Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 36
36 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Sudoku
Frumstig
9 1 3 6
8 4 2 9
3 4 2
7 4 1 3
7 1 2 8
6 2 3 8
3 5 6
5 6 3 7
8 1 4 9
5 9 8 7 6
3 6 4 7
4 5 9
3 6 9 8
4 7
6 9 2 4
6 2 5
9 7 3 6
3 5 6 4 7
7 9 6
8 7
9 7 6 8
9 8 5
1 2 6 5 8 7
3 4 7
1 9 6 5
4 1
5 3 8
5 8 7 4 3 1 2 6 9
2 3 6 8 5 9 4 7 1
4 9 1 7 6 2 5 8 3
9 2 4 1 8 5 6 3 7
1 7 3 9 4 6 8 5 2
8 6 5 2 7 3 9 1 4
6 5 9 3 2 7 1 4 8
3 1 8 6 9 4 7 2 5
7 4 2 5 1 8 3 9 6
4 1 9 2 3 6 7 8 5
8 7 3 4 9 5 1 6 2
2 6 5 1 8 7 3 9 4
5 8 1 9 2 3 4 7 6
9 2 4 6 7 8 5 3 1
6 3 7 5 1 4 8 2 9
7 5 6 8 4 9 2 1 3
3 9 2 7 5 1 6 4 8
1 4 8 3 6 2 9 5 7
9 6 2 3 7 1 8 5 4
1 4 3 6 5 8 9 7 2
5 8 7 4 9 2 3 1 6
7 9 1 8 3 4 6 2 5
2 5 6 7 1 9 4 3 8
4 3 8 5 2 6 1 9 7
3 2 4 9 6 7 5 8 1
6 1 5 2 8 3 7 4 9
8 7 9 1 4 5 2 6 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 19. desember,
354. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Enginn er þinn líki,
Drottinn! Mikill ert þú og mikið er
nafn þitt sakir máttar þíns.
(Jeramía 10, 6.)
Víkverji hefur sem betur fer ofthaft ástæðu til þess að vera
stoltur af kollegum sínum og talið
sér til tekna frekar en hitt að til-
heyra blaðamannastéttinni. Því er
þó ekki að neita, að Víkverji hefur
stundum beinlínis viljað segja sig
úr lögum við þá blaðamenn sem
ganga mest fram af honum. DV-
tragedían í vikunni er þess eðlis að
Víkverja ofbýður; hvernig geta
menn hagað sér svona asnalega?
Víkverji vill helzt ekki flagga
blaðamannsskírteini sínu vegna
þessa.
x x x
Víkverji hefur stundum haft al-veg ótrúlega mikið fyrir jóla-
gjöf handa frúnni. Ekki að það sé
svo mikið umstang að velja hana og
kaupa, heldur hitt að halda henni
leyndri fyrir konunni fram á að-
fangadag. Sjálfur er Víkverji mikið
jólabarn og konan vekur oft upp í
honum forvitnina með því að til-
kynna að hún sé búin að kaupa jóla-
gjöfina hans. En þrátt fyrir
lymskulegheit og margs konar for-
tölur fær Víkverji ekki að vita hvað
er í pakkanum, sem hann aldrei
finnur þrátt fyrir mikla leit. Þá er
bara að láta sem manni sé slétt
sama! Frúin er hins vegar naskari
á að finna hluti svo Víkverji hefur
stundum brugðið á það ráð að
geyma gjöfina hennar utan heim-
ilisins.
x x x
En nú datt Víkverji ofaná snilld-arbragð. Hann lét eitthvert
lítilræði, en þó góðan hlut og gagn-
legan, liggja á hæfilegum glámbekk
og ekki leyndi sér að frúin fann
þetta strax og að ekki þótti henni
mikið til jólagjafarinnar koma. En
snilldin liggur í því að þegar þetta
er fundið þá leggst af öll leit að
jólagjöf. Víkverji hlær nú dátt innra
með sér og veit að frúin glennir
upp augun þegar alvörujólagjöfin
birtist. Og hún slær svo sannarlega
út þetta, Víkverja liggur við að
segja lítilræði, sem frúin keypti
handa honum og faldi ekki betur en
svo að það tók Víkverja bara tvo
daga að finna það. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 möguleikinn,
8 nagdýrið, 9 vondur, 10
fag, 11 fleinn, 13 mis-
kunnin, 15 umstang, 18
henda, 21 traust, 22
gælunafns, 23 bugða, 24
kirkjuleiðtogi.
Lóðrétt | 2 ofsakæti, 3
iðjusemin, 4 allmikill, 5
fjandskapur, 6 sýking, 7
Ísland, 12 tangi, 14 svif-
dýr, 15 arga, 16 rotna,
17 aðstoðuð, 18 hnött-
urinn, 19 miða, 20 hina.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hatta, 4 hlífa, 7 áflog, 8 feiti, 9 ann, 11 part, 13
egni, 14 aular, 15 þorp, 17 rölt, 20 agn, 22 ráðin, 23 ang-
an, 24 romsa, 25 gomma.
Lóðrétt: 1 hjálp, 2 telur, 3 agga, 4 höfn, 5 ísing, 6 aðili,
12 náleg, 12 tap, 13 err, 15 þorir, 16 ræðum, 18 örgum,
19 tanna, 20 ansa, 21 nagg.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Staðan kom upp í keppni ungra skák-
kvenna gegn gamalreyndum stór-
meisturum sem lauk fyrir skömmu í
Marianske Lazne í Tékklandi. Tékk-
neska skákkonan Katerina Nemcova
(2369) hafði hvítt gegn þýska stór-
meistaranum Wolfgang Uhlmann
(2417). 31. Hh8+! Kxh8 32. De8+ Kh7
33. Dxd7 Df8 34. Bd4 Kg8 35. Dxg7+
Dxg7 36. Bxg7 Kxg7 37. f4 hvítur hef-
ur nú léttunnið endatafl. Framhaldið
varð: 37…Kf6 38. Kf2 Ke6 39. c4 h5
40. g3 Kd6 41. Ke3 Kc5 42. Kd3 b5 43.
cxb5 Kxb5 44. h3 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Skellt í lás.
Norður
♠8742
♥Á7
♦K32
♣D1073
Vestur Austur
♠K10963 ♠G5
♥D9642 ♥KG1085
♦5 ♦G10987
♣86 ♣Á
Suður
♠ÁD
♥3
♦ÁD64
♣KG9542
Suður spilar 5♣.
Útspilið er tígull. Sagnhafi tekur
slaginn heima og trompar út, en austur
lendir inni og gefur makker sínum tíg-
ulstungu. Vestur spilar hjarta til baka
og á endanum svínar sagnhafi í spaða
og fer einn niður.
Þetta lítur virðulega út á yfirborð-
inu, en við nánari skoðun kemur í ljós
að sagnhafi hefur klúðrað spilinu
klaufalega. Hvað gerði hann af sér?
Stungan í tígli er óhjákvæmileg, en
sagnhafi gat nýtt sér hana á upp-
byggilegan hátt til að komast hjá svín-
ingu í spaða. Það er gert með því að
hreinsa upp hjartað áður en trompi er
spilað. Sem sagt: í öðrum slag er hjarta
spilað á ás og hjarta trompað. Síðan er
laufi spilað. Austur lætur makker sinn
trompa tígul, en að því loknu á vestur
enga greiða leið til baka og verður að
spila spaða upp í ♠ÁD.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú veist af manneskju sem þarf á
hjálp þinni að halda en er of óframfærin
til þess að biðja um hana sjálf.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert nútímamanneskja á undan
þinni samtíð. Ef þú tekur rétt á málum, þá
snúast þau þér í hag, því þú hefur verkvit-
ið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Tvíburinn er að skipuleggja
næsta frí, annað hvort meðvitað eða
ómeðvitað. Vertu óhræddur því þú ert
það vel máli farinn og kurteis að erfitt er
að neita þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Ástarævintýri, íþróttir, listræn
viðfangsefni og skemmtanir með börnum
eru viðeigandi í dag. Vertu umburð-
arlyndari.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú þarft að venja þig af því að vera
alltaf á síðustu stundu með alla hluti. Nýir
möguleikar og ný ævintýri bíða þín og þú
getur varla á þér setið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ábending frá vini kann að koma
þér að gagni fjárhagslega í dag. Slakaðu
á, þessi einstaklingur vill þér aðeins það
besta og þú átt eftir að þakka honum fyrir
ábendinguna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér finnst þú standa uppi með fangið
fullt af verkefnum. Líklega er undirrótin
sú að þú berð óraunhæfar væntingar í
brjósti.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Gefðu þér tíma til að hreinsa í
geymslunni og losa þig við hluti sem nýt-
ast þér ekki lengur. Láttu ekki gylliboðin
glepja þér sýn heldur haltu þínu striki og
fast um budduna.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Í augum annarra ertu meira
en þú ímyndar þér. Gefðu þér tíma til að
gaumgæfa allar hliðar. Ekki vera óþol-
inmóður því þitt tækifæri kemur fyrr en
varir.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er allt á fullu hjá þér um
þessar mundir. Láttu það eftir þér að
vera þú sjálfur í góðra vina hópi.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Góður endir getur orðið þótt
saga sé einungis hálfnuð, eins og í dag, í
miðri atburðarás. Ef yfirmaður býður þér
að deila sviðsljósinu skaltu slá til.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þetta ætti að verða góður dagur
fyrir þig í viðskiptum. Gættu þess bara að
skaða ekki aðra í leiðinni.
Stjörnuspá
19. desember 1821
Eldgos hófst í Eyjafjallajökli.
Það stóð í tíu daga og sáust
eldglæringar frá Reykjavík á
hverju kvöldi. Aftur gaus í
júní árið eftir.
19. desember 1901
Tólf hús brunnu á Akureyri og
meira en fimmtíu manns urðu
heimilislausir. „Mestur eldur
sem kviknað hefir á Íslandi,“
sagði blaðið Norðurland.
19. desember 1977
Dómar voru kveðnir upp í
Guðmundar- og Geirfinnsmál-
unum, þeir þyngstu til þess
tíma. Tveir voru dæmdir í ævi-
langt fangelsi, einn í sextán
ára og einn í tólf ára fangelsi.
Tveir aðrir hlutu skemmri
dóma.
19. desember 2000
Hæstiréttur dæmdi að tekju-
skerðing örorkubóta vegna
tekna maka væri ólögleg. For-
maður Öryrkjabandalagsins
sagði þetta vera merkan dag í
réttindabaráttu öryrkja.
19. desember 2000
Flutningaskipið Wilson Muuga
strandaði í Hvalsnesfjöru á
Reykjanesi. Skipverjunum tólf
var bjargað í land, en átta
menn af danska varðskipinu
Triton lentu í sjávarháska við
björgunarstörf. Einn lést en
þyrla Landhelgisgæslunnar
bjargaði hinum. Að mestu
leyti tókst að koma í veg fyrir
olíumengun frá flutningaskip-
inu. Það náðist á flot í apríl.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
INGÓLFUR Kristjánsson, framkvæmdastjóri fram-
leiðsluþróunar hjá Alcoa á Reyðarfirði, er fimm-
tugur í dag. „Ég verð í fríi í vinnunni,“ segir hann
en sleppur þó vart við hamingjuóskir vinnufélag-
anna þar sem afmæli starfsmanna eru tíunduð í
tímariti álversins. Ingólfur er fjögurra barna faðir
og bjó fjölskyldan í tólf ár í Danmörku. Fyrir tveim-
ur árum fluttu þau hjónin með tveimur yngstu
börnum sínum til Egilsstaða en þá hafði hann unnið
í tæpt ár fyrir austan.
Spurður hvernig dagurinn verði segir hann það í
höndum konunnar sinnar, Ólafíu Einarsdóttur. „Ég
skipulagði fimmtugsafmæli hennar fyrr á árinu. Ég dreif hana á hest-
bak og gaf henni fínt að borða. Svo birtist sonur okkar óvænt á eldhús-
gólfinu en hann býr enn í Danmörku. Hún átti alls ekki von á honum og
heilmikill lygavefur hafði verið spunninn í kringum heimsóknina.“ Ing-
ólfur hlakkar til dagsins enda hefur hann gaman af óvæntum uppá-
komum. „Þetta er þó engin samkeppni milli okkar hjóna. Dagurinn
verður góður.“ Það leggst vel í hann að verða fimmtugur. „Mér fannst
erfitt að verða fertugur af því að þá hættir maður að vera ungur en að
verða fimmtugur er ekki erfið tilhugsun. “ gag@mbl.is
Ingólfur Kristjánsson framkvæmdastjóri 50 ára
Konan skipuleggur daginn
Nýirborgarar
Reykjavík Stefán Helgi
fæddist 11. október kl.
6.01. Hann vó 2.370 g og
var 45 cm langur. For-
eldrar hans eru Stein-
gerður Kristjánsdóttir og
Ardalan Niksima.
Danmörk Jóhann Ívar
fæddist 28. ágúst kl. 4.32.
Hann vó 4.245 g og var 55
cm langur. Foreldrar
hans eru Helga Auð-
unsdóttir og Hafþór Hilm-
arsson.
Reykjavík Emilía Rut
fæddist 22. ágúst kl.
11.26. Hún vó 3.860 g og
var 50 cm. Foreldrar
hennar eru Einar Geir
Þórðarson og Þóra Mar-
grét Jónsdóttir.