Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008  Ofurbloggarinn Stefán Friðrik Stefánsson vakir eins og haukur yf- ir fréttum mbl.is og bloggar oftar en ekki við fréttir sem vekja athygli hans. Fyrir klukkan 14 í gær var Stefán Friðrik búinn að blogga við þrjár fréttir mbl.is en ein þeirra, þar sem fjallað var um varir Ásdís- ar Ránar, varð honum tilefni til gagnrýni á fréttamat mbl.is. Stefán hafði m.a. þetta að segja um frétt- ina: „Mér finnst allt talið um Ásdísi Rán orðið svolítið hjáróma. Ég verð eiginlega að velta því fyrir mér hvaða erindi varir hennar eiga við landsmenn alla í fjölmiðlum.“ Þess- ar vangaveltur eru góðar og gildar en nú spyrjum við Stefán á móti: Hvers konar fréttir eiga við lands- menn alla í fjölmiðlum? Og ef frétt á borð við þá sem sögð var af Ásdísi Rán á ekki við landsmenn, hvers vegna í ósköpunum lásu rúmlega 30 þúsund manns fréttina – og þeirra á meðal bloggari að nafni Stefán Friðrik Stefánsson? Nú verða sagðar merkilegar fréttir! Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG hef verið í hinu og þessu að undanförnu, og hef með- al annars verið að skrifa svolítið fyrir sjónvarp. Það er samt pínu leyndó ennþá hvað það er,“ segir leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem fremur lítið hefur farið fyrir að undanförnu. Hún ætlar þó að láta taka til sín í kvöld þegar hún kemur fram á tón- leikum ásamt hinum brasilíska Ife Tolentino í Frí- kirkjunni. „Ég er að fara að syngja á portúgölsku, bossanova og samba. Svo syng ég líka eitt lag á íslensku og tvö á ensku,“ segir Ágústa, en auk hennar og Ife koma fram á tónleikunum þau Ómar Guðjónsson gítarleikari, Davíð Þór Jónsson píanóleikari, Mattías M.D. Hemstock sem leikur á trommur og Óskar Guðjónsson, sem leikur á saxófón. Þetta er í annað skipti sem hópurinn kemur sam- an, en hann lék á sama stað, í Fríkirkjunni, í sumar. Að- spurð segir Ágústa virkilega gaman að flytja suðræna tónlist í kuldanum í desember. „Þetta er svona eitthvað til að hugga sig við í myrkrinu, enda mjög hlý músík. Hún er líka góð til að ná jarðtengingu ef fólk er í einhverju jólastressi,“ segir söngkonan, en hópurinn ætlar í hljóð- ver milli jóla og nýárs, og líklegt verður því að teljast að hann muni gefa eitthvað út. Ekki er hægt að sleppa Ágústu án þess að spyrja hana út í Silvíu Nótt – hvort von sé á meiru frá henni. „Nei, þetta var bara svona gjörningur sem átti sinn líftíma. Þetta eru bara ágætar heimildir um það sem var í gangi.“ Ágústa Eva skrifar nýtt efni fyrir sjónvarp  Þá er komið að hinum sér- íslenska sið að segja frá því þegar afreksfólk úr okkar ranni nær ekki árangri í einhverju. Ein efnilegasta rokksveit sem fram hefur komið hér á landi í langan tíma, hin marg- verðlaunaða Agent Fresco, hélt til London í vikunni og atti kappi við 25 sveitir í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands, GBOB. Úrslitin fóru fram þann 15. desem- ber en okkar menn höfðu ekki er- indi sem erfiði. Sigurvegari var Brighton-sveitin Floors and Walls, og leikur hún rokkrapp. Við lýsum að sjálfsögðu frati á þessa keppni, það er klárlega maðkur í mysunni og hæg heima- tökin fyrir breska sveit að sigra þegar dómararnir þrír eru allir Bretar en þeir voru Glen Matlock, fyrrum bassaleikari Sex Pistols og upptökustjórarnir Jim Lowe (Ste- reophonics) og Ben Adams. Agent Fresco sigraði ekki í GBOB Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ eru engin jól nema Helga Möll- er komi við sögu. Jólalögin sem hún hefur sungið í gegnum tíðina eru fastagestir á hvers kyns safnplötum sem mallaðar eru saman fyrir hver jól. Það eru aðallega lögin „Í hátíð- arskapi“ og „Heima um jólin“. Í fyrra kom svo loks út, korter fyrir jól, fyrsta jólaplata Helgu er hét ein- faldlega Hátíðarskap. Þar var að finna lágstemmdar útgáfur af mörg- um þeirra jólalaga er Helga hefur sungið í gegnum tíðina, auk nokk- urra sem hún snerti á í fyrsta sinn. Vegna tímaleysis gafst aldrei tími til þess að halda útgáfutónleika fyrir þá plötu, og skiljanlega hefur ekki gef- ist tækifæri til þess eftir að þeirri jólahátíð lauk, fyrr en nú. Ekki svo líkar raddir Helga undirbýr því notalega jóla- tónleika í Laugarneskirkju á sunnu- dag þar sem hún kemur fram með einvala liði hljóðfæraleikara og fimmtán ára dóttur sinni, Elísabetu Ormslev. „Hún söng allar bakraddirnar á jólaplötunni minni í fyrra og gerir það líka á tónleikunum en svo ætlar hún að syngja eitt lag ein,“ segir Helga og hljómar stolt af dóttur sinni. „Hún tekur gamalt lag sem ég söng hér áður, það er „Hann verður hjá mér um jólin“.“ Dóttur Helgu er söngurinn í blóð borinn og hún hefur greinilega ekki í hyggju að reyna að sporna við þeirri köllun sinni. En hafa þær mæðgur líkar raddir? „Já og nei. Ég held að hún komi til með að hljóma dálítið öðruvísi en mamma hennar. Hún er mjög efnileg og áhugasöm og er að læra hjá FÍH.“ Laugarneskirkja Það er ekki bara ótrúlega góður hljómur Laugarneskirkju sem var ástæða þess að hún varð fyrir val- inu. Helga segir helstu ástæðuna vera þá að hún vilji skapa rólegt og þægilegt umhverfi er virki stresslos- andi en viðurkennir svo að kirkjan eigi sérstakan stað í hjarta hennar. „Þetta er mín kirkja. Þarna fermdist ég og dóttir mín líka. Þannig að okkur þykir vænt um hana. Ég hef þó ekki sungið þarna áður.“ Minning um Rúnar Júlíusson Helga hefur haldið tónleika áður í kirkju og oft sungið í brúðkaupum og jarðarförum. Aðventutónleikar sem hún söng á í Keflavík fyrir nokkrum árum eru henni sér- staklega eftirminnilegir. „Þá söng ég með Rúnari Júl. Þá var hann alveg frábær. Hann söng „Það er gott að gefa“ og kom gang- andi inn kirkjugólfið og fólk stóð upp af hrifningu. Hann var rosaleg- ur töffari.“ Á dagskránni verða aðallega lög af jólaplötunni frá því í fyrra en um tónlistina sjá Björn Thoroddsen, Magnús Kjartanson, Jón Rafnsson og Ásgeir Óskarsson. Syngur með dóttur sinni  Helga Möller heldur síðbúna jólatónleika í Laugarneskirkju um helgina  Elísabet Ormslev, dóttir hennar, stígur þar sín fyrstu spor á söngbrautinni Morgunblaðið/Ómar Helga og Elísabet Æfðu saman jólalögin með hljómsveitinni í gær og eru því eflaust komnar í jólaskapið. Syngja í Laugarneskirkju á sunnudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 á sunnudag. Það er ekki óalgengt að börn listamanna feti í fótspor for- eldra sinna. Hér eru nokkur dæmi:  Björgvin Halldórsson Svala og Krummi  Ragnhildur Gísladóttir Dísa  Helgi P. Snorri í Sprengjuhöllinni  Magnús Þór Sigmundsson Þórunn Antónía  Frank Sinatra Nancy Sinatra  John Lennon Sean og Julian Lennon Eplið og eikin Hversu pólitískur ertu, á skalanum 1 til 10? Sá skali hefur nú alltaf verið að hækka, eigum við að sættast á svona 4. Styðurðu ríkisstjórnina? Nei. Hver er besta jólagjöf sem þú hefur fengið? (Spyr síðasti aðalsmaður, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland) Ullarhattur, sem nýtist mér svo á hverri Þorláks- messu. Hver ber ábyrgð á kreppunni? Erfitt að svara þessu, en það er nokkuð ljóst að þeir sem það gera ætla að láta þá sem minnst mega sín borga skaðann og sitja svo samviskulausir áfram við sín nægtaborð. Spilling í sinni verstu mynd. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Að ég bý að öllum líkindum í spilltasta landi í heimi. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? Gilbert O’Sullivan, „The best of“; alltaf góður kall- inn. Hvaða bók lastu síðast? Harðskafa eftir Arnald Indriðason. Uppáhaldskvikmynd? Verð að nefna tvær; Sling blade og Field of dreams. Besta jólalagið? Heims um ból. Hugsarðu enn mikið um standard og gæði? Minna upp á síðkastið, sérstaklega eftir að Sverrir Ólafsson, sem kallar sig víst Sverri Stormsker, kærði mig fyrir að kalla sig Ólafsson, ég hefði flengt hann væri ég Ólafur pabbi hans. Annars er lítið sameiginlegt með Sverri og standard og gæðum. Hver eru þín mestu mistök? Að setja ekki 90 sentímetra pútt á 18. holu á Hval- eyrinni í sumar fyrir fugli og fara hringinn þar með á 74 höggum. OK 75, ekki slæmt! Og þinn stærsti sigur? Að fara Hvaleyrina á 75 höggum í sumar sem leið (hefði reyndar átt að fara hana á 74 höggum). Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? „Brostnar vonir“ (saga um endalausa leit að viðurkenn- ingu). Hver myndi leika aðalhlutverkið? Sverrir Stormsker. Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Hvað er í gangi á þessu guðsvol- aða landi? EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR HEFUR SAMIÐ ÓFÁA POPPSMELLINA Í GEGNUM TÍÐINA EN STEF-GJÖLDIN FYRIR „NÍNU“ HLJÓTA AÐ FLEYTA HONUM Í SKATTAFLOKK MEÐ SÆGREIFUM LANDSINS OG ÖÐRUM OFURLAUNAPLEBBUM. EYVI KEMUR FRAM MEÐ ULLARHÖTTUNUM Á NASA Á ÞORLÁKSMESSU. Suðræn Ágústa Eva á tónleikunum í Fríkirkjunni í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.