Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Íslenska efna-hagsundrinu,sem svo var
kallað, er ágæt-
lega lýst í grein
Aðalsteins Hákonarsonar,
deildarstjóra hjá ríkisskatt-
stjóra, í fréttabréfinu Tíund
sem sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær. Lýsir hann því
hvernig íslenskir fjárfestar
komust hjá því að borga fyrir
keyptar eignir.
„Þeir keyptu fyrirtæki og
létu fyrirtækin sjálf, sem
keypt voru, greiða kaupverðið
í gegnum eignalausan sam-
runa. Með því að hengja
skuldir utan á fyrirtækin með
samruna eftir kaupin, setja
þau síðan á markað og selja
hlutina í þeim til lífeyrissjóða
og almennings á enn hærra
verði en keypt hafði verið á,
þrátt fyrir skuldsetninguna,
gátu forvígismennirnir skap-
að sér miklar tekjur,“ segir
Aðalsteinn. Með uppfærslu á
viðskiptavild (eitt einkenni
þess bóluhagkerfis sem hér
hefur viðgengist) var eig-
infjárstöðu félaganna við-
haldið þrátt fyrir auknar
skuldir.
Svo stórtækar voru þessar
skuldsettu yfirtökur að er-
lendir fjölmiðlar lýstu Íslandi
sem risastórum vogunarsjóði.
Þá þótti ástæða til að halda
ráðstefnur erlendis þar sem
spurt var hvaðan peningar Ís-
lendinga kæmu. Svarið var
einfalt. Þeir fengu
þá einfaldlega að
láni.
Það var samt
eins og allir
skelltu skollaeyrum við þeim
viðvörunarbjöllum sem
klingdu og sem fjölmiðlar,
meðal annars Morgunblaðið
snemma árs 2006, greindu frá.
Sú gagnrýni, sem helst birtist
í álitsgerðum erlendra banka,
var afgreidd sem þvættingur.
Fullyrt var að fjármögnun
fjármálafyrirtækjanna væri
góð og lausafjárstaða til
næstu mánaða bæri vott um
það.
Það var sameiginlegt hags-
munamál, bæði fjárfesta og
fjármálastofnana, að dæmið
gengi upp. Og það voru ekki
bara Íslendingar sem trúðu á
efnahagsundrið því íslenskir
bankar fengu líka lán hjá er-
lendum fjármálastofnunum til
að fjármagna ævintýrið. Þeg-
ar ljóst var að erfiðleikar
steðjuðu að fjármálakerfi
heimsins var erfitt að vinda
ofan af ástandinu. Mikil skuld-
setning og smæð hagkerfisins
gerir það að verkum að höggið
bitnar illa á íslensku þjóðinni.
Það þurfti alþjóðlega
kreppu til að ljósið rynni upp
fyrir fólki og það tryði grein-
um eins og Aðalsteinn skrifar.
Í núverandi hremmingum
felst lærdómur fyrir framtíð-
ina. Viðskiptalífið má ekki
þrífast áfram á blekkingum.
Blekkingarnar burt
úr viðskiptalífinu}Blekkingarleikur
Það er vel tilfundið hjá
Auði Capital að
stofna sérstakan
sjóð til styrktar
sprotastarfsemi á Íslandi. Og
vel við hæfi að gera það í
samstarfi við Björk Guð-
mundsdóttur, sem hefur unn-
ið ötullega að því að draga
fram hugmyndir að sprota-
fyrirtækjum og vekja athygli
á þeim.
Sjóðurinn ber nafn Bjarkar
og honum er ætlað að styðja
sérstaklega við umhverfis-
væna starfsemi. Halla Tóm-
asdóttir, stjórnarformaður
Auðar Capital, segir stefnuna
jafnframt þá að styrkja fyrir-
tæki sem séu fjárhagslega
arðbær og stundi samfélags-
lega ábyrga stjórnarhætti.
Stefna Bjarkar verður í
samræmi við þann boðskap,
sem þekktur umhverfis-
verndarsinni, Paul Hawken,
boðaði hér á landi í liðinni
viku. Hawken, sem var hér á
landi í boði Bjarkar Guð-
mundsdóttur og nattura.info,
benti á að umhverfið væri hin
hagnýta framtíðarfjárfesting.
Í viðtali við Morg-
unblaðið sl.
sunnudag sagði
hann m.a. að Ís-
land ætti tvær
auðlindir, landið og fólkið
sjálft. „Landið á aðeins eftir
að verða verðmætara vegna
sérstöðu þess og hreinleika.
Ísland er góð uppspretta
vitneskju, nýsköpunar, hug-
myndaauðgi, athafna-
mennsku og menntunar.“
Auður Capital og Björk
Guðmundsdóttir líta til nýrr-
ar framtíðar með stofnun
fagfjárfestasjóðsins. Halla
Tómasdóttir bendir réttilega
á, að æskilegt sé að stjórn-
völd setji fram nýsköpunar-
stefnu. En hún tekur líka
fram, að nú sé grasrótin,
fólkið í landinu, orðin öflugri
og hún eigi að setja fram
framtíðarsýn fremur en
stjórnvöld.
Vonandi munu fjárfestar
átta sig á mikilvægi þess að
styrkja Björk. Sjóðurinn er
enn sem komið er sjálfur
sproti, en getur leitt upp-
byggingu á samfélagslega
ábyrgan hátt.
Vísir að ábyrgri
uppbyggingu}Björk hlúir að sprotum
Þ
egar í harðbakkann slær horfum
við til gullaldarinnar. Þetta skin í
fortíðinni sem „lýsir sem leiftur
um nótt/langt fram á horfinni
öld“. Jónas Hallgrímsson í
draumkvæði sínu „Íslandi“ horfir af sjón-
arhóli hlutafátæktar 19. aldar og sér gullöld-
ina í ljóma tíðra skipaferða sem fluttu varn-
inginn heim. Við aftur á móti í neyslufári
nútímans myndum seint sjá drekkhlaðin
gámaskip sem ímynd hamingjunnar, miklu
fremur ávísun á vesen.
En Jónasi er kannski annað afrek hug-
stæðara þegar hann beinir sjónum að
þinginu, nefnilega þetta undur að í þrjár aldir
rífar bjó þjóðin við þjóðfélagsskipan sem
haldið var saman af eintómum lagaákvæðum
– án kóngs og framkvæmdavalds. Það er ekki
laust við undrun og hneykslan í máli Vilhjálms kardín-
ála af Sabína sem um miðja 13. öld „kallaði það ósann-
legt að land það þjónaði eigi undir einhvern konung sem
öll önnur í veröldinni“.
Við vitum hvernig fór, borgarastyrjöldin sem geisaði
á þrettándu öld og endaði með að steypa landinu í glöt-
un. Fjórar ættir að sagt var sem vildu gína yfir því sem
landið og þjóðin hafði að bjóða. Fræg eru ummæli
bónda nokkurs í Eyjafirði sem aðspurður í hildar-
leiknum miðjum hvort hann vildi styðja tiltekinn höfð-
ingja svaraði: „Best að engi sé.“
Segja má að þetta hafi æ síðan verið viðvarandi verk-
efni í íslensku þjóðfélagi: hvernig á að halda
úti yfirstétt í landinu. Íslensk forréttinda-
stétt getur illa þrifist á þessari örþjóð, hún
þarf bakhjarl: norskan, danskan og eftir að
þjóðin sagði skilið við Dani liðu ekki nema
tvö ár þar til íslensk valdastétt hóf að leita
hófanna vestur um haf til Bandaríkjanna.
Bandaríski herinn á Íslandi – það vita nú all-
ir sem vilja – var fyrst og síðast til að treysta
bakfiskinn í íslenskri valdastétt, efnahags-
lega og stöðulega. Afhending sjávaraflans í
hendur útvalinna auðmanna var myndarlegt
skref í þessa átt og svo einkavæðingin sem
sigldi í kjölfarið og náði hámarki þegar bank-
arnir voru færðir gæðingum flokkanna
tveggja sem hvað rækilegast höfðu búið um
sig í íslensku samfélagi.
En því miður, fjármálaumsvifin voru meiri
en mjóar herðar þjóðarinnar gátu borið. Og lærdóm-
urinn nú sem fyrr: Ísland ber ekki forréttindastétt.
„Best að hafa enga.“ Þetta er vert að hafa í huga nú
þegar reisa skal úr rústum. Valið stendur um samfélag
jafnaðar eða áframhaldandi klúður ad infinitum (enda-
laust) eða öllu heldur ad nauseam (svo mann klígjar
við).
Hugsa sér ef við ættum ekki gullöld, ef við sæjum
ekkert annað en myrkur þegar litið væri til baka. En við
eigum gullöld, þetta skin í fortíðinni sem yljar og lýsir í
senn. Líkt og með einstaklinginn sem gleðirík æska lyft-
ir yfir hvaða hindrun sem er. peturgun@centrum.is
Pétur
Gunnarsson
Pistill
Gullöldin
Ólíkur útreikningur
daggjalda stofnana
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
F
æði, húsnæði, umönnun,
gæsla og margþætt
þjónusta allan sólar-
hringinn. Þetta má
finna á ýmsum stofn-
unum, bæði einkareknum og op-
inberum. Á dögunum vaknaði spurn-
ing um hvers vegna verð slíkrar
alþjónustu virðist svo misjafnt, t.d. í
fangelsi eða á hjúkrunarheimili. Þeg-
ar betur er skoðað sést að þessar töl-
ur eru ekki sambærilegar.
Hólmfríður Árnadóttir, fjár-
málastjóri hjá Fangelsismálastofnun,
segir að talan um kostnað við fang-
elsisdag, 24.500 kr., feli í sér allan
kostnað sem tengist föngum í af-
plánun. Það er fastan og breytilegan
kostnað við rekstur fangelsanna og
ýmsan annan kostnað. Þar má t.d.
nefna dagpeninga til fanga sem ekki
vinna og kostnað við atvinnu í fang-
elsum, sem er mikilvægur þáttur í
endurhæfingu fanga. Þá bendir
Hólmfríður á að fangelsisrekstur
krefjist margra starfsmanna.
Meðalfjöldi fanga á dag var lengi
vel 115 og stöðugildi 99, hlutfall fanga
á hvert stöðugildi 1,16. Föngum hef-
ur fjölgað og sé miðað við 134 fanga
að meðaltali og óbreytt hlutfall fanga
á starfsmann þyrftu starfsmenn að
vera 115. Starfsmennirnir eru hins
vegar 107 nú og hlutfallið því 1,25
fangar á stöðugildi. Að sögn Hólm-
fríðar veldur þetta mjög auknu álagi
sem kemur m.a. fram í yfir-
vinnugreiðslum og veikinda-
fjarvistum starfsmanna. Þá eru fang-
ar veikari og erfiðari en áður og
mikill umframkostnaður fylgir fjölg-
un útlendinga.
Hólmfríður segir að auk fæðis og
hreinlætisvara, heilsuþjónustu,
fangaflutninga, skráningar og annars
sem snýr að hverjum einstaklingi
valdi álagið á fangelsiskerfið hækkun
flestallra kostnaðarliða. Þá eru fang-
elsin mörg orðin gömul og viðhalds-
frek. Allur viðhalds- og reksturs-
kostnaður húsnæðis, fasteignagjöld,
rafmagn og hiti er tekið með í kostn-
aði við fangelsisdag. Einnig er stjórn-
unarkostnaður og kostnaður við sér-
fræðinga á vegum
Fangelsismálastofnunar innifalinn.
Svo dæmi sé tekið af stofnun sem
annast aldraða fær Dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Grund 17.398 krónur á
dag með þeim sem eru í hjúkr-
unarrými en daggjöldin taka mið af
hjúkrunarþyngd (RAI). Á Grund búa
um 210 manns, flestir í hjúkrunar-
rýmum, og full stöðugildi eru 209, að
sögn Helgu J. Karlsdóttur starfs-
mannastjóra. Hlutfall heimilismanna
á hvert stöðugildi er því um einn á
móti einum. Daggjöldum á dvalar-
heimilum fyrir aldraða er ætlað að
mæta „eðlilegum rekstrarkostnaði án
viðhalds húsnæðis“ eins og segir í
reglugerð um daggjöld stofnana sem
ekki eru á föstum fjárlögum. Júlíus
Rafnsson, framkvæmdastjóri Grund-
ar, sagði að um 75% af daggjaldi séu
launakostnaður og það sem eftir
stendur séu lyf, matur og önnur þjón-
usta sem veitt er.
Að auki greiðir Tryggingastofnun
ríkisins gjald til að mæta öllum al-
mennum viðhaldskostnaði húsnæðis
dvalar- og hjúkrunarheimila aldraðra
en ekki stofnkostnað. Júlíus sagði að
húsnæðisgjaldið, 2.404 kr/m2 á ári, sé
aðeins brot af raunverulegum kostn-
aði. Það samsvari rétt miðlungsgóðri
mánaðargreiðslu fyrir húsnæðið. Til
meiriháttar breytinga og endurbóta
er mögulegt að fá 35-40% kostnaðar
úr Framkvæmdasjóði aldraðra, en
Júlíus sagði það ekki vera sjálfgefið.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hjúkrunarheimili Daggjöld á hjúkrunarheimilum og kostnaður við hvern
fanga á dag er ekki alveg samanburðarhæft, segir Fangelsismálastofnun.
FANGELSISDAGUR kostar nú að
meðaltali 24.500 krónur, sam-
kvæmt upplýsingum frá Fangels-
ismálastofnun. Þetta gjald á að
standa straum af öllum rekstri
fangelsanna, samkvæmt upplýs-
ingum frá Fangelsismálastofnun.
Daggjald á hjúkrunarheimili er
16.903,50 kr. sé miðað við RAI-
hjúkrunarþyngdarstuðul 1,0. Vist-
gjald á dvalarheimili fyrir aldraða
er 7.400 krónur á dag. Daggjöldum
er ætlað að mæta eðlilegum rekstr-
arkostnaði, án viðhalds húsnæðis,
og hvers konar þjónustu sem vist-
mönnum er látin í té. Að auki greið-
ir Tryggingastofnun ríkisins gjald
til að mæta viðhaldskostnaði dval-
ar- og hjúkrunarheimila aldraðra.
Gjaldið er nú 2.404 kr/m2 á ári. Það
á að standa undir öllu almennu við-
haldi húsnæðis en ekki stofnkostn-
aði, afskriftum og meiri háttar
breytingum og endurbótum.
FÆÐI OG
HÚSNÆÐI
››