Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 33
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
31
Og þarna voru líka Sara og Jack — Mrs. og Mrs. J. S. Johnson frá
Bellingham, Wassh., og Óli Anderson bróðir Söru, Guðný og Imba
dætur Árna Sveinssonar, Guðný og maður hennar Gunnar
Matthíasson komin alla leið frá Los Angeles, Calif., og Imba, Mrs.
Eggertson frá Montreal, Dr. Haraldur Sigmar og kona hans frá
Blaine, Wash., Rúna og Felix Frederickson, Edmonton, Alta., Guðný
(Norðman) Hannah frá Saskatoon og systir hennar Mrs. Bernhöft
og Kristján bróðir þeirra ásamt konu sinni, Fríða Johnson frá
Hólmi kom líka frá California og fleiri og fleiri. — Já, mikið var
það gaman að hitta aftur þessa kæru vini. Og þó að við séum
máske orðin gráhærð og gömul, þá bar lítið á því í blessuðu
tungsljósinu.
En hvað var það nú eiginlega, sem kom þessu fólki til að taka
sig upp og ferðast langa leið með miklum kostnaði til að vera stödd
í Argyle á 75 ára hátíðinni? Ég álít að það hafi verið kærleiksríkar
minningar um góða foreldra og vini. Við vildum með því að vera
þarna stödd, segja: — ”Hafið hjartans þökk, Sigurður Kristófersson,
Kristján, Skapti, Halldór, Skúli og Friðbjörn — þökk fyrir það að
þið höfðuð kjark og framsýni til að koma fótgangandi langa leið
og velja svo þennan fagra blett til að reisa hér bygðina okkar
kæru Argyle! Við munum blessa minning ykkar á meðan við
lifum.“
Lifðu sem lifa þú eigir, langan um aldur
Lifðu sem lifa þú eigir litla stund aðeins.