Árdís - 01.01.1955, Síða 30

Árdís - 01.01.1955, Síða 30
28 ÁRDIS heimilisréttarland og reisti bú — og á því landi stendur Grundar- kirkjan. En Sigurður fór ögn sunnar og vestar þar sem landið stóð örlítið hærra, og þar inn í fögru eikarskógarrjóðri byggði hann binn sinn, og nefndi heimilið sitt „Grund.“ Og var þar fyrsta póst- hús bygðarinnar. Seinna um sumarið kom Skapti Arason, William Taylor, Halldór Árnason og Friðbjörn Friðriksson, og festu þeir sér allir heimilisréttarlönd. Seinna meir reistu þeir sér hús, sóttu konur og börn og fóru að búa. Og þannig varð Argylebygðin til. Á næstu árum kom fjöldi íslendinga í bygðina og tóku sér lönd. Er sagt að eftir 8 ár hafi verið komin 103 heimili, og um 422 manns búið þar. Var þá fljótlega stofnaður söfnuður, og safnað fé og vinnukrafti og byggð kirkja 1889. Og það er Grundarkirkjan, sem er stærsta kirkjan í prestakallinu og er henni enn haldið vel við og í henni messað. Þegar einhver stórhátíð stendur til, eða halda skal sameinlega guðsþjónustu fyrir alt prestakallið, þá er Grundar- kirkja ávalt notuð. Fyrstu árin voru tvö pósthús í bygðinni — Grundar P.O. á heimili Sigurðar Kristóferssonar og Brú P.O. á heimili Jóns Ólafs- sonar — og seinna bjó þar Albert Oliver sonur Jóns. Álít ég að það hafi hlotið Brúarnafnið af því að rétt fyrir vestan hús Jóns var brú yfir djúpan læk „Oak Creek“. Nokkurn veginn í miðri bygðinni er djúpt gil og var sem að bygðin skiptist þar. Fyrir austan gil var því kallað Brúarbygð, en fyrir norðan var Grundar- bygðin. Stundum var dálítið kapp milli þessara bygða, en samt var það alt í góðu. Og bygðin hélt áfram að vaxa og blómgast. Það voru byggðar kirkjur og skólar og samkomuhús; stofnuð kvenfélög, Dorcas-f., ungmennaf., söngflokkar og lúðraflokkur. Og árin liðu. Og nú eru 75 ár síðan Sigurður Kristófersson og Kristján Jóns- son staðnæmdust á hæðinni forðum og fyrstir litu augum kirkju- tjörnina og hólana í kring; og þessir góðu menn, ásamt öðrum landnámsmönnum hvíla í kirkjugarðinum skamt fyrir austan Grundarkirkjuna. Allir nema einn, úr þessum fyrsta hóp, en það er Friðbjörn Friðriksson, nú 96 ára gamall, og er þó furðu hress og ern. Hann býr hjá Friðrik syni sínum í Glenboro. Var hann vitan- lega einn af heiðursgestum hátíðarinnar; hann man vel það sem gjörðist fyrir 75 árum, og getur sagt vel frá. Hátíðin var sett kl. eitt 1. júlí í Glenboro, og hófst með skrúð- göngu. Lúðraflokkur var í broddi fylkingar og síðar “floats” eitt af öðru, sem skyldu tákna framfarir 75 ára. Gaf þar að líta kerrur,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.