Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 49

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 49
Steinar Þorsteinsson, Jón Jónasson. 17. Stjórn Styrktarsjóðs: Sigurður Jónsson, Grímur M. Björns- son, Olafur Stephensen. 18. Samninganefnd við tannsmiði: Haukur Clausen, Hörður Sævaldsson, Birgir J. Jóhannsson. 19. Nefnd til Endurskoðunar laga T. F. I.: Formaður félagsins, Magnús R. Gíslason, Ilörður Sævaldsson. TILLÖGVR LA GANEFNDAR UM BREYTINGAR Á LÖGUM T. F. í. 1) Breytingar á 7. gr. laga T. F. I.: 7. gr. orðist svo í heild: Aðalfundur ákveður hið árlega félagsgjald meðlimanna í félagssjóð. Nýir félagar greiða félagsgjald fyrir það ár er þeir ganga í félagið í hlutfalli við þann mánaðafjölda, sem eftir er af árinu. Sextugur félagi greiðir hálft gjald, en árið sem félagi verð- ur 67 ára, fellur félagsgjald niður. Fyrrgreind ákvæði breyta þó engu um réttindi og skyldur félaga gagnvart félaginu. Heimilt er stjórninni að lækka félagsgjald um allt að %, ef eftirfarandi ástæður eru fyrir hendi: 1. Veikindi. 2. Félagi starfar ekki að tannlækningum. 3. Dvöl erlendis. 4. Sérstakar ástæður, sem stjórnin metur hvei’ju sinni. Gjalddagi árgjalds er 15. febrúar. Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald 1. marz, skal gjaldkeri gera honum aðvart um það í ábyrgðarbréfi. Geri skuldunautur ekki skil innan þriggja mánaða, er hann þar með genginn úr félaginu, og skal þá strik- ast út af meðlimaskrá þess. Sá, er gengur úr félaginu, en óskar upptöku aftur getur því aðeins gerzt meðlimur á ný, að hann greiði allar skuldir sínar við félagið. Tillagan var samþykkt. 47

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.