Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 69
samkvæmt 12. gr. laga nr. 47 frá 23., júní 1932, Til frekari
áréttingar þeim lögum gildi eftirfarandi reglur:
1. I símaskrá er aðeins heimilt að geta um nafn, starfstitil,
viðurkenndan lærdómstitil, vinnustað, heimilisfang, við-
talstíma og sérgrein, ef um sérgrein er að ræða. Sama gild-
ir um nafnspjöld, tímakort, lyfseðla, reikninga bréfsefni
og önnur eyðublöð.
2. Skilti skal vera látlaust og ekki með auglýsingabrag. Það
má aðeins setja við inngang, anddyri og hurð tannlækn-
ingastofu. Stærð þess má ekki vera yfir 40 cm. á lengd og
15 cm. á hæð. 011 önnur skilti á húsveggi eða glugga eru
óheimil.
3. Stærð auglýsingar í dagblaði skal aldrei vera meiri en
tveggja dálka og 5 cm. á hæð. Tilkynningar um fjarveru.
vegna sumarleyfa eða veikinda, mega þó aðeins birtast í
fjarvistardálki lækna í dagblöðunum.
4. gr.
Pélagsmenn mega ekki ráða sig í stöður sem tannlæknar hjá
opinberri stofnun eða félagsskap nema stöðurnar hafi áður
verið auglýstar opinberlega, og allir skilmálar samþykktir af
félagsstjórninni. Enginn félagsmaður má bjóðast til að vinna
fyrir lægra gjald en annar félagsmaður, sem ráðinn hefur
verið, eða gera tilraun til að bola honum frá á neinn hátt.
Enginn félagsmaður má gera félag um tannlækningar við ut-
anfélagsmann eða taka starfa hjá utanfélgasmanni án sam-
þykkist stjórnar T. P. T. Pélagsmönnum er óheimilt að ráða
aðra aðstoðartannlækna en félaga T. F. I. Rísi ágreiningur
vegna ráðningar eða auglýsingar um stöðu, skal boða til al-
menns félagsfundar um málið.
5. gr.
Enginn félagsmaður má hefja tannlækningar í húsi, þar
sem annar félagsnmður er fyrir með slíka starfsemi, nema með
samþykki hans. Enginn félagsmaður má heldur hefja tann-
67
L