Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 Upp á stól! Börnin á leikskólanum Baugi tóku flest vel undir og dönsuðu með jólasöngvunum. Sumir létu sér þó nægja að syngja hástöfum. Valdís Thor Svavar Alfreð Jónsson | 18. des. Gamli fjölmiðlafrum- varpsdraugurinn Gamli fjölmiðlafrum- varpsdraugurinn ríður húsum á Íslandi krepp- unnar. Auðvitað skiptir máli hverjir eiga fjöl- miðlana. Smám saman lýkst það upp fyrir þjóðinni. Bloggarar og álitsgjafar eru samt ekki sammála um hvort það sé Davíð eða Ólafi Ragnari að kenna að hér hafi fjölmiðlar komist í eigu þeirra sem mest þörf var á að þeir gagn- rýndu. Forsetinn á að hafa afhent auð- mönnum stjórnina á þjóðfélagsumræð- unni með því að stoppa hið alræmda fjölmiðlafrumvarp. Meira: svavaralfred.blog.is Ómar Ragnarsson | 18. des. Þeir sem mesta ábyrgð bera sleppa best Enn einu sinni gerist það að þeir sem mestu ábyrgðina bera sleppa best. Munið þið eftir sam- ráðsmáli olíufélaganna? Það endaði með því að millistjórnandi, aðeins einn maður, var neyddur til að segja af sér, – ekki þeir sem mestu ábyrgðina báru. Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að kenna Tryggva Jónssyni um bankahrunið eða sofandahátt eftirlitsaðila gagnvart því. Það er ekki einu sinni hægt að segja að verið sé að fórna peði fyrir kóng, drottningu eða hrók … Meira: omarragnarsson.blog.is BLOG.IS I Andbyr í efnahags- málum hefur hleypt lífi í umræðu um aðild Ís- lands að Evrópusam- bandinu (ESB). Er gjarnan vísað til þess að aðild og upptaka evru um farveg mynt- bandalagsins sé ákjós- anlegur kostur fyrir land og þjóð í efnahags- legu tilliti. Stjórnmálamönnum og hagfræðingum er látið eftir að meta það, sem og aðra hagsmuni sem til greina koma, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Aðeins skal bent á hið augljósa. Ákvörðun um aðild að ESB felur í sér víðtækar þjóðréttarlegar og pólitískar skuldbindingar til langs tíma á mörgum sviðum. Hún er hvorki skyndilausn né endanleg lausn á vandamálum, enda kallar virk þátt- taka í ESB sífellt á ný úrlausnarefni. Einn þáttur umræðunnar varðar stjórnarskrána og breytingar á henni til þess að heimila framsal valdheim- ilda ríkisins í þeim mæli sem af aðild leiðir. Um það ræðir í þessari grein. II Fullveldi Íslands er snar þáttur í umræðunni. Kjarni hugtaksins er ljós, en það er réttur þjóðar til að ráða eigin málefnum, þ.m.t. utanrík- ismálum. Um nánara inntak þess er þó lítil samstaða að öðru leyti, hvort heldur er frá formlegu eða efnislegu sjónarmiði. Í þeirri von að öðlast nán- ari skilning sækja menn stundum í sögu sjálfstæðisbaráttunnar og vitna í ýmis ummæli og skjöl sem geyma vísbendingar um skilning manna á fullveldi á þeim tíma. Öll þessi um- ræða er ómarkviss og raunhæf þýð- ing hennar fremur óljós. Krafa Ís- lendinga um fullveldi á forsendum sjálfstæðisbaráttunnar er fyrir löngu viðurkennd í samfélagi þjóðanna. Umræðan nú snýst um hvort þjóð- inni sé hagfellt að taka ákvörðun um að deila tilteknum valdheimildum sem hún ótvírætt hefur í skjóli full- veldis síns með öðrum þjóðum á vett- vangi alþjóðastofnana. Þessar stofn- anir hafa frjálsar þjóðir sett á fót í samningum sín á milli til að ná til- teknum markmiðum. Um þátttöku í þessu samstarfi tekur þjóðin ákvörðun á eigin for- sendum. Ekki er tilefni til neins konar upp- náms af hálfu þeirra sem heiðra vilja sögu- legan arf þjóðarinnar. Innsti kjarni málsins snýr að rétti þjóð- arinnar til að deila til- teknum valdheimildum sem í fullveldinu felast með öðrum ríkjum á vettvangi alþjóðastofn- ana sem Ísland á aðild að ef það sýn- ist þjóðinni hallkvæmt. Ákvörðun af þessu tagi taka Íslendingar sjálfir, án nokkurrar nauðungar af hendi ann- arra ríkja, í skjóli fullveldis síns og stjórnarskrárinnar sem mótar eftir sem áður umgjörð um stjórn ríkisins og réttindi borgaranna. Aðildarríki ESB eru viðurkennd sem þjóðrétt- arlega fullvalda ríki. Ákvörðun þeirra um að deila með gagnkvæmum hætti valdheimildum á tilteknum sviðum með öðrum ríkjum á vettvangi ESB breytir þar engu um. III Umræða um stjórnarskrána og samninginn um Evrópska efnahags- svæðið (EES) er mörgum í fersku minni. Í aðdraganda fullgildingar og lögfestingar EES-samningsins stóð ágreiningur um hvort unnt væri að fullgilda samninginn og lögfesta að óbreyttri stjórnarskrá. Niðurstaðan varð sú að þetta skyldi gert, enda væri framsal ríkisvalds samkvæmt honum svo takmarkað í lagalegu tilliti að hinum almenna löggjafa væri heimilt að mæla fyrir um það án sér- stakrar heimildar í stjórnarskrá. Ýmsir deildu á þetta og töldu nauð- synlegt að breyta stjórnarskrá, m.a. nokkrir þingmenn sem greiddu at- kvæði gegn samningnum eða sátu hjá af þessari ástæðu. Þótt liðin séu sextán ár er enn deilt um hvort heimilt hafi verið að full- gilda og lögfesta EES-samninginn að óbreyttri stjórnarskrá. Í ljósi síðari framkvæmdar og fræðilegra viðhorfa má þó telja að í íslenskri laga- framkvæmd hafi verið mótað viðmið um hvenær hinum almenna löggjafa er heimilt að framselja ríkisvald að óbreyttri stjórnarskrá. Þetta má orða svo: Framsalið sé byggt á almennum lögum, sé afmarkað og vel skilgreint, það sé ekki verulega íþyngjandi, hvorki fyrir íslenska ríkið né borgara þess, það sé reist á samningi um gagnkvæm réttindi og skyldur og mæli fyrir um samsvarandi framsal ríkisvalds annarra samningsríkja, að hinar alþjóðlegu stofnanir sem vald er framselt til séu reistar á lýðræð- islegum grundvelli og viðurkenni al- mennar meginreglur um réttláta málsmeðferð og réttláta stjórnsýslu, að framsalið leiði af þjóðréttarsamn- ingi sem stefnir að lögmætum mark- miðum í víðtækum skilningi og það leiði ekki til þess að skert séu réttindi borgaranna sem vernduð eru í stjórn- arskrá. Og að síðustu að framsalið sé afturkallanlegt. IV Sé tekið mið af umræðunni í tilefni af EES-samningnum og síðari rök- semdum má telja víst að ekki náist samstaða um aðild að ESB nema með breytingu á stjórnarskrá. Byggist þetta einkum á að frá lögfræðilegu sjónarmiði fer framsal ríkisvalds, sem leiðir af aðild, út fyrir það sem hingað til hefur verið talið rúmast innan fyrrnefndrar viðmiðunarreglu. Margt kemur til í þessu sambandi, en ástæða er til að nefna einkum tvennt. Í fyrsta lagi fengju stofnanir ESB (einkum ráðherraráðið) heimild til að setja á reglur sem fá beint laga- gildi á Íslandi, án milligöngu Alþingis eða íslenskra framkvæmdavaldshafa. Þessar stofnanir fá m.ö.o. lagasetn- ingarvald hér á landi á vissum sviðum samstarfsins. Í öðru lagi fengi Evr- ópudómstóllinn heimild til að kveða upp forúrskurði sem bindandi yrðu fyrir íslenska dómstóla og þar með dómsvald með innlendum dóm- stólum. Þá vakna álitamál um hand- höfn framkvæmdavalds, sem og um önnur sértæk atriði sem taka þyrfti afstöðu til og mæla með því að stjórn- arskránni verði breytt. Verður hér gert ráð fyrir að um það sé ekki ágreiningur. V Við breytingar á stjórnarskrá koma í meginatriðum tvær leiðir til greina, en þær eru talsvert ólíkar. Í fyrsta lagi setja í stjórnarskrá al- mennt ákvæði sem hefur að geyma heimild til að deila valdheimildum ríkisins með öðrum ríkjum á vett- vangi alþjóðastofnana. Við samningu þess má taka mið af fyrrgreindri við- miðunarreglu, sem yrði þó að vera nægilega rúmt orðuð til að framsal til ESB félli innan hennar. Þetta er sú leið sem algengust er meðal aðild- arríkja sambandsins, sem hafa reist heimild til framsals ríkisvalds á slík- um almennum stjórnarskrár- ákvæðum, sem flest gera auk þess ráð fyrir auknum meirihluta á lög- gjafarsamkomu við afgreiðslu frum- varpa. Við nánari útfærslu mætti taka þann kost sem sum ríki hafa val- ið, að orða ákvæðið svo að Alþingi sé heimilt tímabundið að fela al- þjóðastofnunum framkvæmd valds, en áþekkt orðalag er notað í stjórn- arskrárákvæðum sumra aðildarríkja, svo sem Lúxemborgar. Með því er lögð áhersla á að valdið sem slíkt er ekki selt varanlega í hendur al- þjóðlegri stofnun, eingöngu fram- kvæmd þess. Þennan fyrirvara getur Ísland orðað í stjórnarskrá í skjóli valdheimilda sinna sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í öðru lagi er hægt að fara þá leið að setja ákvæði í stjórnarskrá sem mælir sérstaklega fyrir um aðild að ESB. Þessi leið hefur verið farin í sumum aðildarríkjum, en meðal þeirra eru Þýskaland (þegar landið fullgilti Maastrichtsáttmálann) og Ír- land. Þessi leið er lagalega ólík hinni þar sem hún tæki eingöngu til ESB, en ekki til annars alþjóðlegs sam- starfs. Fyrirmynd að slíku ákvæði má sækja til nefndra landa. Hvor leiðin sem valin er í þessu efni kallar á að tekin verði sjálfstæð afstaða til þess hvort áskilja eigi í stjórnarskrá aukinn meirihluta þing- manna við setningu laga sem heimila framsal, t.d. ½, ¾ eða jafnvel 4/5 eins og í Danmörku. Flest aðildarríki hafa valið að setja skilyrði um aukinn meirihluta, en þó er rétt að halda því til haga að þetta á ekki við um þau öll. Ef svo færi að stjórnarskrárákvæði mælti fyrir um þjóðaratkvæði til að afla heimildar til að framselja rík- isvald er frá lýðræðislegu sjónarmiði sennilega nægilegt að frumvarp sé af- greitt á Alþingi með einföldum meiri- hluta. Lögfræðilega er breyting á stjórn- arskránni ekki flókið mál, þótt huga þurfi að ýmsum tæknilegum atriðum við úfærslu hennar, þannig að heim- ildin sé nægilega rúm til að taka til allra þeirra þátta í starfsemi ESB sem vekja stjórnskipulegar spurn- ingar. Erfiðara kann að reynast að ná nægilegri pólitískri samstöðu um þá leið sem fara á. VI Flestum virðist bera saman um að ekki verði gengið í ESB nema þjóðin fái að tjá hug sinn til þess í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Í því sambandi ber fyrst að hafa í huga að breytingu á stjórnarskrá þarf samkvæmt 79. gr. stjórnarskrárinnar að samþykkja á tveimur þingum með kosningum til Alþingis á milli. Ákvörðun um þjóð- aratkvæðagreiðslu að öðru leyti, eina eða fleiri, og hvenær þær verða haldnar, er pólitísks eðlis. Að því gefnu að sérstakar þjóð- aratkvæðagreiðslur séu æskilegar að mati stjórnmálamanna þarf að ákveða hvenær þær eiga að fara fram, sem og að setja reglur um framkvæmd þeirra (t.d. um þátttöku ef svo ber undir). Sérstaka þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðild er að sjálfsögðu eðlilegast að halda þegar niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir svo kjósendur viti um hvað kosið er. Telji stjórnmálamenn heppilegt að afla sér pólitísks umboðs með þjóðaratkvæðagreiðslum á fleiri stig- um, svo sem til að hefja aðild- arumræður og ef til vill fleira, hafa þeir það í hendi sinni. Til þess ber þó enga lýðræðislega eða lögfræðilega nauðsyn. Ríkisstjórninni nægir að afla sér með þingsályktunartillögu pólitísks umboðs í skjóli þingmeiri- hluta til að hefja aðildarumræður og undirbúning að breytingu á stjórn- arskrá. Þó skal aftur áréttað að ákvarðanir um þjóðaratkvæða- greiðslur og hvenær þær skuli haldn- ar eru pólitískt úrlausnarefni. Með þeim verður ekki vikist undan kosn- ingum til Alþingis svo breytingar á stjórnarskrá geti tekið gildi og með því sköpuð lagaleg skilyrði til þess að unnt sé að ganga í ESB. Stjórnarskráin og ESB Eftir Davíð Þór Björgvinsson » Sé tekið mið af um- ræðunni í tilefni af EES-samningnum og síðari röksemdum má telja víst að ekki náist samstaða um aðild að ESB nema með breyt- ingu á stjórnarskrá. Davíð Þór Björgvinsson Höfundur hefur stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en hefur frá 2004 verið dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.