Árdís - 01.01.1955, Síða 11
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
9
tygla möttull. Tygill þessi hefur stundum verið gullbúinn og oft
aðalskrautið á skikkjunni. Annað nafn á tyglinum var skikkjubönd.
Þess er stundum getið í lýsingum á möttli að hann hafi verið
hlaðbúinn í skaut niður, svo sem skikkju Hallgerðar er lýst í
Njálu. Merkingin í orðinu hlað er nokkuð óljós, en er líklega sama
sem gullofin ræma eða gulllegging ofan í skikkjuna og mun því
sögnin að hlaða merkja hið sama og að vefa, nema í fyrra skiptið
er ofið í gulli. Gullhlað um ennið hefur því verið gullofin ræma,
en ef ennisbandið var búið tölum eða gullhnútum, eins og sagt er
frá í Njálu, var það ekki kallað hlað, heldur skarband, þar sem
skör merkir hár.
Snið möttulsins ef maður hugsar sér hann breiddan út, var
eins og hálfkringla og var ekkert sérstakt hálsmál á honum, heldur
var möttlinum bara sveipað um herðarnar og náði hann þá venju-
lega niður á miðjan legg. Að líkindum hefur enginn munur verið á
skikkjum karla og kvenna í fornöld því oft gáfu menn unnustum
sínum skikkjur sínar eins og þegar Gunnlaugur ormstunga gaf
Helgu fögru möttul sinn. í Járnsíðu segir einnig, að sonur skuli
erfa skikkju eftir móður sína.
Bæði karlar og konur báru kyrtla. Kvenkyrtillinn hefur í forn-
öld sjaldan eða aldrei verið með neinu skarti. Þeir voru af tveim
gerðum: víðir og þröngir. Þrengri gerðin var kallaður námkyrtill,
eins og getið er um í Laxdælu, og var hann reimaður eða kræktur
að framan. Hinn víðari kyrtill var heill að aftan og framan, — en
svo víður, að hægt var að steypa honum yfir sig, og héldust þeir
saman um mittið einungis með beltinu. Hálsmálið á kyrtlinum
var kallað höfuðsmátt. Þar sem smátt er skylt orðinu að smjúga,
því að höfuðið smó eða smaug gegnum hálsmálið, þegar farið var í
kyrtilinn eða úr honum, og í sögunum er ætíð sagt að steypa yfir
sig kyrtli og brynju. Þess vegna er tekið til orða um Brynhildi: —
gullbrynju smó, þegar hún steypti gullbrynjunni af sér áður en
hún lagði sig í gegn. Ef skraut hefur verið á kyrtlinum mun það
aðeins hafa verið um hálsmálið eða höfuðsmáttina, eða þá að
neðan til.
Með því að kyrtillinn var svo víður lagðist hann í margar
fellingar, þegar beltið var spennt um hann, og löguðu konurnar
fellingarnar til, meðan beltið var spennt, til að þær yrðu sem