Árdís - 01.01.1955, Side 7

Árdís - 01.01.1955, Side 7
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 5 vægust, aðeins einn þáttur af þeim mörgu sem birtast í fari einnar þjóðar. Landið, þar sem þjóðin býr, er annar, hörundslitur og vaxtarlag þriðja, siðir og venjur fjórða og svo mætti lengi telja. Búningur karla og kvenna er eitt þessara þjóðareinkenna, enda virðist svo um hverja þjóð, sem búin er að slíta barnsskónum, að hún eigi sér eiginn þjóðbúning, sem að einhverju leyti, að minnsta kosti, er frábrugðinn búningi annarra þjóða. Það leiðir af sjálfu sér að búningar skyldra þjóða eða nágranna- þjóða eiga margt sameiginlegt með sér, enda oftast af sama upp- runa og orsakast frávikin oftast af mismunandi staðháttum, um- hverfi og smekk hinna einstöku þjóða. Þjóðbúningar Norðurlanda eru af þessari ástæðu svipaðir, upphluturinn ættaður frá Hollandi og faldurinn af austurlenzkum uppruna, enda minnir skautbúin kona mjög á grísku gyðjuna Aþenu með hjálm sinn á höfði. Það verður aldrei skrifað langt mál um íslenzka þjóðbúninginn án þess að Sigurðar málara Guðmundssonar sé minnst, og er það meir en rétt að minnast hans, heldur er hver ræða eða rit um íslenzka kvenbúninginn að mestu leyti byggð á rannsóknum hans og verkum, því að í raun réttri má segja að íslenzkir þjóðbúningar og þá einkanlega skautbúningurinn eins og hann hefur verið síðast- iiðin hundrað ár sé verk Sigurðar byggt á lýsingum og myndum úr sögunum. Sigurður Guðmundsson málari var merkilegur maður á marga lund. Hann var listamaður af lífi og sál og bar svo mikla ást til föðurlands síns og þjóðar að slíks munu fá dæmi, enda má segja, að hann fórnaði lífi sínu á altari ættjarðarástarinnar fyrir aldur fram. Eftir Sigurð liggur aðdáunarvert og sérstætt starf, enda var hann brautryðjandi á flestum sviðum þar sem hann lét til sín taka. Sem listmálari og myndhöggvari var hann mikils metinn bæði á íslandi og í Danmörku og liggja eftir hann mörg verk, sem bera listgáfu hans vitni. Starfaði hann einnig að leiklist, stofnaði og safnaði munum á Þjóðminjasafn íslands og sá um það til æviloka. Auk þess vann Sigurður að og skipulagði margt, sem mátti verða til þess að fegra og snyrta Reykjavík. í stuttu máli sagt, Sigurður hafði áhuga á öllu, sem var fagurt og fróðlegt og því sem hafði menningarlegt og siðferðilegt gildi. f því sem hér fer á eftir, sér- staklega sögu hins íslenzka þjóðbúnings getur ekki hjá því farið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.