Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 55

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 55
flest.ir tannlæknar sér Ijóst að vissir umbrotatímar væru fram- undan. Það kom fljótt í ljós að skoðanir tannlækna voru ákaf- lega mismunandi í þessu máli. Eg var einn þeirra félagsmanna, sem töldu smninga ónauðsynlega og ríkið gæti endurgreitt reikninga frá tannlæknum fyrir ákveðna hópa fólks án allra samninga. Fulltrúar ríkisins voru á öðru máli og kváðu lögin óframkvæmanleg án samnings við tannlækna. Þar með stóðu tannlæknar frammi fyrir þeim vanda: annaðhvort að gera einhverskonar samkomulag við ríkið eða að hindra að fólk fengi endurgreiðslu samkvæmt þegar samþykktum lögum. Þegar hér var komið sögu var það mín skoðun og reyiidar stjórnarinnar allrar að heppilegra væri fyrir tannlækna að gera einhverskonar samkomulag við ríkið. Aðeins skipti máli hverngi á málum yrði haldið og hverskonar samningar næð- ust, að lokum. Þar með hófst „áttamánaða stríðið“. Það kom fljótt í ljós í samningaviðræðunum, að aðaláhuga- mál formanns samninganefndar Trygginganna var að knésetja tannlæknastéttina í eitt skipti fyrir öll líkt og honum liefur nærri tekizt með læknastéttina. Nú skyldi gengið þannig frá málum tannlækna, að þeir, sem stétt yrðu algerlega háðir rík- inu. Allmikil harka færðist í fundina og urðu síðustu fund- irnir að einskonar einvígi milli formanns samninganefndar Trygginganna og farmanns TFÍ. Að lokum var gert samkomulag, sem samþykkt var á fundi í TFÍ 8. febrúar síðastliðinn. Svo leið og beið og ekki var skrif- að undir samninginn. Ástæðurnar voru þær að formaður samn- inganefndar Trygginganna taldi samninginn of góðan fvrir tannlækna og skrifaði hann ráðueytuum (Tryggingarráðu- neytinu og Fjármálaráðuneytinu) bréf, þar sem hann telur hafa orðið „dramatískar“ breytingar á taxta tannlækna og ræður ráðuneytunum frá að skrifa undir samkomulagið, sem hann hafði þó sjálfur staðið að. Það var svo föstudaginn 18. apríl að formaður samninganefndar Trygginganna fékk skip' un um að skrikfa undir samninginn þegar í stað. Samningurinn var undirritaður laugardaginn 19. apríl af 53

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.