Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 ✝ Oddur HeiðarJónsson fæddist á Akureyri 26. sept- ember 1958. Hann andaðist þar 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jón Laxdal Jónsson, f. 18. október 1932 og Magnea Ólöf Odds- dóttir, f. 11. mars 1938. Systkini Odds eru: 1) Stefán Magnús, f. 26. ágúst 1957, maki Halla Sif Svav- arsdóttir, f. 26. janúar 1960, dóttir Elma Berglind, f. 26. febrúar 1982; 2) Elín Jónína, f. 13. ágúst 1961, maki Anton Rúnar Helgason, f. 10. júní 1960, börn Lóa Júlía, f. 13. júlí 1986 og Daníel Örn, f. 17. júlí 1990 og 3) Kol- brún Ósk, f. 2. sept- ember 1969. Hálf- bróðir samfeðra er Jón Már, f. 1. febrúar 1957, maki Anna Þóra Árnadóttir, f. 26. júlí 1958, börn Sigurður Vilmundur, f. 18. nóv- ember 1985 og Hall- dóra Auður, f. 20. júlí 1989. Oddur bjó alla tíð á Akureyri og starfaði allan sinn starfsaldur hjá Mjólkursamlagi KEA sem seinna varð Mjólkursamsalan. Útför Odds fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Mann setur hljóðan – Um stund er sem allt hljóðni, en smám saman skýrist hugsun, kær vinur, bróðir og mágur er fallinn frá á besta aldri. Stundum koma þær stundir að manni finnst tíminn standa kyrr. Yfir allt færist ástand afneitunar, hverjum hefði dottið það í hug að eiga eftir að skrifa minningargrein um þig á þess- ari stundu. Allar okkar góðu stundir fljúga gegnum hugann á þessum erfiða tíma, samverustundir sem eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Oddur var ekki bara bróðir og mágur heldur fyrst og síðast einstakur vinur, hann var ætíð sjálfkjörinn ef eitthvað stóð til, hvort sem var að rétta hjálpar- hönd, taka þátt í hinum ýmsu fjöl- skylduviðburðum eða fara í ferðalög um lengri eða skemmri veg, alltaf var Oddur til. Það er mikil gæfa að eiga góðan vin sem Oddur var og við gæt- um veitt upp úr hugardjúpinu dýrind- is minningar úr æsku og frá unglings- og fullorðinsárum en þær verða geymdar í albúmum hugans. Síðustu minningarbrotin eru frá af- mælinu þínu í haust þegar fjölskyldan kom saman til að halda upp á þessi tímamót því þú vildir ekkert umstang og veisluhöld, bara stund með fjöl- skyldunni og núna síðast þegar fjöl- skyldan hittist og gerði saman laufa- brauðið. Það verður erfitt að sættast við orðinn hlut en þó okkur líki ekki allt líður tíminn áfram, tími sem okkur er gefinn í eilífri hringrás. Minning um góðan dreng mun ætíð lifa. Hugur okkar dvelur hjá þér, elsku Oddur. Samúð okkar er hjá Jóni, Lóu, systkinum og fjölskyldu, megi þeim veitast styrkur í sorginni. Stefán og Halla Sif. Kæri Oddur. Okkur fjölskylduna langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Það er erfitt að koma hugs- unum sínum á blað eftir þetta mikla áfall að missa þig svona snemma og fyrirvaralaust. Þegar hugurinn reikar til baka kemur fyrst upp í hugann, hvað þú hafðir mikinn áhuga á tónlist. Ég man hvað það var spennandi að fá að fara niður í herbergi til þín og hlusta á nýj- ustu plöturnar sem þú hafðir keypt. Þú hafði mikil áhrif á tónlistarsmekk minn, og var ég stundum gagnrýnd fyrir að þykja bara skemmtilegt það sem þér fannst skemmtilegt. Ég held að það hafi bara verið nokkuð rétt. Þú varst líka mjög duglegur að senda krökkunum tónlist því þú fylgdist allt- af svo vel með. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga sameiginlegt áhugamál, þ.e. fjallgöngur og útivist. Þetta varð til þess að við fórum í nokkrar ferðir saman á seinustu árum og ber þar hæst gönguferðir á Bretagne-skag- ann og í Pyrenea-fjöllin tvö síðustu sumur. Ég veit að þér fannst Frakk- landsferðin ekki nógu krefjandi, þó hún væri skemmtileg, það var alltaf stutt í gamla keppnisskapið hjá þér. Ferðin í Pyrenea-fjöllin, sem Kolla systur fór líka með okkur í, var alveg ógleymanleg ferð og með bestu ferð- um sem við fjölskyldan höfum farið í. Það er ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en þig. Þú varst alltaf svo jákvæður og alltaf til í gera allt sem var stungið upp á. Við vorum byrjuð að leggja drög að næstu ferð, ferð sem þú hafðir sérstakan áhuga á að fara í. Við vorum búin að tala við far- arstjórann okkar og athuga hvort möguleiki væri á að búa til svona ferð. Ef þessi ferð verður að veruleika munum við fara í þessa ferð til minn- ingar um þig. Þegar þú varðst fimmtugur í lok september, þá ákvaðstu að halda upp á afmælið fyrir vestan hjá okkur. Þér fannst það alveg tilvalið að spila golf á afmælisdaginn og borða svo góðan mat með nánustu fjölskyldu um kvöldið. Þessa helgi áttum við saman ógleymanlegar stundir sem við erum þakklát fyrir. Kæri bróðir, mágur og frændi, það er erfitt að kveðja þig, en minningin um þig mun lifa áfram í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Elín, Anton, Lóa og Daníel. Elsku Oddur minn, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn. Öllum þótti svo vænt um þig og nú eru jólin að koma án þín en samt verður þú með okkur því við erum alltaf að hugsa um þig. Þú varst með okkur og alltaf til staðar ef eitthvað var um að vera, eitthvert verk sem þurfti að vinna eða þá að boðið var til veislu, þá varst þú ómissandi. Við vorum að undirbúa jólin saman þegar þú veiktist svona skyndilega. Fjölskyldan er sorgmædd en við yljum okkur við yndislegar minningar um góðan dreng og blíða brosið þitt. Ég veit að þú ert umvafinn góðum englum, elsku frændi minn. Þín er sárt saknað. Með þér var lífið svo ljúft og hreint og ljómi yfir hverjum degi. Í sál þinni gátum við sigur greint frændinn minn elskulegi. Elma Berglind Stefánsdóttir. Miðvikudagurinn 10. desember sl. var dálítið þokukenndur eftir að mamma hringdi í mig og sagði mér að Oddur frændi væri allur. Maður á besta aldri í góðu formi varð bráð- kvaddur, af hverju? Eftir situr maður hugsi, en yljar sér við góðar minn- ingar. Við Oddur áttum sama afa og ömmu í sveitinni, Odd og Jónínu í Þorpum. Blessuð sé minning þeirra. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur systkinunum á Grund þegar von var á frændfólkinu frá Akureyri í sveitina. Þá var ýmislegt brallað sam- an. Minningar um tilraunir á eggjun- um í hænsnakofanum, kassabílagerð í eldiviðargeymslunni hjá afa og búsýsl á Skothúshólnum í gamla skothúsinu hans langafa fara í gegnum hugann. Eldri bræðrum mínum fannst alltaf lifna yfir sveitinni þegar Oddur kom að Þorpum á vorin þegar skólinn var búinn. Með honum urðu störfin miklu skemmtilegri og léttari. Á kvöldin var svo farið í leiki og þá var oft mikið fjör og gaman. Strákarnir hjóluðu mikið, en urðu að hjóla til skiptis því ekki voru nú til mörg hjól í sveitinni. Eitt kvöldið bilaði hjólið, það hafði losnað ró í pedalanum og týndist. Oddur kom þá með það gullkorn að róin liti alveg eins út og steinn með gati og leitað var í mölinni eftir þeirri lýsingu. Það fylgdi ekki sögunni með árangurinn. Oddur var líka mjög góður í fótbolta og gat alltaf leikið á hina og skorað mark. Við minnumst líka heyskapar- tímans þegar allt var slegið með sláttutætara upp í vagn. Þá var mikið sport hjá okkur að láta heybununa frá tætaranum grafa okkur í kaf í vagn- inum og kom þá einu sinni fyrir að afi mokaði okkur með heyinu því hann sá okkur ekki. Eftir að við komumst á fullorðins- árin urðu samverustundirnar færri, en mikið er ég glöð yfir síðasta fundi okkar í fyrrasumar, þegar þú varst nýkominn heim úr gönguferð á Spáni og greinilegt var að göngubakterían hafði náð tökum á þér. Þú spurðir mig með lotningu hvort ég væri ekki búin að ganga á öll fjöll á Íslandi. Ég taldi að ég ætti nú ýmislegt eftir og líklega entist mér ekki aldur til að klára það verkefni. Eftir þetta samtal var ég viss um að við ættum eftir að fara ein- hverjar ferðir saman næstu árin, en því miður verður ekki af því í þessu jarðlífi. Svona er lífið óútreiknanlegt, en kannski tökum við frændfólkið okkur saman og förum einhverjar gönguferðir saman til minningar um þig í framtíðinni. Það var leiðinlegt að þú skyldir ekki vera með okkur í sum- ar þegar stórfjölskyldan frá Þorpum fór í gönguferð saman á Mókollsdal- inn í Kollafirðinum í Strandablíðunni. Mamma og við systkinin sendum Lóu og Nonna, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Megi al- góður Guð styrkja ykkur í gegnum sorgina. Minningin lifir. Jónína Pálsdóttir. Kveðja frá samstarfsfólki MS Akureyri Í dag kveðjum við hinsta sinni kær- an samstarfsmann okkar og félaga, Odd Heiðar Jónsson. Oddur vann all- an sinn starfsaldur hjá Mjólkursam- laginu á Akureyri og því stórt skarð höggvið í samheldinn hóp. Það er sárt að hugsa til þess að hann verði ekki lengur á meðal okkar, jafn órjúfanleg- ur hluti og hann var af leik okkar og starfi. Við komum ekki lengur til með að mæta honum á göngunum, bros- andi með kaffibollann. Sjá hann til- sýndar skeggræða við félagana, með krosslagðar hendur á brjósti. Fylgj- ast með honum spjalla við samstarfs- fólkið í kaffitímum og hlæja að öllu bullinu, svo tárin runnu. Oddur var ljúfur drengur sem átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á málefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir það gat hann tekist á við félagana um menn og málefni, þótt jafnan væri stutt í brosið. Hans verður sárt saknað úr fjallaferðum starfsfólksins, bæði jeppa- og gönguferðum, því hann naut þess að vera úti í náttúrunni. Oddur var mikill golfunnandi eins og vinnufélagar hans margir um langt skeið. Hann eyddi því frítíma sínum gjarnan á golfvellinum með vinnu- félögunum að loknum vinnudegi. Golfmót samlagsins verða því vart söm án hans. Oddur hvarf fyrirvaralaust úr röð- um okkar og nú er sætið hans skyndi- lega autt. Við söknum hans sárt og eigum erfitt með að sjá einhvern til- gang í því hjá æðri máttarvöldum að nema svo snögglega á brott mann á besta aldri. Vanmáttug trúum við því að hans bíði mikilvægt hlutverk hin- um megin. Minning um góðan vinnu- félaga og náinn vin lifir í hjörtum okk- ar. Foreldrum Odds og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau á erfiðum tímum. Oddur Jónsson Öll minningarkort – einn vefur www.minningarkort.is ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN CLAUSEN hæstaréttarlögmaður, Blikanesi 3, Garðabæ, sem andaðist að kvöldi fimmtudagsins 11. desem- ber, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, föstudaginn 19. desember, kl. 13.00. Guðrún Erlendsdóttir, Ólafur Arnarson, Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, Guðrún Sesselja Arnardóttir, Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Þorsteinn Guðbjörnsson og barnabörn. ✝ Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR BJARNADÓTTUR, Skáney, Reykholtsdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi fyrir góða umönnun. Bjarni Marinósson, Birna Hauksdóttir, Jakob Marinósson, Anna Sigurðardóttir, Þorsteinn Marinósson, Agnete Kristoffersen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF SEPTÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis á Hringbraut 3, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 22. desember kl. 15.00. Guðrún S. Guðmundsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Bára Guðmundsdóttir, Óttar Eggertsson, Anna S. Guðmundsdóttir, Bjarni Jónasson, Þórunn Halla Guðmundsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Ólafur Thorarensen, Atli Guðmundsson, Brynja Þorgeirsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTÍNA GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, Fellsmúla 2, Reykjavík, sem lést mánudaginn 8. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. desember kl. 15.00. Gísli Baldur Jónsson, Kristrún B. Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Romeo D. Rosario, Ágústína Guðrún Pálmarsdóttir, Einar Bergur Pálmarsson, Árni Stefán Gylfason, Romeo Ágúst Rosario, Ágústína Sara Rosario, Sverrir Florente Rosario, Lydia Guðrún, Bryndís Theresía, Kristrún Ýr og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri BJÖRGVIN JÓSTEINSSON kennari, Grandavegi 45, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 18. desember. Guðrún Steingrímsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir, Ingi Steinn Björgvinsson, Vera Buus-Nilsen, Dagný Björgvinsdóttir, Jóhann S. Bogason, Bryndís Björgvinsdóttir, Brjánn Ingason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.