Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 45
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
43
Kvenfélagið ísafold
FJÖRUTÍU ÁRA
Brot úr erlndi, flutt ó afmœlissamkomu félagsins í Vidir Hall, 5. nóv. 1954
Eftir MRS. ÖNNU AUSTMAN
Fyrir fjörutíu árum síðan, þegar nokkrar frumbýlingskonur
þessarar byggðar komu saman til að stofna kvenfélag, hafa þær
eflaust fundið til þess að skyldur konunnar ná ekki aðeins til
heimilis hennar og barna og annara skyldmenna heldur einnig til
kirkjulegrar starfsemi og ýmsra velferðarmála bæði innan síns
byggðarlags og utan.
Kvenfélagið var stofnað 5. júlí 1914 og fyrsti fundur haldinn í
samkomuhúsi, sem þá var nýbyggt og alls ekki fullgjört. Á þessum
fyrsta fundi voru átján konur saman komnar, en tvær fleiri bættust
í hópinn á næstu fundum, svo að fyrsta árið voru tuttugu með-
iimir. Nöfn þeirra, er sóttu stofnfundinn, eru þessi: —
Þuríður Ólafsson
Aldís Pétursson
Hildur Finnsson
Anna Halldórsson
Guðrún Sveinsson
Soffía Bjarnason
Ása Magnússon
Svanfríður Holm
Rósa Holm
Margrét Guðmundsson
Rósa Finnsson (nú Helgason)
Ena Sigurðsson (nú Finnsson)
Sigríður Sigurðsson
Vilfríður Holm (nú Eyjólfsson)
Jóna Austman (nú Thomsen)
Ingibjörg Sveinsson (nú Björnsson)
Kristín J. Jónasson
Sigurlaug Einarsson.
í fyrstu stjórn félagsins voru kosnar þessar konur: Forseti,
Mrs. Þuríður Ólafsson; skrifari, Mrs. Vilfríður Holm, og féhirðir,
Mrs. Aldís Pétursson. Félagið var óháð en tilgangur þess að styðja
að velferðarmálum byggðarinnar og hjálpa bágstöddum.
Á næsta fundi lá fyrir að velja félaginu nafn og voru þá tvö í
vali annað „Framtíð“ og hitt „ísafold“. Hlutu þau bæði jafnmörg
atkvæði, en þegar blaði með báðum þessum nöfnum var kastað
varð ísafold fyrir valinu og er það nafn félagsins enn í dag, þó
annað hafi breytzt til enskunnar. Á þessum sama fundi var ákveðið