Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 ✝ Svanur Geirdalfæddist í Gríms- ey hinn 16. sept- ember 1935. Hann andaðist 12. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Oddur Vagn Hjálm- arsson, f. 11. júlí 1912 og Freyja Geir- dal, f. 20. desember 1913. Svanur ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum í Grímsey, þeim Stein- ólfi Geirdal, f. 26. nóvember 1875 og Hólmfríði Sig- urgeirsdóttur, f. 19. júlí 1879. Svanur átti fjögur hálfsystkini úr föð- urætt og átta úr móðurætt. Svanur kvæntist Unu Guðmunds- dóttur, f. 15. mars 1938. Þau eignuðust fimm börn, þau Lindu Björk, f. 1959, Hrafnhildi, f. 1960, Guðmund Rafn, f. 1963, Arnar, f. 1967 og Höllu, f. 1977. Barnabörnin eru 11. Útför Svans fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Allstaðar á jarðkringlunni, hvort sem er í myrkustu afkimum eða á björtustu flötum, fyrirfinnst dauð- inn. Þótt hann sé daglega í huga okkar er hann alltaf jafn fjarlægur, þar til hann snertir okkur persónu- lega. Að verða vitni að síðustu and- vörpum ástvina kallar á afar sterkar tilfinningar djúpt úr afkimum sálar- innar, minningar sem hafa ekki lengi látið á sér bæra. Nú er dagur að kveldi kominn. Kvöldið hefði mátt koma fyrr hjá pabba mínum. Hans stóra persóna hefði aldrei kos- ið þessi langdregnu örlög, skjót brottför hefði verið honum nær. Hann var í umsjá móður minnar síð- asta áratuginn, hún sá um hann og þjónustaði allan sólarhringinn. Síð- ustu mánuðina fyrir andlátið dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Grund. Hann var uppalinn í Grímsey hjá afa sínum Steinólfi Geirdal og ömmu sinni Hólmfríði Sigurgeirsdóttir. Eftir andlát afa síns var hann fluttur úr eyjunni og vistaður í Skagafirði hjá góðu fólki á Höfða á Höfð- aströnd. Þar var honum sýnd virð- ing og gott atlæti sem voru honum ætíð mjög svo kær. Manndómsárin gengu í garð og hann flutti til Akra- ness. Þar tók við fiskvinnsla, sjó- mennska og síðar lögreglustörf, að endingu starfaði hann sem yfirlög- regluþjónn þar til starfsævi lauk. Hann var mjög bókhneigður maður. Afi hans hélt að honum bókum og áhuginn sem þar kviknaði dó aldrei. Sögur og ljóð voru honum mjög svo hugleikin og sjálfur skrifaði hann sögur sem sumar hverjar voru birt- ar í fjölmiðlum. Hann pabbi minn var leiftrandi persónuleiki, sem greip hvert tækifæri til athuga- semda um menn og málefni og not- aði þá gjarnan fjölbreytt myndmál eða viðeigandi tilvitnanir. Aðspurð- ur hvaðan slíkt kæmi svaraði hann gjarnan „því stundin er fleyg“. Hugarheimi þessa ljúfa og blíða manns verður best lýst með orðum sem hann skrifaði í afmæliskort til mín Tíminn er sem fugl er flýgur hjá, fer með þyt og engir honum ná. Við horfum á með hjörtu full af þrá, hver á sér von uns drottinn lokar brá. Hvíl í friði. Guðmundur Rafn Tengdafaðir minn Svanur Geirdal er látinn. Þetta eru skrýtin orð að hafa eftir og víst er að langan tíma tekur að sætta sig við þau. Við höfum átt góðar stundir og skemmtilega tíma saman, sérstak- lega eru mér minnisstæðar þær styttri og lengri ferðir sem við höf- um farið saman um borg og bý á liðnum árum. Ógleymanleg er sú veiðiferð sem við fórum með föður mínum og Níels á Fremri-Fitjum og fleirum fram að Arnarvatni fyrir nokkrum árum síð- an. Svanur var kappsmikill hvað sem hann tók sér fyrir hendur og í þessari veiðiferð var það engin und- antekning. Kappið var stundum svo mikið að hann féll útbyrðis úr bátn- um nokkrum sinnum í ískalt Arn- arvatnið. Þetta lét hann ekkert á sig fá, þó svo að hann væri rennvotur og hrakinn í bátnum það sem eftir var dags í köldu haustveðrinu enda var Svanur ekki vanur að kvarta, hvað sem á bjátaði. Svo þegar lagt var að landi sköpuðust alltaf líflegar um- ræður um gang mála og það sem menn höfðu lent í úti á vatninu. Já, það er óhætt að segja að Svanur hafi verið beinn þátttakandi í veiðiskapn- um og hann gaf oft góð ráð um veiði- skapinn enda uppalinn við veiðar í sinni frumbernsku út í Grímsey og þegar hann var á Höfða á Höfða- strönd, þar sem hann var í sveit á sínum uppvaxtarárum. Hann hafði því upplifað tímanna tvenna og vildi að sjálfsögðu nýta landsins gagn og nauðsynjar. Eftir að Svanur hætti að vinna hafði hann gaman að ferðast og skoða landið ef tök voru á og var Skagafjörðurinn þar efstur á blaði. Í Skagafjörðinn náðum við að fara tvisvar saman, nú á seinni árum og það var alltaf jafn gaman að sjá eft- irvæntingu í augum hans þegar við fórum um Skagafjörðinn um há- annatímann. Í báðum þessum ferð- um okkar var að sjálfsögðu staldrað við hjá núverandi ábúendum á Höfða, þeim Friðrik og Guðrúnu. Nú í seinni tíð tókum við oft rúnt- inn saman og þá lá leiðin oft um sjávarsíðuna og um hafnir landsins eða þá farið út á Gróttu til að fylgj- ast með skipakomum, sjávargangi og svo náttúrulega að njóta útsýn- isins upp á Skaga. Enda leitaði hug- urinn oft á tíðum þangað og það fór ekkert á milli mála að Svani leið allt- af best í nálægð við sjóinn sem minnti hann á gömlu heimaslóðirn- ar. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Það er gæfa að fá að vera í nær- veru manns sem er þeim eiginleik- um gæddur sem Svanur bjó yfir. Elsku Svanur, hvíl þú í friði. Þinn tengdasonur. Guðmundur Rúnar Skúlason. Elsku afi Svanur. Mér fannst vera mikill missir þegar ég heyrði að þú varst látinn og það var erfitt að vita að afi minn væri ekki lengur hérna, þrátt fyrir að maður vissi að ekki væri langt í að þú myndir fara. Fullt af minningum á ég með þér í huga en aðallega hvað þú varst hugljúfur og góður afi, líka hvað þú varst mik- ill grínisti í þér sem kom manni allt- af til að brosa. Ég man vel eftir því þegar ég kom í pössun til ykkar ömmu á Akranesi og var þar í nokkra daga. Ég og amma komum svo oft til þín í vinn- una og þá kom ég í heimsókn inn á skrifstofuna sem mér fannst svo gaman, því ég var svo stolt að eiga afa sem löggu. Svo man ég líka svo vel eftir því þegar ég bauð þér að koma að horfa á mig í sundi og á jólafimleikasýn- ingu sem þú hafðir svo gaman af. Alltaf man ég eftir öllum sögunum sem þú sagðir mér frá þér þegar þú varst yngri, frá turninum í Grímsey sem þú ólst upp í og sögunum frá löggustarfinu. Mér fannst alltaf svo gaman að heyra þínar áhugaverðu sögur um það sem þú hafðir lent í. Þetta eru ekki einu minningarnar sem ég á um þig heldur líka: þegar ég var yngri og þú horfðir á Tomma og Jenna með mér í sjónvarpinu sem við höfðum bæði ánægju af og Svanur Geirdal náði til okkar krakkanna á jafn- ingjanótum. Leyfði hann gjarnan strákunum að keyra „Reinsann“ ut- an alfaraleiða, og leiðbeindi þeim fróðleiksfúsum löngu áður en þeir höfðu aldur til. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem fjölskyldur okkar fóru saman um landið og veiðiferðirnar með þeim bræðrum, Erni og Hauki voru oft ævintýralegar. Lífsgleði þeirra og kímnigáfa smitaði alla þeirra samferðamenn. Við þessi tækifæri voru þeir bræður í essinu sínu og reyndu sífellt að toppa hvor annan, m.a. í matargerð. Örn var sjálfmenntaður músíkant og hafði þróaðan smekk á djasstónlist sem hann miðlaði óspart og auðgaði með því tónlistarsmekk okkar systkina. Á góðri stund mátti finna hann við píanóið leikandi af fingrum fram djass í anda Fats Waller. Við systkinin kveðjum kæran vin, sannfærð um að nærvera hans hafi gert okkur að betri mönnum. Gísli og Helga Liv. Erni Clausen og tvíburabróður hans, Hauki, kynntist ég fljótlega eftir að ég fluttist í Tjarnargötuna árið 1934. Þau kynni urðu þegar að vináttu, sem var bæði sterk og sönn og entist ævina alla, vináttu, sem ég met mikils. Leikfélagar okkar voru ekki síst úr Vesturbænum. – Það var góður og heilbrigður hópur. Röskir drengir hét okkar ágæta fé- lag. Við héldum formlega fundi og stunduðum útivist, leiki og íþróttir, m.a. á Landakotstúninu. Keppt var í hlaupum, stökkum og köstum. Mér þykir líklegt, að þar hafi kviknað áhugi Arnar á frjálsum íþróttum. Við vorum bekkjarbræður í mennta- skóla, útskrifuðumst árið 1948. Eftir það skildi leiðir nokkuð, en tengslin rofnuðu aldrei. Síðustu 40 árin höf- um við verið nágrannar í Garða- bænum. Eins og fyrr segir hóf Örn ungur að stunda frjálsar íþróttir, einkum grindahlaup og tugþraut, og varð fljótlega einn fremsti afreksmaður, sem við Íslendingar höfum átt í þeim greinum, einkum tugþraut. Örn vann til margra verðlauna á al- þjóðlegum mótum. Má þar nefna gull á Norðurlandamóti 1949 og silf- urverðlaun á Evrópumeistaramóti 1950. Árið 1951 átti Örn næstbesta árangur í heiminum í tugþraut. Örn náði þessum frábæra árangri ekki aðeins á líkamsstyrk heldur einnig með mikilli einbeitingu og andlegri orku. Það er sannfæring mín, að Örn hefði náð enn lengra, jafnvel á toppinn, ef hann hefði stundað tug- þrautina vel aðeins lengur. Erni var margt til listanna lagt. Í góðum félagsskap var hann hrókur alls fagnaðar, lék mikið á píanóið og var þá oft mikið sungið. Örn var virkur í félagsstörfum, bæði í há- skóla og á meðal lögfræðinga. Lög- fræðin varð lífsstarf Arnar. Í næst- um hálfa öld rak hann eigin lögfræðistofu við góðan orðstír. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég minn æskuvin og þakka þær mörgu góðu samverustundir, sem við höfum átt. Við Edda vottum Guðrúnu og afkomendum okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson. Lokið er ævigöngu afreksmanns og ljómandi góðs vinar, Arnar Clau- sen hrl. Við höfum þekkst frá 1939 þegar við vorum að sendast í mið- bænum, en Örn var þá sendill hjá Járnvörudeild Jes Zimsen í Hafn- arstræti, og Haukur bróðir hans fyrir Soffíubúð í Austurstræti. Á þeim árum þótti það afbragðs vinna fyrir unglinga innan við fermingu að vera sendlar. Þar sem Örn og fjölskylda hans bjuggu í Vonarstræti á þessum ár- um, var miðbærinn, með Miðbæj- arskólann sem þeir bræður gengu í, aðalathafnasvæði Arnar og bróður hans. Ungir voru bræðurnir þegar þeir byrjuðu að æfa fimleika með KR. Æfingar fóru þá fram í Mið- bæjarskóla rétt við heimili þeirra, en deila við þjálfarann um verðlaun – 2 krónur (sem var allnokkur fjár- hæð í þá daga fyrir unga drengi) – varð þess valdandi, að þeir bræður fluttu sig yfir í ÍR við Túngötu, sem síðan varð þeirra félag það sem eftir var. Þegar tímar liðu fram varð Örn og þeir bræður meðal heimsþekkt- ustu afreksmanna í frjálsum íþrótt- um. Fáir gleyma þegar Frakkinn Ig- nace Heinrich kom hingað til keppni í tugþraut við Örn árið 1951. Faðir minn skrifaði mér til USA að áhug- inn á keppninni væri svo mikill, að móðir mín hefði farið á völlinn til að horfa á keppnina, en það var eins- dæmi. Á íþróttavöllinn komu ca. 4000 manns sem þótti afskaplega margt þá. Í átta ár bjuggum við Örn á móti hvor öðrum á Freyjugötunni. Frá þeim árum er það minnisstætt að þeir bræður voru eins klipptir og klæddust að jafnaði nákvæmlega eins. Ég og Þorkell, móðurbróðir minn, gamall ÍR spretthlaupari, vorum ávallt að ruglast á þeim og ekki einir um það. Um Örn og bróð- ur hans Hauk er hægt að skrifa mikið um hversu líkir þeir voru á margan hátt, en ég varð orðlaus, þegar ég sá að aðeins munaði 0,01 á þeim í aðaleinkunn á stúdentsprófi. Þessir bræður voru einstakir á allan hátt. Hvað skyldu vera margir Ís- lendingar sem geta stært sig af því að hafa í sér blöndu af blóði eskimóa, gyðinga og Íslendinga? En sú var raunin með Örn og hafði hann gaman af að nefna formóður sína Grænlendinginn Anitu því til staðfestingar. Fáir vita hvað Örn var listfengur. Í honum bjuggu fjöl- breyttir listamannshæfileikar. Til eru forkunnarfögur málverk eftir Örn. Þeim bræðrum var ekki fisjað saman. Undanfarna áratugi hafa nokkrir menn komið saman og hist daglega, fyrst á Hótel Borg og síðan á Hótel Sögu og sakna nú vinar í stað. Örn var duglegastur við að halda hópn- um saman. Arnar hefur verið sárt saknað allan þann tíma er veikindi hans stóðu yfir, frá maí 2007, en til þess tíma var hann sístarfandi. Hádegishópurinn á Hótel Sögu sendir konu hans frú Guðrúnu Er- lendsdóttur, börnum, og öllum ást- vinum Arnar hlýjar samúðarkveðj- ur. Þorkell Valdimarsson. Vinur minn, Örn Clausen, hæsta- réttarlögmaður, er látinn. Með hon- um er mikill kappi að velli lagður. Örn Clausen var einn glæsilegasti og bezti frjálsíþróttamaður, er Ís- land hefir alið. Um miðbik síðustu aldar komst hann í fremstu röð tug- þrautarmanna í heiminum. Ógleym- anlegt er einvígi þeirra Arnar og ól- ympíumeistarans, Roberts Mathias, í tugþraut á Melavellinum á þessum árum. Örn sagði mér síðar, að hann hefði flaskað á því, að pína sig ekki meira í 1.500 metrunum, því að Bob hafi verið svo þreyttur eftir þá, að hann hafi þurft að styðja hann á verðlaunapallinum eftir keppnina. Þetta var á gullöld frjálsíþróttanna á Íslandi og gullaldarstrákarnir nutu virðingar og aðdáunar með þjóðinni, ekki sízt þeir Clausens- bræður, Haukur og Örn. Allir voru þessir vösku íþróttamenn ungum mönnum bæði fyrirmynd og hvatn- ing til dáða, stunda íþróttir og setja markið hátt. Kynni okkar Arnar hófust árið 1959. Örn var þá nýbyrjaður að praktisera og ég rétt skriðinn frá prófborðinu. Viðfangsefni okkar var að reyna að ná sáttum í erfiðu og viðkvæmu máli, þannig, að eigi þyrfti að fara með það fyrir dóm- stólana. Ég kveið því að hitta þenn- an þekkta keppnismann á okkar fyrsta sáttafundi. En sá kvíði var ástæðulaus, því að Örn reynist sátt- fús maður og sanngjarn og okkur tókst að leysa málið farsællega. Þannig hefir hann reynzt mér síðar í öllum okkar samskiptum, auk þess, að vera maður örlátur og hjálpfús. Það sýnir sig kannski bezt í því, að í starfi sínu sem lögmaður fékkst hann aðallega við að verja þá, er leiðst höfðu inn á refilstigu afbrot- anna „og þeim sem fara villir vegar, vísar hann á rjetta leið“. Örn Clausen var glæsimenni í sjón og raun og það geislaði af hon- um karlmannlegum þrótti. Hann vakti hvarvetna athygli, þar sem hann fór, og það sópaði að honum á mannfundum. Örn Clausen var mað- ur þeirrar gerðar, er hvergi duldist. Honum var létt um mál, hafði djúpa og þróttmikla baritónrödd, kunni kynstrin öll af sögum og sagði vel frá. Var það með ólíkindum, hve minnugur hann var á sögur af öllu tagi. Ætla ég, að hann hafi um þetta líkst hinum sögufróða föðurbróður sínum, Óskari Clausen. Örn hafði yndi af djassi, spilaði vel á píanó og stældi Al Jolson og Fats Waller prýðilega. Það fékk maður stundum að heyra á hinu glæsilega heimili þeirra Rúnu og Arnar því þau hjón- in voru gestrisin vel. Örn var drífandi maður til verka og ósérhlífinn. Honum var í vöggu- gjöf ríkulega gefið af heilbrigðri skynsemi, sem er ómissandi eigin- leiki hvers góðs lögmanns. Eins og að líkum lætur hafði Örn Clausen skapferli afreksmannsins, kappsemi og metnað. Hann var stór í brotum og ekkert smátt átti þessi bróðir vor til, en stærst í honum var hjartað. Það fann ég bezt, þegar mest á reyndi. Nú þegar þessi vinur minn er allur og ég lít aftur yfir far- inn veg geymi ég í þakklátum huga fagrar minningar um hinn góða dreng, Örn Clausen. Láti Guð hon- um nú raun lofi betri. Öllum ástvinum Arnar Clausen sendum við hjónin innilegar sam- úðarkveðjur. Magnús Thoroddsen. Er Kiljan gerðist Nóbelskáld og KK blés í sax og Clausenbræður hlupu og snjóbíll Gvendar var til taks… Þegar ég setti saman texta á sín- um tíma um síðustu áratugina, var það ekki tilviljun að Clausenbræður væru á meðal sjö sérvalinna nafna frá sjötta áratugnum. Þeir voru átrúnaðargoð heillar kynslóðar og ekki að ástæðulausu. Mér er ekki kunnugt um að nokkurn tíma hafi verið uppi tvíburabræður í íþrótta- sögu heimsins sem náðu jafn langt. Örn var í þrjú ár einn af þremur bestu tugþrautarmönnum í heimi og í öðru sætinu árið 1951. Samt réðu aðstæður því að hann gat aðeins keppt einu sinni á ári í grein sinni. Aðeins hann og Vilhjálmur Einars- son afrekuðu það að komast svo langt í röð þeirra fremstu. Örn var líka eini Íslendingurinn sem átti heimsmet í frjálsíþróttum, sem stóð í mörg ár, að vísu ásamt þremur öðrum erlendum hlaupurum, því þetta var heimsmetið í 1000 metra boðhlaupi. Bræðurnir hættu keppni 23 ára gamlir á svipuðum aldri og tugþrautarmenn eru að byrja feril sinn. Ef þeir hefðu getað sinnt íþróttaiðkun áfram erlendis má færa að því gild rök að þeir hefðu getað staðið saman á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum í Melbourne ár- ið 1956. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim báðum en þó eink- um Hauki. Þeir voru hins vegar samrýndir á einstakan hátt og stundum var erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á því hvort þeir voru að tala um sig sjálfa og þá sem kring- um þá voru út frá eigin sjónarhorni eða fyrir hönd þeirra beggja. Þess vegna eru þessi fátæklegu orð skrif- uð í svipuðum anda, – það er ekki hægt að tala um annan þeirra nema hinn sé líka með í myndinni. Þeir voru stórbrotnir og hreinskilnir menn og því voru það ekki allir sem kynntust hjálpsömu ljúflingunum, sem bjuggu undir yfirborðinu. Ég læt nægja að nefna einstaka og fagra umgengni þeirra við móður sína meðan hún lifði og að leiðarlok- um vil ég þakka þeim fyrir einhver ánægjulegustu kynni sem ég hef átt við samferðamenn á lífsleiðinni. Ómar Ragnarsson. Örn Clausen  Fleiri minningargreinar um Örn Clausen bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.