Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 13

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 13
reyndist helmingur vera með tannholdssjúkdóma í einhverri mynd. Þar sem vistmenn hér eru nokkuð valinn liópur og vel Iiugsað um þá, hefi ég ástæðu til að ætla að tannheilsa þeirra sé betri en almennt gerist á fávitastofnunum. Fyrir 7-8 árum var keyptur vísir að tannlæknatækjum og komið fyrir á heim- ilinu. Nokkuð vantar uppá að útbúnaðurinn sé fullkominn. Frekari tækjakaup hafa verið látin bíða ,þar sem ómögulegt reyndist að fá tannlæknki til starfa við hælið. Nú er komin hreyfing á málið og má telja nokkuð víst, að tannviðgerðir hefjist með haustinu. Af ofangreindu má draga þá ályktun, að tannlækaþjónusta fyrir vangefna á Islandi sé, þar sem hún er bezt, sæmileg, en í flestum tilfellum léleg eða engin. TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA RáSning tannlœknis. Stofnað skal hið fyrsta embætti tann- læknis, er eingöngu fáist við meðhöndlun vangefinna. Bm- bætti þetta skal heyra beint undir heilbrigðisráðuneytið. Fyrsta verkefni þessa tannlæknis verður að framkvæma nákvæma skoðun á öllum vistmönnum fávitahæla og dagheimila fyrir van- gefna. Verður þá ljóst, hve stórt verkefnið er og hvort mögu- legt er, að einn tannlæknir valdi því. Hugsanlegt er að tann- læknir þurfi í upphafi að fá aðstoð við að koma tannheilsu vistmanna í þokkalegt horf, en geti síðar annazt starfið einn, eða með takmarkaðri aðstoð. Þýðingarmikið er að markmið verði strax í upphafi sett hátt; að veitt verði góð alhliða þjón- usta og sérstök áherzla lögð á baráttu gegn tannlioldssjúkdóm- um sem hinum vangefnu stafar oft meiri hætta af en tann- skemmdum. Tannlæknar er vinna fyrir Ándssvageforsorgen í Danmörku hafa mjög greinilega afmarkað starfssvið, sem æskilegt er að verði tekið sem fyrirmynd hér á Islandi. Samkvæmt því er starfi tannlæknisins skipt niður í 5 þætti. 1. Skoðun og sjúkdómsgreining. 2. Fyrirbyggjandi meðhöndlun (profylakse). 11

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.