Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
✝ Örn Clausen fædd-ist í Reykjavík 8.
nóvember 1928. Hann
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni
11. desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Sesselja
Þorsteinsdóttir Clau-
sen, f. 28. desember
1904, d. 6. desember
1995, og Arreboe Clau-
sen, kaupmaður og síð-
ar bifreiðarstjóri í
Reykjavík, f. 5. nóv-
ember 1892, d. 8. des-
ember 1956. Foreldrar Sesselju voru
hjónin Arnheiður Magnúsdóttir og
Þorsteinn Jónsson, bóndi í Eyvind-
artungu og í Úthlíð í Biskupstungna-
hreppi í Árnessýslu. Arnheiður var
dóttir Arnheiðar Böðvarsdóttur og
Magnúsar Magnússonar hreppstjóra,
sem bjuggu um skeið í Úthlíð og síð-
ar á Laugarvatni, og Þorsteinn var
sonur Kristínar Árnadóttur og Jóns
Collins Þorsteinssonar, bónda í Út-
hlíð. Foreldrar Arreboes voru Hol-
ger Peter Clausen, kaupsýslumaður í
Liverpool, Kaupmannahöfn og í
Melbourne í Ástralíu, síðar kaup-
maður og alþingismaður í Ólafsvík, á
Búðum, í Stykkishólmi og Reykjavík,
og seinni kona hans, Guðrún Þor-
kelsdóttir Clausen. Örn átti einn al-
bróður, Hauk, sem var tvíburabróðir
hans, og Alfreð Clausen, hálfbróður
samfeðra, f. 1918, d. 1981.
Eftirlifandi kona Arnar er Guðrún
Erlendsdóttir, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, f. í Reykjavík 3. maí
1936, og gengu þau í hjúskap 9. júlí
1961. Foreldrar Guðrúnar voru Jó-
hanna Vigdís Sæmundsdóttir hús-
móðir, f. 30. nóvember 1899, d. 19.
hann 1958 og árið 1963 hlaut hann
réttindi hæstaréttarlögmanns. Á
námsárunum sat hann í stjórn Ora-
tors, félags laganema, og Heimdall-
ar, félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Fljótlega að loknu laga-
prófi tók Örn við starfi forstjóra
Trípólíbíós í Reykjavík. Því starfi
gegndi hann fram á haust 1957. Frá
ársbyrjun 1958 rak Örn lögmanns-
stofu í Reykjavík, og frá 1961 til
1978 rak hann stofuna í félagi við
eiginkonu sína. Örn starfaði sem
lögmaður í Reykjavík allt fram í
maí 2007. Á lögmannsferli sínum
lagði Örn mikla áherslu á að sinna
verjendastörfum og réttargæslu
fyrir fólk sem komist hafði í kast við
lögin.
Örn var einn af fremstu frjáls-
íþróttamönnum Íslands, og í hópi
bestu frjálsíþróttamanna heims, á
árunum í kringum 1950. Hann og
Haukur, tvíburabróðir hans, gerðu
garðinn frægan víða á Norð-
urlöndum og í Evrópu. Örn setti 10
Íslandsmet á stuttum íþróttaferli
sínum, átti meðal annars Norð-
urlandamet í tugþraut og varð
Norðurlandameistari í sömu grein.
Í þrjú ár í röð var hann einn af
þremur fremstu tugþraut-
armönnum heims. Árið 1950 hlaut
hann silfurverðlaun í tugþraut á
Evrópumeistaramótinu í frjálsum
íþróttum, sem haldið var í Brussel.
Örn og Haukur kepptu báðir á Ól-
ympíuleikunum í London 1948 og
Örn var talinn líklegur til verðlauna
á Ólympíuleikunum í Helsinki 1950,
en ekki varð af þátttöku hans þar
vegna meiðsla.
Örn andaðist á Sóltúni, þar sem
hann hafði dvalist í 10 mánuði og
notið frábærrar umönnunar alls
starfsfólksins.
Útför Arnar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
nóvember 1981, og
Erlendur Ólafsson,
sjómaður, f. 9. febr-
úar 1894, d. 30. ágúst
1980. Börn þeirra
eru: 1) Ólafur, rekstr-
arhagfræðingur, f.
18. júlí 1963. Kona
hans er Sólveig Sif
Hreiðarsdóttir, við-
skiptafræðingur, f.
24. desember 1964.
Börn þeirra eru: a)
Örn, f. 16. janúar
1989, b) Þórdís Sess-
elja, f. 8. júlí 1992, c)
Ólafur Hreiðar, f. 3. ágúst 1997, og
d) Erlendur, f. 31. maí 1999. 2) Guð-
rún Sesselja, héraðsdómslögmaður,
f. 23. ágúst 1966. Maður hennar er
Jóhann Sigurðarson, leikari, f. 21.
apríl 1956. Börn þeirra eru: a) Örn
Gauti, f. 24. febrúar 1995, og b) Jó-
hann Ólafur, f. 22. desember 1996. 3)
Jóhanna Vigdís, leikkona, f. 26. maí
1968. Maður hennar er Þorsteinn
Guðbjörnsson, rekstrarfræðingur, f.
8. september 1966. Börn þeirra eru:
a) Ólafur Örn, f. 16. janúar 2006, og
b) Þorsteinn Ari, f. 6. desember
2007.
Synir Arnar og fyrri konu hans,
Önnu Þóru Thoroddsen, eru: 1)
Haukur Skúli, f. 3. ágúst 1952. Börn
hans eru a) Hrafnhildur Ingunn, f.
1984, og b) Þorvaldur Örn, f. 1990. 2)
Árni, f. 18. júlí 1954. 3) Örn, f. 9. nóv-
ember 1955, d. 27. nóvember 2007.
4) Ingvi Þór, f. 6. ágúst 1957. Synir
nr. 1, 2 og 4 voru ættleiddir af móð-
urforeldrum sínum.
Örn varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1948 og cand.
jur. frá Háskóla Íslands 1953. Rétt-
indi héraðsdómslögmanns hlaut
Lífshlaup tengdaföður míns, Arn-
ar Clausen, var um margt óvenju-
legt. Hann gerði allt með stæl sem
hann tók sér fyrir hendur, sama
hvað það var.
Örn var afreksmaður í íþróttum á
sínum yngri árum og átti síðan frá-
bæran feril sem málflutningsmað-
ur. Það sem sneri hins vegar fyrst
og fremst að mér var hversu hlý
manneskja hann var.
Örn var frábær kokkur og feng-
um við fjölskyldan oft að njóta frá-
bærra grill-kvöldverða hjá tengda-
foreldrum mínum í Blikanesinu.
Ekki hikaði hann við að prófa nýja
rétti frá framandi löndum, þegar sá
gállinn var á honum. Fyrir og eftir
máltíð settist hann gjarnan við pí-
anóið og tók nokkur lög, okkur öll-
um til mikillar ánægju.
Þrátt fyrir snilldartakta í eldhús-
inu, hversdags sem á hátíðardögum,
hefði Örn seint verið talinn „mjúki
maðurinn“. Hann gat verið hrjúfur
á yfirborðinu, en það var bara yf-
irborðið, hann var í reynd einkar
ljúfur maður. Hann reyndist mörg-
um ungum manninum, sem villst
hafði af hinni beinu og breiðu braut,
eins og besti faðir. Oft varð ég vitni
að því að hann tók til heimagerðan
mat til að færa ungum gæsluvarð-
haldsföngum, sem voru í einangrun.
Einu sinni var ungur maður í löngu
gæsluvarðhaldi, sem leið afskap-
lega illa, m.a. vegna þess að hann
átti ekki úr og sólarhringurinn rann
út í eitt hjá honum. Örn mátti ekki
til þessa vita og fann gamalt ferm-
ingarúr á heimilinu handa þessum
unga manni. Örn reyndist mörgum
vel, sem leituðu til hans í vandræð-
um sínum, án þess að hann teldi það
eftir sér.
Örn var mikill fluguveiðimaður. Í
einn veiðitúrinn fengum við Örn,
sonur minn, sem afi kallaði Gang-
asero Primero Numero Uno, að
fljóta með. Þá veiddum við mæðg-
inin í fyrsta sinn, en ekki það síð-
asta. Seinna bættust systir og tveir
bræður í hópinn og öll eru þau með
þennan mikla veiðiáhuga, þökk sé
afa Erni.
Tengdafaðir minn hafði mikið
yndi af tónlist og spilaði á píanó eft-
ir eyranu. Hann hafði óvenju fal-
legan áslátt og dýrkaði gömlu
meistara píanódjassins. Í mestu
uppáhaldi voru Art Tatum og Fats
Waller. Hann spilaði allan Sigfús
Halldórsson og Inga T. Örn hafði
mikla unun af að hlusta á söngleiki á
borð við Show Boat, Roberta og
Oklahoma. Hann hafði miklar mæt-
ur á Guðmundi Ingólfssyni djasspí-
anista. Örn átti gott plötusafn með
Art Tatum og tók hann upp allar
plöturnar sínar fyrir Guðmund og
gaf honum. Í þakkarskyni mætti
Guðmundur með tríó sitt í Blikanes-
ið og hélt tveggja tíma tónleika fyr-
ir Örn. Þetta fannst tengdaföður
mínum ekkert leiðinlegt.
Það var einstaklega ánægjulegt
að fá að taka á móti tengdaforeldr-
um mínum í New York og London,
þar sem hann fagnaði sjötugsaf-
mæli sínu á heimili okkar Óla.
Ekki þarf að efast um að Örn hafi
búið að því að hafa verið afreksmað-
ur í íþróttum á sínum yngri árum,
þegar hann tókst á við erfið veikindi
undir það síðasta. Hann barðist líka
með stálvilja íþróttamannsins og
óbilandi vonina að vopni, allt fram á
síðustu stund.
Guðrún, tengdamóðir mín, hefur
staðið við hlið Arnar sem klettur í
veikindum hans og sýnt aðdáunar-
vert æðruleysi. Guð gefi henni styrk
í sorginni.
Sólveig Sif Hreiðarsdóttir.
„Segðu honum Jóa að ef það er
eitthvað sem ég get gert fyrir hann
muni ég gera það og það kostar ekki
penní.“ Þetta voru fyrstu kynni mín
af tengdaföður mínum Erni Clau-
sen, þar sem ég lá slasaður á gjör-
gæsludeild eftir bílslys. Bróðir
minn bar mér þessi boð frá honum
sem urðu mér gríðarlegur styrkur á
þeim tíma.
Að vita af honum sem bakhjarli
gerði það að verkum að allir erf-
iðleikar urðu léttari.
Í framhaldinu kynntist ég kon-
unni minni og fjölskyldunni allri. Til
að byrja með var ég hálffeiminn við
Örn, því aflið í honum var slíkt, að
fáa menn hef ég hitt á lífsleiðinni
sem höfðu slíka orku sem Örn. En
ekki leið á löngu þar til við vorum
orðnir perluvinir því ljúfmennskan
og hjartahlýjan var einstök þótt yf-
irborðið væri stundum hrjúft. Hann
beitti gjarnan ensku þegar hann
kastaði kveðjunni: „Hello boy“, „Ok
boy“ og „Bless you“ urðu þær vin-
akveðjur sem hann heilsaði gjarnan
með eða kvaddi.
Hann hafði líka dálæti á því að
koma sér vel fyrir við sjónvarps-
tækið, horfa á boltann, Ólympíu-
leikana og frjálsar. Þær stundir
sem ég sat með honum og fylgdist
með fremstu íþróttamönnum
heimsins etja kappi eru ógleyman-
legar. Hann sagði mér margar sög-
ur frá þeim tíma þegar þeir bræð-
urnir Haukur og hann kepptu við
helstu íþróttamenn heimsins, og
slógu hvert metið af öðru. Örn hætti
keppni í frjálsum íþróttum aðeins
22 ára gamall. Hann meiddist rétt
áður en Ólympíuleikarnir í Helsinki
1952 áttu að hefjast og varð að
hætta við að keppa á síðustu
stundu. Örn var stærsta von Íslands
og urðu það mikil vonbrigði að hann
skyldi ekki ná að keppa því hann
hafði æft vel fyrir leikana og var vel
undirbúinn.
Þegar leikunum í Helsinki 1952
lauk dugðu stigin sem Örn hafði í
tugþrautinni í annað sæti á leikun-
um. Þannig að spurningin sem stóð
eftir var: „Hefði Örn ekki meiðst,
hefð’ann orðið ólympíumeistari?“
Í gegnum tíðina fórum við í marg-
ar góðar veiðiferðir bæði á Langa-
nesið og í Hörðudalinn með góðum
félögum. Aðalatriðið var að vera
saman í góðum félagsskap, njóta
náttúrunnar og veiðin var bónus.
En eitt var á hreinu, í þessum túr-
um sá Örn um matinn. Ég held að
sú mikla ánægja sem hann hafði af
matseld hafi veitt honum hvíld og
gefið honum tækifæri til að dreifa
huganum. Alltaf var hann vel birg-
ur, hann sagði gjarnan þegar við
vorum í mat í Blikanesinu: „Jói
minn, fáðu þér meira, ég er með
annað læri í ofninum.“ Þegar við
Budda vorum að byggja í Súlunes-
inu bjuggum við í Blikanesinu í
nokkra mánuði. Við vorum lengur
en til stóð, því eitthvað teygðist á
framkvæmdinni. Ég spurði Örn ein-
hvern daginn hvort hann væri ekki
orðinn leiður á að vera með okkur
inni á gafli svona fram á miðjan vet-
ur. Það stóð ekki á svarinu: „Jói, til
hvers heldurðu að þessir kofar séu.“
Nú er þessi mikli kappi genginn,
og minningar fljúga um hugskotið.
Mig langar að segja svo margt um
Örn en plássið á síðunnni er naumt,
eins og tíminn hér á jörðu.
Hann var stór í sniðum á alla
lund, baráttumaður af guðs náð,
skapmikill, tilfinningaríkur, list-
rænn og átti auðvelt með að hrífast.
Það hefur skapast mikið tómarúm í
fjölskyldunni, við söknum hans öll
sem áttum hann og þekktum. Mest-
ur er missir tengdamóður minnar,
og bið ég algóðan guð að styrkja
hana í sorginni og fjölskylduna alla.
Takk fyrir allt sem þú gafst okkur.
Og allt sem þú varst okkur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Jóhann Sigurðarson.
Afi Örn var frábær fluguveiði-
maður. Hann var náunginn sem
fékk lax í ám, þar sem varla var lax-
avon og alltaf á flugu. Þegar enginn
veiddi neitt, fékk hann silung.
Hvernig fór hann að þessu? „It’s all
in the wrist“ sagði hann og glotti út
í annað. Honum fannst gaman að
skjóta inn setningum á ensku, en
honum var líka mjög annt um ís-
lenskuna og lagði á það mikla
áherslu við okkur að við töluðum
góða íslensku, en við bjuggum lengi
erlendis. Honum fannst líka gaman
að tala dönsku, en þegar danskan
brast á, þá var von á brandara.
Hann átti það einnig til að fara út í
frönskuna og sagði þá oft: „Ecoutez
moi bien“, og þá hlustaðum við vel,
enda um raddmikinn mann að ræða.
Þegar afi Örn vaknaði á morgn-
ana, kom hann oft með bros á vör
inn í eldhús syngjandi: „I hate to
get up, I hate to get up, I hate to get
up in the morning“, eða „This is the
army, Mr. Jones“, og það var ekki
annað hægt en að komast í gott
skap.
Afi Örn naut lífsins, hann eldaði
mjög góðan mat og naut þess að
borða með fjölskyldu og vinum.
Hann sagði oft þegar hann var að
elda: „Þetta verður algjör lúxus“ og
það brást ekki.
Það var alltaf gaman að hlusta á
afa Örn spila á píanóið. Hann spilaði
aldrei eftir nótum, en stíllinn var
mjög svipaður Fats Waller. Afi Örn
var djassisti af gamla skólanum.
Afi Örn var vinamargur maður,
sem átti fast sæti við stóra hring-
borðið á Skrúð í hádeginu. Þar var
hann hrókur alls fagnaðar. Það var
alltaf gaman að fá að fara með afa á
Sögu í hádeginu á laugardögum, og
á eftir var oft skotist í Kolaportið.
Afi Örn var ekki týpan sem hélt
sig til hlés, eða læddist með veggj-
um. Hann hafði sterkar skoðanir á
málefnum og var ekkert að halda
þeim fyrir sig. Hins vegar, þegar
það kom að mannfólkinu, þá dæmdi
afi aldrei neinn. Hann sagði sjálfur
að það væri ekki hans að dæma
aðra. Hann kynntist ýmsum dökk-
um hliðum mannlífsins sem verj-
andi, en hann reyndi alltaf að sjá
góðu hliðarnar á hverjum manni.
Hann leit svo á, að engum væri alls
varnað.
Tveir miklir höfðingjar hafa kvatt
okkur á aðventunni. Við systkinin
kveðjum nú föðurafa okkar, en móð-
urafa okkar, Hreiðar Jónsson,
kvöddum við í Dómkirkjunni fyrir
nákvæmlega viku. Við biðjum góðan
guð að varðveita minningu þeirra.
Örn, Þórdís Sesselja, Ólafur
Hreiðar og Erlendur Ólafsbörn.
Burt er genginn Örn Clausen,
svili minn, eftir langa samferð. Einu
gildir þó að við slíku hefði mátt bú-
ast um nokkurt skeið vegna veik-
inda, dauðinn kemur í opna skjöldu.
Eftir stendur tómleiki og söknuður
við brotthvarf mikilhæfs manns,
fjölskyldumeðlims og vinar. Það var
sárt að fylgjast með honum undir
það síðasta, þar sem hugurinn var
tær en tjáningin farin.
Það er orðið langt síðan við fyrst
vissum hvor af öðrum, og á það að
sjálfsögðu við um þá bræður báða,
Örn og Hauk. Það eru ófáir tugir
ára síðan ég bar út Morgunblaðið í
miðbænum og þar með í Vonar-
stræti 8 þar sem þeir bræður áttu
heima með foreldrum sínum. Það
hefur sjálfsagt ýtt undir vináttu
okkar að kær föðursystir mín Lára
Siggeirs og Sesselja móðir þeirra
voru um skeið svilkonur, giftar
bræðrunum Herluf og Arreboe
Clausen.
Fjölskyldukynnin endurnýjuðust
þegar Örn gekk að eiga mágkonu
mína Guðrúnu Erlendsdóttur fyrir
tæpum 50 árum. Á heimili þeirra
með mannvænlegum börnum
þeirra, þeim Ólafi, Guðrúnu Sess-
elju og Jóhönnu Vigdísi, hafa verið
tíðir vinafundir í tímans rás.
Örn rak í áratugi virta lögmanns-
skrifstofu hér í borginni. Hann var í
fremstu röð íslenskra hæstaréttar-
lögmanna, rökfastur og réttsýnn. Í
áratugi varði hann fólk sem minna
mátti sín í lífinu og var einn hæfasti
lögmaður á því sviði.
Í einkalífi sínu var Örn gæfumað-
ur og bar hag fjölskyldu sinnar
mjög fyrir brjósti. Hann var mat-
reiðslumeistari af fyrstu gráðu,
hafði sjálfur unun af að umgangast
mat og undi sér vel í eldhúsinu.
Nutum við fjölskylda mín samveru-
stundanna í Blikanesi 3 oft og eft-
irminnilega.
Það fór ekki framhjá neinum sem
Erni kynntust að þar var á ferð per-
sóna sem var mjög afdráttarlaus í
skoðunum og lá ekki á þeim. . Fyrir
nokkrum árum var gefin út bókin:
„Sagnamaðurinn Örn Clausen segir
sögur af samferðafólki“. Þar fjallar
hann um fjöldann allan af samferða-
mönnum á afar skemmtilegan hátt.
Segja má um Örn að hann var bæði
hjálpsamur og greiðvikinn eins og
margir gætu vitnað um.
Haukur bróðir Arnar lést vorið
2003, og blessuð veri minning hans.
Við í fjölskyldunni sem umgengust
Örn hvað mest urðum áþreifanlega
vör við það að eftir lát Hauks var
eins og eitthvað hefði horfið úr lífs-
neista Arnar, svo nánir voru þeir
bræðurnir alla tíð. Minnist ég
þeirra frá yngri árum, að erfitt var
að greina á milli þeirra, hvor var
Örn og hvor Haukur. Enda kemur
það fram í ofangreindri bók Arnar
að alla tíð hafi fólk ruglast á þeim.
Það gleymist engum sem urðu vitni
að vináttu þeirra bræðra og móður
þeirra Sesselju, þegar þau sátu að
tali og leystu mörg vandamálin. Ég
hygg að fá dæmi séu um jafn fallegt
samband sona við móður sína. Kær-
leiksríkt samband þeirra var ein-
stakt og hlaut að vekja aðdáun að
virða fyrir sér hve þau nutu þess, öll
þrjú, að vera saman.
Nú þegar Örn er kvaddur þökk-
um við vináttuna og fyrir að hafa átt
hann að samferðarmanni. Tónlistin
skipaði stóran sess í lífi hans og
hann bar hana með sér bæði heima
og heiman. Fáa þekki ég sem eru
músíkalskari en Örn var, hann spil-
aði af fingrum fram meistaralega.
Sennilega er stærsta gæfusporið
sem Örn steig í sínu lífi þegar þau
giftust Guðrún og hann. Þau voru
umvafin ást barna sinna og hann
bar ómælda virðingu fyrir konu
sinni sem reyndist hans kjölfesta í
blíðu og stríðu. Kom það ekki síst
fram á síðustu árum þegar heilsa
hans brast.
Að leiðarlokum þökkum við Sigga
og fjölskyldan Erni fyrir samfylgd-
ina. Við biðjum góðan guð að halda
sinni verndarhendi yfir Rúnu og
fjölskyldunni allri.
Hjalti Geir Kristjánsson.
Þeir eru báðir farnir og þá er eins
og Esjan sjálf sé horfin. Þannig líð-
ur okkur systrunum nú þegar elsku
föðurbróðir okkar hefur kvatt þenn-
an heim. Barnabarn Péturs Péturs-
sonar þular komst svo að orði um
afa sinn. Það eru ekki allir svo
heppnir að eiga „vara-pabba“ eins
og Örn orðaði það og kannski erfitt
fyrir aðra að skilja þessi sterku
tengsl. Það var eins og hluti af
pabba væri enn hjá okkur í Erni og
var það okkur dýrmæt huggun. Erf-
itt er að minnast á annan án þess að
nefna hinn enda töluðu þeir bræður
sjálfir oftast um sig í fleirtölu. Þeg-
ar þeir bræður sögðu „við“ þá var
átt við Adda eða Hauka bróður.
Örn var goðsögn í lifanda lífi og
einn glæsilegasti maður sem Ísland
hefur alið. Alls staðar var tekið eftir
tvíburunum sem margir ungir
menn vildu líkjast. Það voru ekki
einungis sögur af íþróttaafrekum
þeirra sem við fengum beint í æð frá
barnæsku heldur varð Örn fljótt
„Lögmaður Íslands“, eins konar
Perry Mason eða kannski Denny
Crane okkar tíma. Örn sá eitthvað
gott í öllum, var einstaklega hjálp-
samur og vildi gefa fólki annað
Örn Clausen