Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 51

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 51
Skýrsla formanns T.F.Í. árið 1975 ÞaS er orðin hefð í félaginu að senda félögum skýrslu for- manns í tæka tíð fyrir aðalfund. Þetta flýtir fyrir aðalfundar- störfum og reynist þá yæntanlega ekki nauðsynlegt að lesa hana upp í heild á aðalfundi. Sörf félagsins og þá einkum stjórnarinnar hafa verið óvenju yfirgripsmikil á síðasta starfsári, þannig að ef gera ætti öllu þessu tæmandi skil yrði þar um stóra bók að ræða. Það er þessvegna álit formanns að stiklað skuli á stóru í skýrslunni til þess að þreyta félagana ekki um of. Nýir félagar: A starfsárinu hafa eftirtaldir bætzt í félagið: Björn Ragnarsson, Guðmundur Lárusson, Jústínus Elías- son, Pétur Ólafsson, Sigurður Rósarsson, Svend Richter Jón Snæbjörnsson. Félagar þessir eru allir boðnir velkomnir í félagið. Félagar TFÍ eru þá samtals 147. Fundir: Haldnir voru 8 almennir félagsfundir á starfsárinu auk að- alfundar. Fundarsókn var allgóð. Aberandi var live illa menn mæta til hins sameiginlega borðhalds og þarf að taka það mál til umræðu á aðalfundi. Stjórnarfundir voru mjög margir og hafa örugglega virzt nánast óteljandi fyrir eiginkonur stjórn- armanna. Sannleikurinn er sá að haldnir hafa verið yfir 30 stjórnarfundir. 49

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.