Árdís - 01.01.1955, Page 16
14
ÁRDÍ S
ingur. Um þjóðbúningana sem sparibúning, sérstaklega við hátíðir
er öðru máli að gegna, enda kemst engin tízka í hálfkvisti við upp-
hlutinn hvað fegurð og stíl snertir, en fyrir ofan hann gnæfir
skautbúningurinn, sem mundi sóma hvaða drottningu sem væri,
enda er æðsta tákn íslands, FJALLKONAN, klædd skautbúningi,
ímynd íslendinga.
Ég er á þeirri skoðun og viss í þeirri skoðun, að íslenzki þjóð-
búningurinn eigi glæsta framtíð fyrir höndum, og eigi eftir að
njóta jafnvel meiri hylli í framtíðinni en hann hefur nokkru sinni
gert, sérstaklega skautbúningurinn. Eftir því sem sá búningur
verður þekktari í öðrum löndum og tiginleiki hans og fegurð metin
af öðrum þjóðum mun íslenzkum konum verða hann enn kærari
og eftirsóknarverðari. Ég veit að fjölmargar konur í Manitoba eiga
sér íslenzka þjóðbúninga af öllum gerðum og finndist mér það vel
viðeigandi að þær skrýddust honum oftar en þær gera, sérstaklega
á íslendingahátíðum, svo sem hátíðinni á Gimli.
Það var nýlega sagt frá því í blöðum, að á íslendingahátíðinni
í Utah-ríki í Bandaríkjunum hefðu fjölmargar íslenzkar stúlkur
klæðzt þjóðbúning og sömuleiðis í Kaliforníu. Hér hafa þessar
stúlkur gert höfuðbyggðum íslendinga í Norður-Ameríku og fjölda
kvenna á íslandi skömm til og ætti það að vera okkur ögrun og
hvatning til að taka til handanna og láta ekki í minni pokann.
Ég hef nú rætt að nokkru um hinn íslenzka kvenbúning, eins og
hann var að fornu, sögu hans, afdrif og endurreisn og reynt að spá
um framtíð hans. Ég læt nú staðar numið, en mig langar að endingu
að sýna ykkur nokkrar myndir af íslenzkum þjóðbúningum af
öllum gerðum að fornu og nýju. Þótt ég viti að ekki þurfi að kynna
íslenzka þjóðbúninginn fyrir flestum ykkar, þá er samt fróðlegt
að sjá hvernig hann leit út í fornöld og þær breytingar sem urðu á
honum og bera saman um leið, hvernig búningurinn er í dag eftir
endurreisn hans af Sigurði Guðmundssyni.