Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG ætla að koma bókinni út í febr- úar, helst á afmælinu mínu, 21. febr- úar,“ segir ljóðskáldið Ragnar Ís- leifur Bragason sem var einn þeirra sem hlutu Nýræktarstyrk Bók- menntasjóðs í gær. Styrknum er ætlað að styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon, en hafa ótvírætt menningarlegt gildi. Ragnar fékk styrkinn til að gefa út ljóðabók. „Ég á allavega nóg af ljóðum til að gefa út ljóðabók, þótt ég sé að vísu ekki búinn að ákveða nákvæm- lega hvaða ljóð fara í hana. Það er hins vegar komið nafn á hana, hún mun heita Á meðan,“ segir Ragnar og bætir því við að ljóðin tengist flest bið með einum eða öðrum hætti. „Þetta er það sem ég er að hugsa um á meðan ég er að bíða eftir ein- hverju, sem ég veit þó ekki hvað er.“ – Já svona eins og að bíða eftir Godot? „Haha, nei ég er ekki að bíða eftir honum, ég held að hann komi nú ekki úr þessu.“ A.m.k. í tvær búðir Aðspurður segir Ragnar erfitt að skilgreina ljóðin sem hann yrkir. „Þetta er ansi frjáls aðferð og það er ekkert form á þeim, svona beint. Ég hef hins vegar heyrt fólk segja að þetta sé svona talandi stíll, eins og flest fólk talar.“ Styrkurinn sem Ragnar hlaut í gær hljóðar upp á 200.000 krónur, og að sögn Ragnars dugar féð fyrir útgáfunni, sem hann annast sjálfur. Ragnar er sonur Braga Kristjóns- sonar í Bókinni og segir að nýja ljóðabókin ætti því að vera örugg með pláss í að minnsta kosti einni bókabúð. „Og svo er nú bróðir minn líka með búð í kjallara Kaffi Hljómalind- ar. Þannig að hún verður að minnsta kosti til sölu í þessum tveimur búð- um,“ segir hann í léttum dúr. Morgunblaðið/Ómar Ljóðskáld Ragnar Ísleifur Bragason telur Godot ekki koma úr þessu. Á meðan maður bíður  Ragnar Ísleifur Bragason var einn þeirra sem hlutu Nýræktarstyrk Bók- menntasjóðs í gær  Ætlar helst að gefa út bókina á afmælinu sínu í febrúar Þeir voru nokkrir í næstum því línu. Allir einhvern veginn mismunandi. Þeir hreyfðust, en ekki viljandi. Ég er ekki viss hvaða tilgangi þeir þjóna, þeir bara voru þarna nokkrir saman eins og þeir gætu ekkert að því gert. Eins og einhver hefði sett þá þarna, einhver stærri. Eitt ljóðanna sem verða í bók Ragnars. Þeir Bútgáfur Nýhils (Sería smærri bóka. Þrjár (ör) ljóðabækur og eitt safn fem- inískra smágreina og stuttra prósa skreytt klippimyndum) Ritstjóri: Kristín Svava Tóm- asdóttir Höfundar: Hildur Lillendahl Viggósdóttir, Bryndís Björgvins- dóttir, Ingólfur Gíslason, Dr. Usli (Kristín Svava Tómasdóttir & Jón Örn Loðmfjörð) Útgefand: Nýhil Með villidýrum (ljóðabók) – komin út Höfundur: Kári Páll Óskarsson Útgefandi: Nýhil Refur (ljóðabók) – komin út Höfundur: Emil Hjörvar Pedersen Útgefandi: Nykur Hálmstrá (smásögur) – komin út Höfundur: Magnús Sigurðsson Útgefandi: Uppheimar Aðrar bækur sem hlutu styrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.