Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Í VÖRSLU Listasafns Íslands eru
fjórir sjóðir sem safnið veitir reglu-
lega úr. Að sögn Halldórs Björns
Runólfssonar, safnstjóra, sluppu
sjóðirnir að mestu óskertir við fall
bankanna.
Sjóðirnir sem um er að ræða eru
Styrktarsjóður Guðmundu Andr-
ésdóttur, Serrasjóðurinn, og minn-
ingarsjóður Ástu Eiríksdóttur og
Svavars Guðnasonar, sem styrkir
eru veittir úr til listamanna. Fjórði
sjóðurinn er dánargjöf Amy Engil-
berts sem tryggir Listssafninu
ákveðið fé árlega til listaverka-
kaupa.
„Við vorum svo heppin að vera
með sjóðina á bókum og ég prísa
mig sælan fyrir það,“ segir Halldór
Björn. „Amy Engilberts-sjóðurinn
kom inn í gegnum Glitni og kann að
hafa skerst eitthvað en það má segja
að annars komi sjóðirnir að mestu
óskertir út úr þessu.“ efi@mbl.is
Styrktar-
sjóðir sleppa
Sjóðir Listasafns Ís-
lands nánast óskertir
GOSPELKÓR Jóns Vídalíns
heldur jólatónleika í sal Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ í
kvöld kl. 20.
Kórinn var stofnaður fyrir
tveimur árum og er sam-
starfsverkefni Vídalínskirkju
og Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ. Kórstjóri er María Magn-
úsdóttir og verkefnastjóri sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir.
Flutt verða jólalög og kraft-
mikil gospeltónlist. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyr-
ir fullorðna en 500 kr. fyrir 12 ára og yngri. Allur
ágóði af tónleikunum fer til Hjálparstarfs kirkj-
unnar og ABC hjálparstarfs.
Tónlist
Jólalög og kraft-
mikil gospeltónlist
Hluti af Gospelkór
Jóns Vídalíns.
Á SUNNUDAGINN lýkur
upplestrardagskrá Gljúfra-
steins á aðventunni.
Þá lesa úr nýútkomnum bók-
um sínum þeir Ólafur Gunn-
arsson (Dimmar rósir), Óskar
Árni Óskarsson (Skuggamynd-
ir: úr ferðalagi), Úlfar Þor-
móðsson (Hallgrímur: Skáld-
saga um ævi Hallgríms
Péturssonar) og Ólafur Hauk-
ur Símonarson (Fluga á vegg:
sönn lygasaga).
Upplesturinn hefst stundvíslega kl. 16 og að-
gangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Gljúfrasteins; www.gljufrasteinn.is.
Bókmenntir
Upplestur á
Gljúfrasteini
Ólafur
Gunnarsson
LOST Horse Gallery, Skóla-
stræti 1, verður opnað á ný í
kvöld eftir breytingar.
Galleríið verður vígt að nýju
með samsýningu fjögurra lista-
manna, þeirra Davíðs Arnars
Halldórssonar, Guðmundar
Thoroddsen, Hörpu Daggar
Kjartansdóttur og Alexanders
Zaklynskys.
Á sama tíma opnar Benja-
min Penic hárgreiðslustofu í
rýminu.
Sýningin verður opnuð kl. 21 í kvöld og stendur
til 1. janúar. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Myndlist
Samsýning í Lost
Horse Gallery
Guðmundur
Thoroddsen
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
KAMMERSVEITIN Ísafold verð-
ur gestur tónlistarhátíðarinnar Við
Djúpið næsta sumar. Í tilefni af því
efnir kammersveitin til tónsmíða-
samkeppni og vinnubúða fyrir ný
tónskáld, í samvinnu við Ríkis-
útvarpið - Rás eitt og Við Djúpið.
Daníel Bjarnason er stjórnandi Ísa-
foldar.
„Við köllum þetta samkeppni fyr-
ir ný tónskáld, frekar en ung, því
við viljum ekki hafa nein aldurs-
takmörk. Fyrirmyndin að verkefn-
inu er fengin erlendis frá og mér
finnst þetta hafa vantað í íslenskt
tónlistarlíf. Þegar upp er staðið
veljum við 3-4 tónskáld til að semja
verk fyrir Ísafold, og þau verða
flutt á hátíðinni og vonandi hljóð-
rituð,“ segir Daníel. Útfærsla verk-
anna verður unnin í nánu samstarfi
við Ísafold. „Verkin verða því ekki
bara æfð og spiluð, því eftir æfingu
getur tónskáldið rætt við mig og
hljóðfæraleikarana og við skipst á
hugmyndum og rætt um praktíska
hluti, t.d. uppsetningu nótna og
hvernig hægt er að skrifa fyrir
hljóðfærin og aðra praktíska hluti
sem tónskáld í skóla fá ekki alltaf
reynslu í.“
Bent Sørensen verður með
Ísafold hefur fengið danska tón-
skáldið Bent Sørensen til að taka
þátt í hátíðinni, og hann tekur þátt
í æfingaferlinu og býður tónskáld-
unum upp á einkatíma í tónsmíðum.
„Hann mun leggja sitt af mörkum,
og verður auk þess með fyrirlestra.
Ég býst við því að við spilum líka
verk eftir hann á hátíðinni.“
Það er ekki oft sem tónskáldum
á Íslandi býðst að taka þátt í vinnu
af þessum toga. Masterklassar og
námskeið í tónlist miðast mun oftar
við flytjendur og túlkun í tónlist.
Læra mest af svona vinnu
„Þegar ég var sjálfur í skóla
fannst mér tónskáld læra langmest
af því að vinna á þennan hátt, –
semja og heyra verkin sín flutt, en
fá um leið viðbrögð frá tónlist-
arfólkinu. Nám er oft svo fræðilegt
og konseptmiðað, að oft vantar
þessa tengingu við hold og blóð.
Tónskáld fá oft sjokk þegar þau
mæta með fyrstu verkin sín til
hljóðfæraleikara sem fara að benda
á ýmislegt sem er ekki framkvæm-
anlegt í tónverkinu eða gera at-
hugasemdir við hluti sem tón-
skáldið hafði ekki áttað sig á að
væru kannski ekki í lagi. Tón-
skáldið segir þá kannski: „… en
það stóð í bókinni …“ Þess vegna
er þessi tenging tónskáldsins og
hljóðfæraleikaranna svo mikilvæg,“
segir Daníel. Og auðvitað er sam-
starfið ekki síður fyrir hljóðfæra-
leikarana. „Já, auðvitað. Þetta er í
fyrsta skipti sem við gerum þetta,
en það væri frábært ef hægt væri
að koma upp einhvers konar mið-
stöð þar sem svona vinna væri hluti
af uppeldi nýrra tónskálda. Það
myndi bæta tónlistina, og tónlist-
arfólkið.“
Kammersveitin Ísafold efnir til tónsmíðakeppni og vinnubúða hljómsveitar og tónskálda
Tenging við hold og blóð
Ísafold Býður nýjum tónskáldum til samstarfs um smíði nýrra verka.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
MÚSÍKALSKUR kvennablómi tekur völdin í
Seltjarnarneskirkju á sunnudagskvöld kl. 20.
Það eru Guðbjörg Sandholt messósópran og
Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari sem
standa fyrir tónleikunum, en gestir þeirra
verða Steinunn Skjenstad sópran, Melkorka
Ólafsdóttir flautuleikari og Helga Þóra Björg-
vinsdóttir fiðluleikari. „Þetta verður ljúf jóla-
tónlist,“ segir Guðbjörg um efnisskrána. „Það
verður mikill Bach, og svo syngjum við ljóð
eftir Britten, Cornelius, Grieg og Sibelius.
Þetta er jólaprógramm, en alveg klassískt;
bland af tónlist sem fólk þekkir ekki og þekkir
vel.“ Allar stunda þær framhaldnám erlendis
nema Melkorka sem nýlega hóf störf hjá Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. Guðbjörg er í námi
hjá Will Hancox söngkennara í London og í
Mozarteum í Salzburg. Matthildur lýkur
meistaranámi í London í vor; Steinunn er við
nám í Þýskalandi og Helga Þóra í París.
Fimm ungar konur með tónleika í Seltjarnarneskirkju
Klassískt jólapró-
gramm og mikill Bach
Kvennablómi Með tónleika á sunnudaginn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ENN malar J.K.
Rowling gull fyrir
bækur sínar. Ný
bók hennar, The
Tales of Beedle
the Bard, hefur
selst í 2,6 millj-
ónum eintaka um
allan heim á að-
eins tveimur vik-
um. Allur ágóði af
sölu bókarinnar mun renna til góð-
gerðarmála, og kann það ef til vill að
hafa áhrif á söluna, en fleiri freistast
þó til að telja að velgengni höfundar
Harry Potter vegi þar þyngst. Nú
þegar hefur bókin selst fyrir ríflega
760 milljónir króna. Með þessari
miklu sölu á svo skömmum tíma hef-
ur Rowling sett nýtt met, og bókin er
jafnframt orðin sú mest selda á þessu
ári, beggja vegna Atlantshafsins.
Nýtt met
hjá Rowling
J.K. Rowling
Ágóði af sölunni til
góðgerðarmála
Skilafrestur á umsóknum er til
15. janúar, og segir Daníel að í
þeim sé eingöngu óskað eftir
möppu með tveimur til þremur
verkum sem viðkomendur hafa
samið og hugsanlega upptökum
ef fólk á. „Við veljum þrjú til fjög-
ur tónskáld úr umsóknunum, tón-
skáld sem við teljum að geti gert
þetta með okkur og haft gagn af
því. Verkunum þarf svo að skila 1.
maí. Okkur fannst þetta skyn-
samlegri leið en að fólk þyrfti að
senda inn fullbúin verk og vita
svo ekki hvort það fengi þau flutt
eða ekki. Þeir umsækjendur sem
við veljum, vita þá, að verkin
verða flutt. Í maí, þegar verkin
eru komin, get ég gert athuga-
semdir við þau, ef um það verður
að ræða, en aðalvinnan fer fram á
Ísafirði. Þá verða tækifærin til að
laga og breyta á opnum æfingum
og í samræðum.“
Okkur fannst þetta skynsamlegri leið
Erlend lán eru ekkert
öryggisnet, aðeins
gálgafrestur að hinu óum-
flýjanlega. 43
»
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞETTA er ekki fyrir þá sem eru hræddir við
fegurð,“ segir Guðrún Dalía Salómonsdóttir
píanóleikari um tónleika þeirra Melkorku
Ólafsdóttur flautuleikara í Iðnó í kvöld kl.
20.30. Þar spila þær franska tónlist fyrir flautu
og píanó. Saman spila tónlistarkonurnar tvær
sónötur eftir Gaubert, sem ekki hafa heyrst
hér á landi áður. Guðrún Dalía leikur svo
prelúdíur eftir Debussy og Melkorka Density
21.5 eftir Edgar Varése. „Það er eina verkið
þar sem má óttast fegurðina, því það er algjör
„killer“,“ segir píanóleikarinn.
Frakkar eru meistarar flaututónlistarinnar.
„Það er sterkur og áhrifamikill flautuskóli í
Frakklandi,“ bætir Melkorka við. Guðrún
Dalía segir að Gaubert hafi samið mörg og
misgóð verk fyrir nemendur sína til að spila í
flautukeppni. „En sónöturnar sem við spilum
eftir hann eru flottar, þær eru eins og ef
Debussy hefði samið flautusónötur.“
Ekki fyrir þá sem
hræðast fegurðina
Melkorka og Guðrún Dalía spila franskt í Iðnó í kvöld
París Guðrún Dalía, Melkorka og Eiffel.