Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 8

Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 8
6 ÁRDÍ S að þar verði stuðzt mestmegnis við það sem Sigurður Guðmundsson ritaði um búningana. Faldurinn er, eins og fyrr segir, af austurlenzkum uppruna en hefur að líkindum verið meðal íslendinga frá upphafi, því að hans er minnst í hinum elztu kvæðum á vora tungu. Faldurinn hefur ætíð verið hvítur að lit eða að minnsta kosti meðan sögur fara af honum, því að þannig er hann sýndur á gömlum myndum og þannig er honum lýst í sögum og kvæðum. Lagið á faldinum hefur verið nokkuð mismunandi, ýmist beinn eða lítið eitt beygður fram á við. í Laxdælu er talað um að faldurinn hafi verið með krók, og var það nefndur krókfaldur. Bæði í sögum og kvæðum er einnig talað um sveig sem höfuðbúnað kvenna, og bendir margt til þess að hann hafi verið sama og krókfaldur. Sveignafnið hefur komið af því að faldurinn er sveigður fram á við. Er sagt um Guðrúnu ósvífursdóttur að hún hafi haft sveig á höfði. Konur eru einnig oft kenndar við sveig í kveðskap, svo sem í kenningunni „sveigar sága“ og „sveigar gátt“, en það bendir eindregið að því að faldurinn hafi verið almennt notaður af konum. Það hefur verið siður í fornöld að falda hátt, þegar konur vildu skarta sínu fegursta. Sést þetta er Leikinn berserkur kvað um Ásdísi Styrsdóttur, er hún gekk fram hjá honum mjög skrautbúin, að sjaldan hafi hún faldað jafnhátt. Það var einnig siður í fornöld og langt fram eftir, að ungar stúlkur gengu með slegið hár og með bandi brugðið um ennið. Segir svo í mörgum sögum og er ennisbandið ýmist úr gulli eða ýmislega útofið. Er leið að því að stúlkurnar yrðu gjafvaxta tóku þær að bera fald, en á brúðkaupsdaginn var það siður að þær hyldu andlitið með brúðarlíni. Segir svo um Freyju, er hún skyldi giptast Þrymi jötni. Bittu þik, Freyja, brúðarlíni. Er brúðarlínsins getið víðar og má sjá að þetta hefur verið almennur siður. Höfuðdúkur er einnig nefndur í sögum og hefur hann verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.