Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 35
drykkjarvatns. I þeim tilgangi fór ég til Alabama og naut þar
handleiðslu Pálma eins og fleiri íslenzkir tannlæknar hafa gert.
Við undirbúning á væntanlegri skoðun skólabarna í Eyjum
vegna hypoplasiu kom upp sá möguleiki að gera um leið \ár-
taksskoðun, sem nota mætti til viðmiðunar á væntanlegum
árangri vegna fluorbætingar drykkjarvatnsins, og var skoð-
unarformið miðað við hvort tveggja. Til viðmiðunar milli
tveggja kaupstaða varð Akranes fyrir valinu þar eð mjög svip-
ar til íbúafjölda og lifnaðarhátta á þessum stöðum. Aður eu
ég hélt heim gafst mér tækifæri að skoða nokkrar vatnsveitur
í nágrenni Birmingliam, þar sem fluor var blandað í drykkj-
arvatnið og kynna mér rekstur þeirra. Einnig gafst mér
tækifæri með aðstoð Pálma að ræða við nokkra þá vísinda-
menn, sem unnið hafa að málum þessum í Bandaríkjunum og
eru baráttumenn á þessu sviði.
I september 1969 kom Pálmi til Vestmannaeyja og var þá
unnið að úrtaksskkoðuninni. Þá fór Pálmi einnig til Akranes:;
í sömu erindum, þar með var öllum skilvrðum fullnægt.
A meðan þessu fór fram liafði framkvæmdum við vatnsveit-
una miðað áfram. Asbestleiðsla lögð úr landi Svð.stu Markar
undir Eyjafjöllum niður að ströndinn, þar sem reist hafði
verið dælustöð, síðan neðansjávar plastleiðsla (sérhönnuð) til
Eyja. Endi leiðslunnar var tekinn upp í kverkinni við syðii
hafnargarðinn undir hinu fræga virki frá tímum Tyrkja-
ránsins, Skansinum. Þar var fyrir gamalt bátaskýli, sem nota
skyldi fyrir þrýstingsventla og fluorblöndunartækin. Var þar
vel séð fyrir öllu, góð gejunsla fvrir fluorduftið og blöndunar-
tækin. Akveðið hafði verið af verkfræðiskrifstofu þeirri
(enskri), sem hannaði vatnsveituna, að notað skyldi NaF, seni
lientar vel fyrir 5 þús. manna bæ. Duftið er þá leyst upp í
tanki (400 1) og nær ea 3,5% styrkleika. Nákvæmar dælur, sem
stjórnast af traustum öryggisbúnaði, dæla síðan ]jessari upp-
lausn í vatnsflauminn í stofnæð kerfisins. Ymis konar byrjun-
arörðugleikar voru yfirstignir eftir því sem framkvæmdum
miðaði áfram en loks rann upp sá dagur, sem beðið hafði verið
33