Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 33
Minningar 33 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 þegar þú komst með svo flottan bangsa fyrir mig þegar þú komst heim frá Þýskalandi og líka þegar ég, pabbi, Arnþór og þú fórum öll á rúntinn um sveitina fyrir norðan. Kossi föstum kveð ég þig, kyssi heitt mitt eftirlæti, fæ mér nesti fram á stig, – fyrst ég verð að kveðja þig. Vertu sæll! og mundu mig minn í allri hryggð og kæti! Kossi föstum kveð ég þig kyssi fast mitt eftirlæti. (Jónas Hallgrímsson.) Afi minn, ég á eftir að sakna þín mjög mikið og þú átt eftir að verða mér mikil fyrirmynd í lífinu þegar ég verð eldri. Þín afastelpa, Una. Okkur, fjölskylduna, langar að minnast með þakklæti og virðingu öðlingsins Svani Geirdal, sem kvatt hefur þennan heim. Í minningunni eru skemmtilegar samverustundir í góðum félagsskap Svans. Ferðalög, stutt og löng, hér heima og erlendis. Hann var víðlesinn og fróður um marga hluti og vissi margt um land og þjóð. Hann hafði mikið dálæti á Grímsey, enda hafði hann alist þar upp til 11 ára aldurs, hjá afa sínum og ömmu. Með góðri frásagnargáfu sinni hreif hann mann með sér þangað, með mannlífssögum sínum þaðan á uppvaxtarárum sínum þar. Svanur var myndarlegur og eft- irtektarverður maður. Hann var valdsmannslegur, en á jákvæðan hátt, því hann hafði sterka og hlýja nærveru svo gott var að vera í ná- vist hans. Það er mikill missir að manni eins og honum og hans verð- ur sárt saknað. Eitt sinn verða allir menn að deyja, Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjalmur Vilhjálmsson.) Vil ég og fjölskylda mín þakka Svani Geirdal fyrir ómetanlega sam- veru í gegn um tíðina og votta að- standendum hans dýpstu samúð. Þeirra missir er mikill. Magnús, Kristín, Margret, Pétur og fjölskyldur. Elsku tengdapabbi, elsku vinur. Samband okkar var ákaflega gott frá því kynni okkar hófust. Við vor- um ekki sérlega gömul, ég og Halla, þegar ég fór að venja komur mínar á Stekkjarholtið, en samt tókuð þú og Una þessum drengstaula opnum örmum og reyndust honum einstak- lega vel. Aldursmunurinn var mikill og áhugamálin fremur ólík en þrátt fyrir það sýndir þú mér og hverju sem ég aðhafðist einlægan áhuga og það kunni ég alltaf vel að meta. Þau urðu mörg kvöldin á Stekkjarholt- inu þar sem við sátum og spjölluðum og þú sagðir mér frá lífshlaupi þínu. Öll ævintýrin sem þú lentir í í Grímsey og hvernig smitandi áhugi þinn á bókum vaknaði. Mér fannst alltaf aðdáunarvert hvernig þú gast þulið upp ljóð og jafnvel heila bók- arkafla sem þú hafðir lagt á minnið. Þú sagðir mér frá unglingsárunum í Skagafirði og þér þótti greinilega vænt um hversu vel var hugsað um þig á Höfða. Siglingarárin voru þér minnisstæð og ég get mér til um að þar hafi áhugi þinn á ferðalögum kviknað. Þig dreymdi um að nýta þín efri ár í að ferðast og mér þykir sárt að örlögin hafi valdið því að þeir draumar rættust ekki. Sögurnar úr lögreglunni voru margar, og vissara að ég haldi þeim fyrir sjálfan mig, en frásagnargleðin var svo mikil og einlæg að það var ekki hægt annað en að hrífast með. Eftir að við Halla og stelpurnar fluttumst til útlanda fækkuðu sam- verustundum okkar en það var alltaf jafn yndislegt að fá þig og Unu í heimsókn. Það er sérlega minnis- stætt að þrátt fyrir þína erfiðleika bauðstu alltaf fram aðstoð þína og varst alltaf reiðubúinn til að hjálpa við hin ýmsu störf. Víggirðingin sem við reistum saman í Noregi stendur enn sem klettur og mun gera um ókomin ár. Þú varst góðmennskan uppmáluð og vildir allt fyrir alla gera. Húmor þinn var einstakur, eða afstæður eins og þú sagðir sjálfur, og alltaf tókst þér að segja eitthvað fyndið á óvæntum augnablikum. Smitandi hlátrinum gleymi ég heldur aldrei. Ég á svo auðvelt með að sjá þig fyrir mér í stofunni á Fjarðargöt- unni, þar sem þú situr við enda borðsins, og stappar fætinum við Tennessee Waltz. Með bros á vör, eins og alltaf. Er ekki það? Megir þú hvíla í friði, kæri vinur. Jóhannes Þór Harðarson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Nú er kallið komið og við kveðjum hinstu kveðju mann sem gefið hefur okkur svo margt gegnum áralanga vináttu og samstarf. Guð veri Unu Guðmundsdóttur, fjölskyldunni og ástvinum stoð á sorgarstundu. Blessuð sé minning Svans Geir- dal. Magnea og Pétur. Svanur Geirdal var skemmtilegur maður. Hann var sögumaður af guðsnáð, vel að sér, minnugur og orðheppinn. Kunni afar vel allar Ís- lendingasögurnar, sem hann hafði lært og lesið í æsku við erfiðar og þröngar aðstæður. Iðulega fór hann með orðréttar tilvitnanir og jafnvel heilu kaflana úr sögunum án þess að reka í vörðurnar. Unun var að hlusta á hann í þeim ham. Samhliða slíkum frásögnum minntist hann ósjaldan uppvaxtarára sinna í Grímsey, en eyjan var honum alla tíð sérstaklega hugleikin og umlukin ákveðnum ævintýraljóma. Langrar skólagöngu naut Svanur ekki en var eigi að síður vel mennt- aður í orðsins fyllstu merkingu. Hann var sjálfmenntaður, námfús, víðlesinn, áhugasamur og fróður um land og þjóð. Skarpgreindur og glöggur á menn og málefni. Í starfi og viðkynningu var Svan- ur jákvæður, úrræðagóður og kapp- samur en um leið varkár og vand- virkur. Duglegur og ósérhlífinn en umfram allt réttsýnn og umtalsgóð- ur. Mannasættir. Nýttust þeir eig- inleikar hans vel í oft erfiðu og er- ilsömu starfi lögreglumannsins. Hann naut virðingar og komst til æðstu metorða innan lögreglunnar sem yfirlögregluþjónn á Akranesi. Önnur störf sem hann tók að sér, hvort heldur voru almenn verslunar- viðskipti, störf á lögfræði- og fast- eignastofu eða félagsstörf, vann hann samviskusamlega og af alúð. Starfsdagurinn varð því oft langur. Svanur var sérstaklega ræktar- samur. Hann gætti þess í mörg ár að hringja á gamlársdag til þess að fara yfir líðandi ár og spyrjast fyrir um vini og vandamenn, helstu við- burði og fyrirætlanir á komandi ári. Sagði einnig frá sinni fjölskyldu, maka, börnum, tengdabörnum og barnabörnun, en fjölskyldan var honum alla tíð mikils virði. Iðulega ræddi hann jafnframt bækur, sem hann hafði lesið nýlega, enda mikill bókaunnandi. Þau samtöl voru oft löng en um leið ánægjuleg og ógleymanleg. Þegar símtölin hættu vegna erfiðra veikinda Svans mátti finna hvað þau skiptu miklu enda eftir langt skeið orðin fastur liður í áramótunum. Góður drengur og vinur er geng- inn sem við minnumst með söknuði og hlýhug. Unu og fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðjur. Jón Sveinsson og Guðrún Magnúsdóttir. Vinar míns og fyrrum vinnu- félaga, Svans Geirdals, minnist ég, af því að hann var drengur góður. Þau ár – þ.e. 1985-1998 – sem ég gegndi fyrst starfi bæjarfógeta og síðan sýslumanns á Akranesi, var hann yfirlögreglumaður á staðnum. Það hlutverk leysti hann af hendi með miklum ágætum. Á samskipti okkar bar aldrei fölskva. Öll mál voru jafnharðan leyst með daglegu samráði. Hér má minna á það, sem svo oft vill gleymast, að til þess að vera góð- ur lögreglumaður, þarf mikla hæfi- leika. Því starfi verður ekki gegnt, svo að vel sé, nema maður sé velvilj- aður, fljótur að hugsa, hafi óhagg- anlega skapstillingu, góða dóm- greind og mannþekkingu. Á stundum þegar allt getur farið í bál og brand verður að taka rétta ákvörðun á örskotsstund, og það verður ekki gert án þessara mann- kosta. Alla þessa hæfileika hafði Svanur til að bera í ríkulegum mæli. Eflaust hefur uppeldi og umhverfi sett mark sitt á hann eins og svo marga aðra. Bernskuár sín átti hann norður í Grímsey og síðan eftir að hann komst á legg stundaði hann sjómennsku um nokkurra ára skeið. Návígi við íslenzk náttúruöfl ætla ég, að hafi orðið honum góður reynsluskóli er stuðlaði að víðsýni og vizku í mannlegum samskiptum. Um öll mál fjallaði hann af velvild og skilningi, enda var lögreglan á Akranesi afar vel liðin undir stjórn hans. En starfið sagði þó ekki allt um manninn, Svan Geirdal. Þar fyr- ir utan var hann víðlesinn í bók- menntum, innlendum og erlendum, og hafði hann jafnan á hraðbergi til- vitnanir í heim sagna og ævintýra. Ekki sízt gerðu kjarnyrði bók- menntanna hann skemmtilegan í viðræðu og viðkynningu. Unu konu hans, börnum og fjöl- skyldu votta ég samúð mína á skiln- aðarstund. Blessuð sé minning hans. Sigurður Gizurarson. V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 0 9 1 0 4 3 4 2 0 8 9 9 3 2 0 3 3 4 5 0 8 0 5 4 4 1 3 6 2 4 0 5 7 2 3 0 2 2 4 8 1 0 5 8 2 2 1 2 8 0 3 2 1 2 3 4 5 9 3 3 5 5 3 6 3 6 2 4 0 6 7 2 3 7 3 2 8 0 1 1 4 4 3 2 1 7 4 0 3 3 3 4 7 4 6 3 5 5 5 5 7 5 4 6 2 7 3 4 7 2 7 2 0 3 6 8 1 1 8 3 1 2 2 0 2 3 3 3 3 4 9 4 6 5 6 2 5 6 0 2 4 6 3 2 1 5 7 2 8 2 2 4 5 5 1 1 9 2 4 2 2 2 8 6 3 3 7 0 2 4 6 7 9 3 5 6 2 0 0 6 3 2 7 1 7 3 2 1 0 6 5 7 1 2 2 0 3 2 3 0 9 6 3 3 7 4 7 4 6 9 4 1 5 6 4 8 5 6 3 4 0 1 7 3 2 2 3 1 2 4 2 1 2 4 1 8 2 3 2 0 8 3 3 7 6 9 4 7 0 5 2 5 6 6 9 2 6 3 5 3 8 7 3 2 7 3 1 2 7 6 1 2 5 4 0 2 3 2 2 9 3 4 2 8 0 4 7 0 5 9 5 6 9 5 9 6 3 8 0 7 7 3 2 9 8 1 2 7 9 1 2 6 7 1 2 3 3 6 4 3 4 3 8 8 4 7 4 5 7 5 7 0 1 1 6 4 1 8 1 7 3 3 2 4 2 4 8 5 1 2 9 9 0 2 3 9 3 9 3 4 7 9 9 4 7 9 3 1 5 7 0 4 5 6 4 2 5 0 7 3 8 8 8 3 5 7 7 1 3 8 7 6 2 4 8 5 4 3 6 3 9 5 4 8 4 0 8 5 7 0 8 9 6 4 5 1 2 7 4 1 6 5 4 1 1 0 1 4 0 6 7 2 4 9 0 8 3 7 4 4 0 4 8 9 0 9 5 7 9 5 4 6 4 5 2 6 7 4 4 1 3 4 2 1 8 1 4 3 0 8 2 5 2 9 9 3 7 5 5 7 4 9 4 3 3 5 8 1 5 5 6 4 8 5 0 7 4 5 4 3 5 3 8 0 1 5 0 0 7 2 5 6 3 2 3 8 5 0 8 4 9 5 0 3 5 8 5 3 8 6 5 3 2 0 7 4 9 2 7 5 5 3 2 1 6 1 9 3 2 5 7 2 8 3 8 9 6 0 4 9 7 7 0 5 8 7 7 8 6 5 3 2 3 7 5 2 3 4 5 5 5 4 1 7 1 9 5 2 6 8 4 2 3 9 1 4 2 4 9 7 9 4 5 8 8 3 3 6 6 3 1 4 7 5 6 2 8 6 1 1 4 1 8 6 9 8 2 7 1 0 4 3 9 4 6 8 4 9 8 3 0 5 8 8 9 7 6 6 7 0 1 7 5 8 8 7 6 2 1 2 1 8 7 8 2 2 7 5 5 0 3 9 9 3 4 5 0 0 4 9 5 8 9 2 5 6 7 3 5 4 7 6 0 6 3 6 3 6 2 1 8 8 4 5 2 7 6 2 2 4 1 0 3 6 5 0 0 8 0 5 9 5 2 3 6 7 4 1 7 7 6 0 7 3 6 6 5 6 1 9 0 1 8 2 7 6 8 6 4 1 7 0 1 5 0 3 0 7 5 9 6 8 8 6 7 4 2 7 7 6 2 7 7 7 1 7 8 1 9 0 8 6 2 7 7 9 4 4 2 0 3 8 5 0 6 7 9 5 9 8 3 8 6 7 8 1 1 7 7 2 3 1 7 4 7 3 1 9 2 0 5 2 8 1 0 5 4 2 0 4 9 5 1 1 0 4 6 0 0 1 2 6 7 8 6 7 7 7 3 0 3 8 0 7 7 1 9 6 3 2 2 8 3 2 7 4 2 3 6 7 5 1 2 4 8 6 0 3 5 1 6 8 4 3 2 7 8 1 7 1 8 2 4 8 1 9 8 6 3 2 8 9 5 4 4 2 9 9 8 5 1 5 2 8 6 0 5 0 1 6 8 5 5 4 7 8 3 9 1 8 4 3 0 1 9 9 0 9 2 9 0 7 5 4 3 0 1 3 5 1 6 4 4 6 0 5 6 3 6 9 0 1 1 7 9 1 2 3 8 5 6 4 1 9 9 8 3 2 9 1 2 6 4 3 4 4 7 5 1 6 8 6 6 0 6 1 6 6 9 1 4 0 7 9 8 5 9 8 8 9 1 2 0 0 6 5 2 9 1 4 0 4 3 8 8 6 5 1 7 4 8 6 0 8 4 6 6 9 3 4 5 9 4 2 7 2 0 1 6 8 2 9 6 1 6 4 4 2 2 6 5 1 7 9 0 6 0 8 8 3 6 9 6 1 3 9 5 1 2 2 0 4 7 0 3 0 6 8 8 4 4 2 5 1 5 2 4 9 9 6 1 0 8 4 7 0 1 9 2 9 7 7 6 2 0 5 1 5 3 1 2 6 3 4 4 5 2 0 5 3 2 4 0 6 1 3 9 4 7 1 1 5 2 1 0 0 3 3 2 0 5 9 5 3 1 5 7 7 4 4 6 6 1 5 3 2 8 2 6 1 4 3 0 7 1 1 6 8 1 0 4 0 6 2 0 8 0 4 3 1 6 4 4 4 4 6 7 7 5 4 3 1 1 6 2 2 6 2 7 1 4 3 9 Næstu útdrættir fara fram 23. desember & 2. janúar 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.is V i n n i n g a s k r á 33. útdráttur 18. desember 2008 Mercedes Benz + 5.600.000 kr. (tvöfaldur) 6 6 2 1 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 6 9 0 2 3 3 6 7 6 0 6 2 8 7 3 3 8 6 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 850 8054 24644 63217 66254 75174 2633 11293 59023 64802 74026 77757 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 5 8 3 8 8 0 1 1 5 5 8 0 2 8 8 3 5 3 8 7 3 2 5 0 8 9 2 5 8 8 5 9 6 7 8 9 8 3 0 6 0 9 0 7 4 1 6 8 2 2 2 9 1 9 5 4 0 5 4 7 5 1 2 1 9 5 9 5 9 0 6 8 5 1 6 4 8 6 1 9 2 2 0 1 9 3 1 9 2 9 2 2 5 4 4 7 3 2 5 1 3 0 8 5 9 7 1 4 6 9 0 1 9 6 3 9 9 9 2 2 2 2 1 0 7 6 2 9 7 0 7 4 5 2 0 9 5 1 7 3 9 6 2 3 9 9 6 9 8 3 3 6 6 2 6 9 8 3 0 2 1 3 2 1 3 2 3 3 5 4 5 9 4 6 5 3 0 0 5 6 4 6 1 5 7 1 5 2 6 7 1 8 4 9 8 8 5 2 3 4 6 5 3 3 5 4 9 4 6 2 5 3 5 4 0 6 4 6 5 0 6 4 7 1 6 1 7 7 3 2 3 1 0 7 1 1 2 3 8 8 4 3 4 3 4 6 4 6 6 1 6 5 4 3 4 1 6 5 8 9 7 7 5 8 8 0 7 5 6 3 1 2 2 8 2 2 4 0 5 8 3 5 0 0 4 4 8 2 1 0 5 4 8 1 6 6 5 9 9 4 7 7 8 6 3 7 8 8 4 1 2 3 9 5 2 4 8 2 9 3 6 0 5 0 4 8 3 5 7 5 4 9 9 9 6 6 1 0 8 7 8 9 9 1 8 1 2 7 1 3 0 5 5 2 5 2 5 6 3 6 1 2 5 4 8 5 5 3 5 5 2 8 0 6 6 5 1 2 8 1 5 6 1 4 2 7 9 2 5 7 3 0 3 7 0 5 5 4 8 7 2 1 5 5 7 1 0 6 7 1 2 1 8 4 6 7 1 4 5 8 9 2 6 4 4 8 3 7 2 3 3 4 8 7 4 1 5 6 6 6 5 6 7 3 2 6 8 6 5 0 1 5 3 1 7 2 8 2 6 2 3 7 6 3 7 5 0 3 3 8 5 7 3 5 2 6 7 8 5 4 Hreinn Þorvalds- son fæddist 19. des- ember 1928 á Fá- skrúðsfirði. Hann lærði múrverk í Reykjavík hjá Einari Sveinssyni múr- arameistara, lauk námi 1952 og er í Múrarameist- arafélaginu. Árið 1960 réðst hann til Mosfellshrepps, sem fyrsti starfsmaður sveitarfélagsins, en tók síðan við starfi byggingafulltrúa 1962-1974. Hann stjórnaði m.a. byggingu Varmárs- kóla, Varmárlaugar, Gagnfræða- skólans og Íþróttahússins. Hann var einnig í sóknarnefnd í nokkur ár og sá um útfarir frá Lágafells- og Mosfellskirkju í mörg ár. Hreinn lauk störfum hjá Mosfellshreppi ár- ið 1985 og hafði starfað þar í 25 ár. Síðan hefur hann starfað sjálfstætt við flísalagnir og arinhleðslu og haft fjölda manna í vinnu. Hann hefur frá barnsaldri unnað myndlist og verið á námskeiðum, var einn af stofnendum Myndlistarklúbbs Mos- fellssveitar, þar kenndu nokkrir þekktir listmálarar, m.a. Sverrir Haraldsson sem bjó að Hulduhólum. Hreinn tók þátt í mörgum samsýningum klúbbs- ins og hefur einnig haldið tvær einkasýn- ingar á „Frönskum dögum“ á Fáskrúðs- firði. Hreinn kvæntist Fjólu Svandísi Ingv- arsdóttur frá Lax- árnesi í Kjós 3. febr. 1951. Hún andaðist 17. janúar 1970. Þau eign- uðust fimm börn, Eygló Ebbu, Hrafnhildi, Ingvar, Þorvald og Jóhönnu Hrund. Hreinn á sjö barnabörn og þrjú langafa- börn. Eiginkona Hreins er Guðrún Sig- urborg Jónasdóttir fá Lýsudal í Staðarsveit og hafa þau heimili í Reykjavík. Hreinn og Sigurborg hafa staðið fyrir ferðalögum Kan- aríflakkara til Kanaríeyja og jafn- framt fyrir skemmtun að sumarlagi hér heima, síðustu árin í Árnesi. Þau hjón dvelja á afmælisdaginn á Kanaríeyjum og fá góðar kveðjur frá mörgum ferðafélögum héðan af klakanum. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ. Hreinn Þorvaldsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.