Árdís - 01.01.1955, Page 34
32
ÁRDÍS
Sigurbjörg Johnson
NIRÆÐ
Síðastliðið haust átti merkis-
konan Sigurbjörg Johnson níræðis
afmæli. Hún var fædd 15. nóvem-
ber árið 1864 á Eyvindarstöðum í
Blöndudal í Húnavatnssýslu á ís-
landi. Hún ólst upp hjá frænda
sínum Hannesi Björnssyni og konu
hans Guðbjörgu Pétursdóttur á
Ljóshólum í Svínadal í Húnavatns-
sýslu. Árið 1886 giftist hún Einari
Jónssyni frá Hnjúkum á Ásum í
Húnavatnssýslu. Þau fluttu til
Ameríku árið 1887, dvöldu hálft
ár í Nýja-íslandi, fluttust þaðan
til Selkirk. Þar hefur Sigurbjörg
átt heima síðan. Einar dó árið 1919.
Börn þeirra á lífi eru Jón, Nanna,
Kristjana og Hannes, öll í Selkirk.
Tvö börn dóu í æsku.
Foreldrar Sigurbjargar voru þau hjónin Benjamín Guðmunds-
son og Ragnheiður Árnadóttir. Alsystkini hennar eru öll látin.
Ingibjörg systir hennar var kona Odds Björnssonar prentara á
Akureyri. Óvanalega traust vináttu- og trygðaband hefur tengt
börn þeirra og Sigurbjörgu ásamt hennar afkomendum. Þessi
frændsystkini Sigurbjargar á íslandi eru þau Séra Björn O. Björns-
son á Hálsi í Fnjóskadal, Sigurður prentsmiðjueigandi á Akureyri,
Þór verzlunarstjóri og Ragnheiður, eigandi hannyrðaverzlunar á
Akureyri; hefur hún verið hér vestra í heimsókn til frændfólks
síns á þessu sumri.
Sigurbjörg er smá vexti, en ennþá snör í hreyfingum og létt á
fæti. Hugsunin skýr, heyrn og sjón í góðu lagi. í tómstundum
er hún sílesandi eða þá með prjónana sína. í vor hefur hún verið
að skemta sér við að prjóna teppi (afghan) í mörgum litum fagurlega
niðurröðuðum.