu uppbyggingu þekk- ingariðnaðar sem þekk- ist í íslenskri atvinnusögu. Hann hef- ur breytt ráðgjafarverk- fræði úr innlendum smáfyrirtækjarekstri í alþjóðlega starfsemi ... Eyjólfur Árni Rafnsson Sveinn I. Ólafsson Samtals fjárfest í Þar af undirbúningur Áætlaður fjöldi starfa orku- og iðjuverum hönnun og eftirlit við undirbúning Milljarðar ISK. Milljarðar ISK. hönnun og eftirlit 2003 29,7 3,9 314 2004 43,7 5,6 452 2005 103,6 13,5 1089 2006 133,0 17,3 1395 2007 94,0 12,2 983 Á DAGSKRÁ Al- þingis er þessa dag- ana staða Rík- isútvarpsins á auglýsingamarkaði. Gárur þessa máls ná langt út fyrir það hvort Skjár 1 geti haldið áfram sínu starfi eða Stöð 2 fái stærri hluta auglýs- ingakökunnar á sinn disk en áður. Viljinn stendur til þess að á þess- um markaði starfi einkareknar stöðvar samhliða ríkisbatteríinu, enda sé því hollt að hafa sam- keppni. Undanfarna áratugi hefur Rík- isútvarpið staðið menningarvaktina í síbreytilegu umhverfi. Leikvöll- urinn breyttist umtalsvert með til- komu einkarekinna stöðva en kraf- an á Ríkisútvarpið er ávallt sú sama: að þar sé sinnt öryggis- og menningarhlutverki sem að öðrum kosti dytti upp fyrir og hyrfi. Hvort öryggis- hlutverkið er jafnbrýnt og áður er ekki gott að átta sig á. Menningar- hlutverkið liggur ljósar fyrir. Því hefur verið sinnt af mikilli natni á Rás 1, sem hefur þrátt fyrir aukna samkeppni haldið stöðu sinni sem ótvíræður merkisberi listar og menningar í landinu og menn keppast við að sverja gömlu gufunni hollustueið í ræðu og riti. Rás 2 hefur á sínum 25 árum náð algerri sérstöðu á tónlistarútvarps- markaði og haldið á lofti miklu breiðara litrófi tónlistar en einka- reknar stöðvar hafa treyst sér til. Um þessa starfsemi hefur ríkt nokkur sátt í þjóðfélaginu. Sam- kvæmt fréttum stendur ekki til að gera athugasemdir við útvarps- auglýsingar RÚV. Ríkissjónvarpið er hinsvegar í eldlínunni og mun líklega missa umtalsverðar tekjur í formi auglýs- inga. Þrátt fyrir að við tónlist- armenn teljum að okkar hlutur ætti að vera fjölbreyttari í dagskrá Ríkissjónvarpsins, skal því haldið til haga að þar er þó vísir að dag- skrárgerð í tónlist og skilningur á framlagi tónlistarmanna, en aðrar stöðvar telja vinnu þeirra þess eðlis að sýnileikinn á öldum ljósvakans sé t.d. næg greiðsla í samkeppn- isumhverfi. Það er alvarlegt mál ef Rík- isútvarpið/Sjónvarp dettur út úr hringiðu tónlistarfólks í landinu. Þrátt fyrir allt hefur samstarfið verið farsælt í tugi ára. Báðir að- ilar hafa tekið tillit hvor til annars og jafnan komist að niðurstöðum sem duga. Ríkisútvarpið/Sjónvarp hefur ætíð verið ómissandi hlekkur í flók- inni keðju listalífsins. Birting- armynd tónlistarviðburða í fjöl- miðlum verður sífellt mikilvægari hluti af samfélagslegu gildi þeirra. Það er hreinlega vondur bissness hjá ríkisvaldi sem skreytir sig með listrænum fjöðrum í partíum að búa svo um hnútana að miðlun at- burða verði skertur verulega. Það er gott og blessað að á markaði séu miðlar sem lúta lög- málum framboðs og eftirspurnar eingöngu. Það er þó ekki síður mikilvægt að almenningur hafi áfram aðgang að opnum miðli sem hefur að markmiði viðhald menn- ingar- og menntastigsins. Hér verður ekki einu sinni gengið svo langt að fara fram á sókn, því varn- arbaráttan er allsráðandi í ljósi yf- irvofandi atlögu að Ríkisútvarpinu. Séð og heyrt í opinni dagskrá Pétur Grétarsson skrifar um Rík- isútvarpið » Það er alvarlegt mál ef Ríkisútvarpið/ Sjónvarp dettur út úr hringiðu tónlistarfólks í landinu. Höfundur er hljómlistarmaður og áhugamaður um dagskrárgerð í tón- list. Pétur Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.