Árdís - 01.01.1955, Side 7
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
5
vægust, aðeins einn þáttur af þeim mörgu sem birtast í fari einnar
þjóðar. Landið, þar sem þjóðin býr, er annar, hörundslitur og
vaxtarlag þriðja, siðir og venjur fjórða og svo mætti lengi telja.
Búningur karla og kvenna er eitt þessara þjóðareinkenna, enda
virðist svo um hverja þjóð, sem búin er að slíta barnsskónum, að
hún eigi sér eiginn þjóðbúning, sem að einhverju leyti, að minnsta
kosti, er frábrugðinn búningi annarra þjóða.
Það leiðir af sjálfu sér að búningar skyldra þjóða eða nágranna-
þjóða eiga margt sameiginlegt með sér, enda oftast af sama upp-
runa og orsakast frávikin oftast af mismunandi staðháttum, um-
hverfi og smekk hinna einstöku þjóða. Þjóðbúningar Norðurlanda
eru af þessari ástæðu svipaðir, upphluturinn ættaður frá Hollandi
og faldurinn af austurlenzkum uppruna, enda minnir skautbúin
kona mjög á grísku gyðjuna Aþenu með hjálm sinn á höfði.
Það verður aldrei skrifað langt mál um íslenzka þjóðbúninginn
án þess að Sigurðar málara Guðmundssonar sé minnst, og er það
meir en rétt að minnast hans, heldur er hver ræða eða rit um
íslenzka kvenbúninginn að mestu leyti byggð á rannsóknum hans
og verkum, því að í raun réttri má segja að íslenzkir þjóðbúningar
og þá einkanlega skautbúningurinn eins og hann hefur verið síðast-
iiðin hundrað ár sé verk Sigurðar byggt á lýsingum og myndum
úr sögunum.
Sigurður Guðmundsson málari var merkilegur maður á marga
lund. Hann var listamaður af lífi og sál og bar svo mikla ást til
föðurlands síns og þjóðar að slíks munu fá dæmi, enda má segja,
að hann fórnaði lífi sínu á altari ættjarðarástarinnar fyrir aldur
fram. Eftir Sigurð liggur aðdáunarvert og sérstætt starf, enda var
hann brautryðjandi á flestum sviðum þar sem hann lét til sín taka.
Sem listmálari og myndhöggvari var hann mikils metinn bæði
á íslandi og í Danmörku og liggja eftir hann mörg verk, sem bera
listgáfu hans vitni. Starfaði hann einnig að leiklist, stofnaði og
safnaði munum á Þjóðminjasafn íslands og sá um það til æviloka.
Auk þess vann Sigurður að og skipulagði margt, sem mátti verða
til þess að fegra og snyrta Reykjavík. í stuttu máli sagt, Sigurður
hafði áhuga á öllu, sem var fagurt og fróðlegt og því sem hafði
menningarlegt og siðferðilegt gildi. f því sem hér fer á eftir, sér-
staklega sögu hins íslenzka þjóðbúnings getur ekki hjá því farið