Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Síða 14

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Síða 14
3. Meðhöndlun (terapi). 4. Fræðslustarfsemi. (Fundir með aðstandendum, leiðbein- ingar fyrir starfsfólk stofnana). 5. Rannsóknarstörf. Hverjum þessara liða er skipt niður í marga undirliði. Sérmenntað aðstoðarfólk (tandpleijere, hygenists) getur að miklu leyti annazt fræðslustarfsemina og eins það að kenna liinum vangefnu hreinlæti. Þessa kennslu þarf sífellt að endur- taka. Aðstoðarfólk þetta mætti á íslenzku nefna tanntækna. Embætti tannlæknis þarf að vera vel launað, þannig að tannlæknir fáist til að gera þetta að ævistarfi. Laun tann- læknis hjá Ándssvageforsorgen í Danmörku námu á sl. ári d. kr. 159.558,00 Er þetta 15% hærra en laun tannlækna er starfa við tanviðgerðir skólabarna Er tekið tillit til þess, að starfið er talið mjög erfitt. Meðlimum Tannlæknafélags Islands er óheimilt að sækja um eða inna af liendi störf nema með kjörum, sem félagið sam- þykkir. AÐSTAÐA TTL TANNLÆKNINGA Lagt er til, að aðstaða til tannlækninga verði á eftirtöldum stöðum: 1. Reykjavík. 2. Kópavogi. 3. Skálatúni. 4. Sólborg, Akureyri. 5. Sólheimum, Grímsnesi. 6. Egilsstöðum. Sett verði upp tannlæknastofa í Reykjavík, lielzt í nágrenni dagheimilanna að Lyngási og Bjarkarási I upphafi skal gert ráð fyrir fullkominni starfsaðstöðu fyrir tvo tannlækna og einn tanntæknki. Góð skilyrði skuklu vera til svæfinga. Á þessari tannlæknastofu skulu meðhöndlaðir vistmenn dag- heimilanna tveggja og aðrir, sem vangefnir teljast, en eru hvorki á dagheimili né fávitastofnun. Þarna skulu meðhöndluð 12

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.