Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 29

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 29
TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Fréttir aff byggingar- málum Eftir prófessor Þórð Eydal Magnússon deildarforseta Tannlæknadeildar Háskóla íslands. Ánægjulegt og skylt er mér að verða við þeim tilmælum ritstjóra Árbókar TFÍ, Svend Riehters, að segja helztu fréttir af byggingarmálum Tannlæknadeildar Háskóla Islands, sein nií. eru betri en nokkru sinni fyrr. Fastlega má gera ráð fyrir að hafist verði handa við undirbúning byggingarlóðarinnar í byrjun næsta árs, en sjálfa bygginguna á komandi vori. Ilelztu ástæður fyrir bjartsýni minni eru þessar.: a. Borgaryfirvöld hafa unnið sleitulaust frá síðastliðnu vori að endurskipulagningu umferðaræða og bygginga í grennd við Landspítalann. Fullt samráð hefur jafnframt verið haft við yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspítalalóð og em- bætti Húsameistara ríkisins, sem sér um hönnun bygginga á lóðinni. Flugmálayfirvöld, Skipulagsstjórn ríkisins og aðrir þeir aðilar, sem hagsmuna eiga að gæta á áðurnefndu svæði og í grennd þess, hafa einnig tekið þátt í endurskipulagn- ingunni og komist að sameiginlegri lausn, sem telja má víst að verði endanlega samþykkt nú á næstunni. b. Bygginganefndarteikningar munu verða tilbúnar eftir tvær til þrjár vikur, af húsi Tannlækna- og læknadeildar, sem nú sökum nýrrar staðsetningar verður 5 hæðir auk kjallara. 27

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.