Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Síða 18
2. gr. a.
Til 31. desember 1974 eiga rétt til tannlæknaþjónustu með
þátttöku sjúkratrygginga börn og unglingar 6 -15 ára. Nær
rétturinn til allra greina tannlæknaþjónustu. A þeim stöðum,
þar sem skólatannlækningar eru skipulagðar sérstaklega, ó
stofum í tengslum við skólana, nær samningur þessi þó ekki
1il þeirra aldursflokka, sem þar eiga að fá þjónustu, nema í
bráðatilfellum, eða þegar yfirmaður slíkrar þjónustu lýsir
því yfir skriflega, að sjúklingur komist ekki að þar í tæka tið.
eða greinir aðra brýna ástæðu. Trúnaðartannlæknir í samráði
við yfirskólatannlækni skal sjá um að nægilega sé auglýst
livaða árgöngum skólabarna sé ætlunin að veita fullkomna
þjónustu og hvaða árgöngum sé frjálst að leita tannlækninga
utan stofnananna. Auglýst skal misserislega.
2. gr. b.
Frá 1. jan.. 1975 eiga rétt til þjónustu með þátttöku trygg-
inganna, auk þeirra, sem getur í a - lið :
1. Börn á aldrinum 3-5 ára.
2. Unglingar á 17 aldursári.
3. Þeir sem eru fullra 67 ára.
4. Örorkulífeyrisþegar.
5. Vanfærar konur.
Réttur tryggðra samkvæmt þessum starfslið nær til greiðslu
helmings kostnaðar við hverskonar tannlæknishjálp annarrar
en gullfyllinga, krónu og brúargerða. Tryggingarstofnunin
setur nánari reglur urn endurgreiðslurétt.
3. gr.
Fullnægjandi skilríki fyrir rétti til tannlækishjálpar skv.
samningnum cru samlagsskírteini foreldra eða hinna trvggðu,
eftir því sem við á (til staðfestingar aldurs og búsetu) og að
auki, fyrir öryrkja og vanfærar konur, sérstakt skírteini eða
áritun á samlagsskírteini frá Tryggingarstofnun ríkisins. Tann-
læknkukm er í sjálfsvald sett hvort þeir krefjast slíkra skír-
teina.
16