Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 ÚTLITIÐ í efnahagsmálum á Norð- urlöndum er ekki gott, raunar kol- svart að flestra dómi, og atvinnuleys- istölurnar hækka dag frá degi. Er í raun spáð kreppu um heim allan á næsta ári en góðu tíðindin eru þau, að flestir eru sammála um, að hún muni ná hámarki er líður á árið og þá muni aftur fara að birta til. Í Danmörku þar sem atvinnuleysi hefur lengi verið mjög lítið hellast nú inn boðanir um hópuppsagnir og Danske Bank spáir því, að 100.000 störf a.m.k. muni hverfa á næsta ári. Eru horfurnar svo daprar, að Kristi- an Jensen, skattamálaráðherra í dönsku stjórninni, segir, að ekki verði komist hjá niðurskurði í vel- ferðarmálum nema gripið verði til víðtækra umbóta. Í Noregi er staðan svipuð og í Danmörku. At- vinnuleysi þar er enn ekki nema 2% en vex hratt í öllum greinum nema kennslu. Mest er aukning- in í iðnaði og verslun, einkum byggingariðnaði þar sem það hefur tvöfaldast á þessu ári. Búist er við, að sænski seðlabank- inn lækki stýrivexti úr 2% í 1% í febrúar en í Svíþjóð er atvinnuleysið komið yfir 7%. Hafa fyrirtæki boðað uppsögn þúsunda manna og mikil óvissa er um framtíð bílaiðnaðarins. Því er þó almennt spáð, að Volvo muni lifa af hverjir sem eigendurnir verða en margir telja, að Saab sé nú að syngja sitt síðasta. Kreppuárið 2009 Danski bankinn Saxo Bank spáir því, að kreppan láti alls staðar að sér kveða á næsta ári. Þá muni gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum falla um 50%, olíuverðið fara í 25 dollara og hagvöxtur í Kína verði enginn. Þá telja greinendur bankans, að hætta sé á, að Ítalir neyðist til að hætta þátttöku í Evrópska myntbandalag- inu og þeir spá miklum erfiðleikum í Íran vegna olíuverðslækkunarinnar. svs@mbl.is Vaxandi atvinnuleysi Farið er að kreppa verulega að á Norðurlöndum og sérfræðingar í efnahagsmálum spá engu góðu um næsta ár Mestur samdráttur er í byggingavinnu. UNGUR trúður, sem kallar sig „Litlu tönn“, heldur á mynd af Meynni frá Guadalupe, mesta þjóðardýrlingi Mexíkóa. Hátíð hennar hefst 12. desember og hún er svo mikilvæg fyrir þjóðarvitundina, að sagt hefur ver- ið, að fólk geti kastað trúnni en hætti það að tigna Meyna frá Guadalupe, þá sé það ekki lengur Mexíkóar. AP Hátíð Meyjarinnar frá Guadalupe ROWAN Willi- ams, erkibiskup af Kantaraborg, segir, að kreppan nú sé „nauðsyn- leg hugvekja“ á tímum skefja- lausrar græðgi og hann segist andvígur þeirri aðferð stjórn- valda að ausa út fé í efnahagslífið. Það sé eins og að „troða fíkniefnum ofan í eiturlyfja- neytanda“. Williams sagði, að fjármálafyr- irtæki hefðu ætt áfram í algeru fyr- irhyggjuleysi og ættu nú að biðjast opinberlega afsökunar. Almenning- ur hefði hins vegar látið hrífast með og trúað þeim boðskap, að auðlegðin gæti vaxið endalaust án þess að nokkur framleiðsla byggi að baki. Hættulegt eftirlitsleysi Biskupinn gagnrýndi líka stjórn- völd harðlega fyrir að hafa auðveld- að fjármálamönnunum ábyrgðar- leysið síðastliðin 15 ár með því að afnema boð og bönn og kvista niður regluverkið. „Við höfum nú lært þá lexíu, að eftirlitslítil fjármálastarf- semi er gersamlega út í hött.“ Williams sagði, að erfiðir tímar væru í vændum fyrir marga, eink- um þá, sem misstu vinnuna, en nú væri kominn tími til að huga að eðlilegum grundvelli undir efna- hagslífið og velferðarkerfið. Nú þyrftu menn að fara að sýna ábyrgð og velta fyrir sér hinum sönnu gildum. svs@mbl.is Kreppan á að vera áminning Afleiðing græðgi og ábyrgðarleysis Rowan Williams Í HNOTSKURN » Fjármálakreppan hefurleikið Breta grátt. Ríkið hefur neyðst til að yfirtaka nokkra banka, kaupmáttur hefur minnkað og atvinnuleysi stóraukist. » Gengi breska pundsinshefur hrapað og í gær munaði litlu á því og evrunni. » Um 500.000 húseigendur íBretlandi eru nú í þriggja mánaða vanskilum eða meira með afborganir. „FARÞEGAR athugið! Hér kemur áríðandi tilkynning. Því miður hef ég ekki kunnáttu til að lenda flug- vélinni.“ Þannig hljóðaði tilkynningin frá flugstjóra farþegavélar, sem var á leið frá Cardiff í Wales til Parísar í Frakklandi. Skýrði flugstjórinn farþegunum frá þessu leyndarmáli sínu skömmu áður en vélin átti að lenda á Charles de Gaulle-flugvelli í París og að sjálfsögðu brá þeim heldur en ekki í brún. Að því er segir í breska blaðinu Daily Mail var ástæðan fyrir til- kynningunni sú, að mikil og svört þoka var í París en flugstjórinn, sem hefur 30 ára reynslu sem flug- maður, hafði skömmu áður verið fluttur af annarri flugvélartegund og yfir á þá, sem hann stýrði nú, en án þess að fá æfingu í því að lenda henni í þoku. Vegna þokunnar var vélinni snú- ið aftur til Cardiff en farþegarnir báðust fyrir í hljóði og vonuðu, að þar væri engin þoka. svs@mbl.is Kunni ekki að lenda ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Skíðapakkar 20% afsláttur Skíðadeildin er í Glæsibæ HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Saltfiskur er mikilvægur hluti af matarmenningu íslensku þjóðarinnar frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim! Ekta saliskur lbúinn l útvötnunar. Tímarnir breytast en saliskurinn frá Ekta ski, þessi gamli góði með íslenskum kartöum og smjöri, stendur alltaf fyrir sínu. Sérútvatnaði saliskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saliskré Fæst um allt land. Hafðu samband! 466 1016 www.ektafiskur.is Bæklingur á 4 tungumálum ummeðferð og eldun fylgir með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.