Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 38

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 38
MAGNÚS R. GÍSLASON, tannlæknir Skandinaviskt tannlæknaþing HALDIÐ í KAUPMANNAHÖFN 3.-5. JÚLÍ 1975. S. 1. sumar var haldið Jiing norrænna tannlækna í Kaup- mannahöfn. Slík Jiing eru haldin þriðja hvert ár og var næsta þing á undan haldið hér í Reykjavík 1972, eins og flestir muna. Þáttakendur voru að þessu sinni innan við tvö hundruð og þar af 4 tannlæknar frá Islandi auk þriggja einginkvenna. Það var þó samdóma álit allra að tala virkra þátttakenda hafi sjaldan verið jafnmikil og á þessu þingi og voru að stað- aldri 80% þáttakenda viðstaddir hópvinnuna, sem þingið byggðist á. Fyrir þingið voru margir vantrúaðir á, að það mundi heppn- ast. Aðallega vegna breytts fundarforms og nýstárlegs efnis- vals, en í lokin virtust flestir, ef ekki allir þátttakendur, vera mjög ánægðir með hvorttveggja enda tókst skipulagningin og framkvæmdin sérstaklega vel hjá Dönum svo að unun var að fylgjast með. Um ræðuefni þingsins var: Hvernig hinir ýmsu þættir tann- lækninganna myndu að líkindum þróast í framtíðinni og þá sérstaklega á næsta áratug. Var hinum ýmsu greinum tann- lækninganna skipt í 4 megin Jjætti: 1. Ilvaða verkefni verður við að glíma í framtíðinni. 2. Hvaða rekstrarform verður á tannlækningastofum í fram- tíðinni. 3. Hvernig verður almenningsfræðslunni háttað. 36

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.