Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
„Ég leyfi mér að efast um að endurskoðendur
hafi haft fulla yfirsýn hvað var að gerast hjá mörg-
um af þessum félögum. Þau voru oft dreifð út um
allan heim,“ segir Aðalsteinn Hákonarson, deild-
arstjóri hjá ríkisskattstjóra, en hann skrifaði grein
í desemberhefti Tíundar, fréttablaðs ríkisskatt-
stjóra, um skuldsettar yfirtökur og samruna fyr-
irækja hérlendis. Þar segir hann að viðskiptalífið á
Íslandi hafi snúist um vissar blekkingar sem sner-
ust um að sýna eins góða fjárhagsstöðu fyrirtækja
og mögulegt var með því að færa allar eignir
þeirra til bókar á hæsta mögulega verði.
Vill breyta starfsumhverfi endurskoðenda
Aðalsteinn vill þó ekki meina að endurskoð-
endur hafi verið blekktir en starfsumhverfi þeirra
hafi gert stöðu þeirra mjög viðkvæma. „Það sam-
band sem er milli verkaupandans, fyrirtækjanna,
og endurskoðandans er mjög viðkvæmt því að það
er hægt að henda endurskoðandanum út ef menn
eru óánægðir með hann. Ég hef talið mjög nauð-
synlegt að tryggja starfsumhverfið með þeim
hætti að endurskoðendur verði skipaðir til fimm
ára í þessum stærri félögum og fjármálafyrir-
tækjum og hættu síðan að þeim tíma loknum.
Þannig hafa þeir ákveðið öryggi og gætu beitt sér
af fullum þunga. Ég hef það á tilfinningunni að
þeir hafi ekki alltaf getað það. Stjórnendur félaga
eru alltaf að sýna stöðu sem eykur virði hlutabréf-
anna. Ég held að tiltekin varúðarsjónarmið, sem
mikilvægt er að hafa til hliðsjónar í reiknings-
skilum, hafi stundum verið lögð til hliðar. Þegar
spennan og hraðinn verður svona mikið, líkt og hér
var, verður þáttur endurskoðendanna minni en
þáttur stjórnendanna dálítið yfirgnæfandi. Þarna
voru kraftar sem toguðust á.“
Milljónir breytast í milljarða
Að mati Aðalsteins varð ákveðin breyting á ís-
lensku viðskiptalífi á árunum 2002 til 2003 þegar
ódýrt lánsfé fór að streyma hingað til lands frá As-
íu. „Í kringum þennan tíma fóru milljónir að breyt-
ast í milljarða. Þá tútna efnahagsreikningarnir út.
Reikningar bankanna margfaldast og fyrirtækj-
anna líka. Heildareignir voru alltaf að aukast vegna
þess að menn voru alltaf að kaupa ný og ný fyr-
irtæki.“
Aðalsteinn var á sínum tíma stjórnarformaður
KPMG og einn aðaleigenda fyrirtækisins. Í störf-
um sínum sem endurskoðandi sinnti hann meðal
annars endurskoðun á félagi sem heitir Fjárfar,
sem síðar kom í ljós að var í eigu Baugs. Viðskipti
Fjárfars voru umfjöllunarefni fyrsta kafla ákær-
unnar í Baugsmálinu. Þeim hluta málsins var vísað
frá dómi þar sem hann þótti lýsa viðskiptum, ekki
lögbroti.
Aðalsteinn var tvívegis kallaður til yfirheyrslu
vegna málsins. Hann hætti störfum hjá KPMG í
kjölfarið. Honum fannst hann hafa verið blekktur
þegar hann tók að sér endurskoðun Fjárfars enda
var honum ekki gerð grein fyrir því að félagið til-
heyrði Baugssamstæðunni. „Þarna var verið að
leyna ákveðnu eignarhaldi með því að fá aðra til að
fronta eignarhaldið. Venjan er sú að þegar endur-
skoðendur eru valdir endurskoða þeir alla sam-
stæðuna. Það kom síðar í ljós að þetta félag til-
heyrði Baugssamstæðunni. Ef endurskoðendur
Baugs hefur endurskoðað þetta félag eins og önn-
ur í þeirra eigu hefðu þeir áttað sig á því að þarna
var ekki allt í lagi. En það tókst með því að velja ut-
anaðkomandi aðila, sem vann ekki hjá samstæð-
unni, að koma ákveðnum hlutum framhjá.“
Skorti yfirsýn á umfangi
Aðalsteinn Hákonarson
vill breyta starfsum-
hverfi endurskoðenda
Morgunblaðið/Sverrir
KPMG Aðalsteinn er fyrrum stjórnarformaður KPMG auk þess sem hann var einn aðaleigandi fyr-
irtækisins. Hann hætti störfum þar fyrir um fjórum árum og hefur starfað hjá ríkisskattstjóra síðan.
Aðalsteinn var tvívegis yfirheyrður á rannsókn-
arstigi Baugsmálsins, 14. júlí 2004 og 31. maí
2005, þar sem hann var endurskoðandi Fjár-
fars. Aðalsteinn sagði við fyrri yfirheyrsluna að
hann taki „fram að honum finnist allt þetta
mál varðandi Fjárfar með ólíkindum“.
Við síðari yfirheyrslu sagðist Aðalsteinn vilja
„árétta að hann hafi þarna verið í samskiptum
við fyrrverandi starfsfélaga sinn til að minnsta
kosti 19 ára, Tryggva Jónsson. Aðalsteinn segir
að vinna hans hafi byggst á trausti við
Tryggva. Aðalsteinn segir að hann líti svo á að
hann hafi sem endurskoðandi félagsins [Fjár-
fars] verið blekktur af Tryggva Jónssyni. Að-
alsteinn segir enn fremur að hann telji að það
hafi verið ásetningur Tryggva að leita til hans
með endurskoðun Fjárfars ehf., og hafi það
verið hluti af blekkingarferli sem verið hafi
með eignarhald og rekstur Fjárfars ehf. því að
ef endurskoðendur Gaums ehf. eða Baugs ehf.
hefðu annast endurskoðunina hefðu rang-
færslur uppgötvast.“
Vitnisburður Aðalsteins vegna Baugsmálsins
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
BYRJAÐ var í gær að rífa einn af fáum gömlum
eikarbátum sem enn voru eftir hér á landi. Talið
var að Hilmir ST-1 væri orðinn slysagildra þar
sem hann stóð á hól skammt frá bryggjunni á
Hólmavík. Vonir voru á sínum tíma bundnar við
að takast mætti að varðveita bátinn sem merk-
an kafla í atvinnusögu við Steingrímsfjörð, en af
því verður ekki. „Þetta er ósköp, ósköp sárt, en
því miður varð þetta ekki umflúið,“ sagði Ásdís
Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar í gær.
„Það hefur ekki mikið verið gert fyrir bátinn,
sem er einn af elstu eikarbátunum, frá því að
hann var dreginn upp á land með samþykkt
sveitarstjórnar árið 1996. Félagið Mummi, sem
stofnað var um varðveislu bátsins, hafði ekki
burði til að endursmíða hann. Því miður var bát-
urinn orðinn mikið skemmdur og enginn sómi
sýndur þar sem hann grotnaði niður.“
Hefja þurfti endursmíði 1996
Að sögn Ásdísar sá Byggðasafnið sér ekki
fært að taka bátinn upp á sína arma og skipa-
verkfræðingur sem skoðaði bátinn úrskurðaði
hann nánast ónýtan. „Í rauninni hefði þurft að
hefjast handa við endursmíði og varðveislu báts-
ins strax eftir að hann var dreginn á land árið
1996,“ sagði Ásdís. Hilmir var smíðaður árið
1942 og hafði smíðanúmer 1 úr dráttarbrautinni
í Keflavík segir á strandir.is.
Gamall eikar-
bátur rifinn
á Hólmavík
Morgunblaðið/Kristín
Einn af þeim síðustu Mörgum er eftirsjá að eikarbátnum Hilmi ST-1 sem byrjað var að
brjóta niður á Hólmavík í gær. Báturinn gegndi stóru hlutverki í atvinnusögunni.
GUÐBJÖRG Að-
albergsdóttir
hefur verið skip-
uð í embætti
skólameistara
Framhaldsskól-
ans í Mosfellsbæ
til fimm ára frá
15. janúar nk.
Guðbjörg lauk
stúdentsprófi frá
Verslunarskóla
Íslands árið 1988, BA í íslensku frá
Háskóla Íslands 1993 og hlaut
kennsluréttindi 1994. Hún starfaði
sem áfangastjóri og íslenskukenn-
ari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
til 2004 og síðan sem skólastjóri
Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Skipuð skólameist-
ari í Mosfellsbæ
Guðbjörg
Aðalbergsdóttir
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur
ákveðið að skipa sérstaka verkefn-
isstjórn til að leggja drög að stefnu-
mótun ráðuneytisins á sviði háskóla-
mála og vísinda til að bregðast við
breyttum aðstæðum í atvinnu- og
efnahagsmálum. Ráðherra mun
einnig skipa sérstaka ráðgjafarnefnd
með þátttöku erlendra sérfræðinga.
Ný verkefnisstjórn
LÖGREGLAN, slökkviliðið, björg-
unarsveitir og sjúkraflutningamenn
fengu afhentar í gær bráðaflokk-
unartöskur til notkunar þegar slys
ber að höndum. Um er að ræða kerfi
til forgangsflokkunar sjúklinga.
Við bráðaflokkun eru sjúklingar
merktir með litaspjöldum, grænum,
rauðum eða gulum eftir áverkum. Á
spjöldunum eru einnig raðnúmer
auk þess sem hægt er að skrá lág-
marksupplýsingar um áverka og
heilsufar.
Nýtt kerfi til að
flokka sjúklinga
Morgunblaðið/RAX
STUTT
Úr bréfi Jóns E. Alfreðssonar kaupfélags-
stjóra til sveitarstjóra Strandabyggðar sem
birt er á strandir.is: Ég ítreka enn einu sinni
að ég tel það slys varðandi atvinnusögu
Hólmavíkur að rífa þennan bát, en saga hans
er samofin útgerðarsögu þorpsins í meir en
fimmtíu ár. Hilmir kom til Hólmavíkur á sjó-
mannadaginn, lýðveldisárið 1944, og voru þá
liðin 2 ár frá smíði hans. Á honum voru
stundaðar fleiri tegundir veiðskapar næstu
hálfa öldina en almennt gerðist. Má þar
nefna, handfæraveiðar, línuveiðar..., hringnót-
arveiðar á Norðurlandssíld, með 9-10 manns í
áhöfn, síldveiðar í reknet, smásíldarveiðar til
beitu í landnót, dragnótarveiðar, hörpudisks-
veiðar, smokkfisksveiðar til beitu, einstaka
hákarlaveiðitúrar og síðast en ekki síst
rækjuveiðar, bæði innfjarða og úthafsveiðar.
Síðasti róður Hilmis var í apríl 1995.
Hilmir fengi nýtt hlutverk
Stefán Gíslason, fyrrverandi sveitarstjóri,
skrifar á strandir.is: „Við, þessir bjartsýnu
menn, ólum með okkur draum um nýtt hlut-
verk fyrir Hilmi, Hólmvíkingum og ferða-
mönnum nútíðar og framtíðar til fróðleiks og
yndisauka. Draumurinn var að Hilmir yrði
gerður aðgengilegur á þurru landi sem nokk-
urs konar safn um útgerðarsögu Húnaflóa,
enda var báturinn þá þegar einn af fáum
sæmilega heillegum eikarbátum frá upphafi
lýðveldisins, auk þess að hafa leikið einstakt
hlutverk í atvinnusögu Hólmavíkur. En bjart-
sýni og afl til framkvæmda fara ekki alltaf
saman.“
Slys varðandi atvinnusögu