Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
MEÐ efnahagsumbótum síðustu
þriggja áratuga hafa Kínverjar lagt
grunninn að risastórum borgum sem
eiga eftir að rísa meðfram strönd
Kína á næstu áratugum. Gert er ráð
fyrir því að íbúar borganna verði alls
um milljarður fyrir árið 2030.
Sérfræðingar telja að hröð borga-
myndun verði erfiðasta úrlausnar-
efni Kínverja næstu þrjá áratugina
vegna mikillar mengunar og gífur-
legra fólksflutninga í þéttbýlið af
strjálbýlli svæðum.
Sérfræðingarnir spá því að íbúum
borganna fjölgi úr 572 milljónum í
926 milljónir fyrir árið 2025, eða um
354 milljónir. Íbúarnir sem bætast
við eru því fleiri en allir íbúar Banda-
ríkjanna nú.
Gert er ráð fyrir því að á næstu
tveimur áratugum verði reistir
20.000-50.000 nýir skýjakljúfar í
Kína – eða ígildi tíu New York-
borga, að sögn ráðgjafarfyrirtækis-
ins McKinsey & Co. Byggja þarf upp
almenningssamgöngukerfi í 170
borgum fyrir árið 2025 og fyrirtækið
lýsir því sem mestu framkvæmdum
sögunnar á því sviði.
Hraðri borgamyndun fylgja mörg
önnur erfið úrlausnarefni. T.a.m. er
líklegt að orku- og vatnseftirspurnin
í kínverskum borgum tvöfaldist.
Ræktarland verður lagt undir
borgirnar og líklegt er að fólk með
litla menntun og fagkunnáttu flykk-
ist úr sveitunum og búi í hreysum við
útjaðar borganna, með tilheyrandi
hættu á aukinni fátækt og glæpa-
starfsemi, að sögn Mu Guangzong,
prófessors við Peking-háskóla. „Á
sama tíma hverfur unga fólkið úr
mörgum sveitaþorpum og hver á þá
að rækta landið?“
Reuters
30 ára umbætur Byggingarverkamaður að störfum í borginni Xiangfan í Hubei-héraði. Kínverjar minnast þess nú
að 30 ár eru liðin síðan Deng Xiaoping hóf efnahagsumbætur sem hafa leitt til gríðarlegs hagvaxtar í Kína.
Reisa á allt að 50.000
nýja skýjakljúfa
Geysihröð borgamyndun erfiðasta úrlausnarefni Kínverja
Í HNOTSKURN
» Aðeins um 45% íbúa Kínabúa nú í borgum en rúm-
lega 80% íbúa Bandaríkjanna.
» Ráðgjafarfyrirtækið Kin-sey & Co leggur til að
myndaðar verði 15 risastórar
borgir í Kína, með 25 milljónir
íbúa hver að meðaltali.
SKURÐLÆKNAR í Bandaríkj-
unum skýrðu frá því í gær að þeir
hefðu grætt andlit á konu sem hafði
orðið fyrir skelfilegum meiðslum.
Konan var ekki með neitt nef, engan
efri góm, gat hvorki borðað né andað
sjálf. Andlitið var svo ófrýnilegt að
börn sem sáu konuna ráku upp ösk-
ur og forðuðu sér í ofboði.
Andlitið var grætt á konuna fyrir
hálfum mánuði. Læknarnir sögðu að
konunni liði vel og ekki hefðu komið
fram nein merki um að líkaminn
hafnaði nýja andlitinu.
Hætta á fylgikvillum
Aðgerðin hefur vakið ýmsar sið-
fræðilegar spurningar. Ólíkt líffæra-
ígræðslum er ráðist í andlits-
ágræðslur til að bæta líf sjúklinga,
ekki til að lengja það. Hætta er á að
sjúklingurinn fái banvæna fylgi-
kvilla og hann þarf að taka inn
ónæmislyf það sem eftir er ævinnar
til að koma í veg fyrir að líkaminn
hafni andlitinu – lyf sem auka hætt-
una á krabbameini, lifrarbilun og
fleiri fylgikvillum. Læknarnir kom-
ust þó að þeirri niðurstöðu að að-
gerðin væri réttlætanleg og nauð-
synleg í ljósi aðstæðna konunnar.
Fyrir hana var konan aðeins með
efri augnlok, enni, neðri vör og höku.
bogi@mbl.is
Fékk
nýtt
andlit
ANDLIT GRÆTT Á KONU
Skurðlæknar hafa breytt um 80% af andliti
konu með því að græða á það bein,
tennur, vöðva og taugar. Þetta er fyrsta
andlitságræðslan í Bandaríkjunum.
Aðgerðin tók 22 klukkustundir. Átta sér-
fræðingar önnuðust aðgerðina í Cleveland
í Ohio fyrir tveimur vikum. Þeir græddu
um 500 fersentímetra af vefjum á konuna.
Konan hafði misst auga, stóran hluta
nefsins og efri kjálkann, þannig að
hún missti bragð- og lyktarskyn og
gat ekki brosað. Ekki hafa verið
veittar frekari upplýsingar um konuna
eða hvað kom fyrir hana.
1
Læknarnir notuðu vefi úr nýlátinni
konu sem hafði samþykkt að gefa
þá.
2
Að sögn læknanna er búist við því
að sjúklingurinn geti borðað, talað
og andað eðlilega eftir aðgerðina.
3
Andlits-
vöðvar
Allt nefið Efri vör
Efri kjálki
(ásamt
tönnum)
Hörund með
andlitstaugar
og æðar
Bandaríkin
Cleveland
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Eldspýtur og kveikjarar
eru ekki barna meðfæri.
Staðsetjið kveikjara og
eldspýtur ávallt þar sem
börn ná ekki til.
Til eru kveikjarar með
barnalæsingum sem eiga
að koma í veg fyrir að börn
geti kveikt á þeim
Munið að
slökkva á
kertunum