Árdís - 01.01.1955, Qupperneq 46

Árdís - 01.01.1955, Qupperneq 46
44 ÁRDÍ S að koma á stað samkomu og voru valin tvö leikrit, sem skyldu æfð og leikin; voru þau bæði á ensku, en annað var þýtt á íslenzku af þremur ungum stúlkum, þeim Vilfríði Holm og Sigríði og Enu Sigurðsson. Þessi samkoma tókst vel og ágóði varð þó nokkur þrátt fyrir það þó inngangur væri aðeins 25c. fyrir fullorðna og lOc. fyrir börn, og kaffi selt á lOc. En þá voru útgjöld lág, því hægt var að fá góða fiðluleikara til að spila fyrir dansið fyrir einn dollara, þó það færi svo upp í tvo dollara nokkru seinna. Eftir það hafði kvenfélagið eina og tvær samkomur á hverju ári og var ýmislegt haft til skemtunar: sjónleikir, kappræður, ræður, söngur; byggðin átti ráð á góðum sönghæfileikum og stóðu þar framt þau systkinin Franklin Pétursson og Hildur Finnsson; voru þau ætíð reiðubúin að æfa söng með öðrum og syngja sjálf, mörgum til ánægju. Árið eftir stofnun kvenfélagsins stendur í fundargjörningum, að lagt hafi verið út í að byggja eldhús áfast við samkomuhúsið og kaupa nauðsynleg áhöld til að geta búið til og veitt kaffi á samkomum. Tókst það svo vel að í júní það sama ár var eldhúsið orðið svo að hægt var að hita þar kaffi. En þar höfðu margar hendur hjálpað, en þeir, sem sérstaklega eru nefndir til að hafa unnið við að smíða, voru Ágúst Einarsson, Franklin Pétursson og Óli Frede- rickson, en margir fleiri munu þó hafa lagt þar hönd að verki. Tvær ungar félagskonur máluðu eldhúsið að utan, voru það Þuríður Ólafsson og Ena Sigurðsson. Seinna á árinu 1915 lagði félagið til síðu tíu dollara, sem skyldi verða byrjun kirkjubyggingarsjóðs og nokkru seinna var ákveðið að leggja í þann sjóð vissa upphæð af ágóða hverrar sam- komu, sem haldin væri; hve lengi það hefir verið gert, veit ég ekki, en í seinni tíð hefir aftur vaknað töluverður áhugi fyrir því máli, þó enn sé ekki komið í framkvæmd. Á þessum fyrstu starfsárum félagsins voru peningar sendir til Betel og Red Cross og held ég að mér sé óhætt að segja, að síðan hefir félagið árlega styrkt bæði þau fyrirtæki. Nokkru seinna var keypt orgel til notkunar við guðsþjónustur í samkomuhúsinu, og einnig lagðir peningar í að fullgera húsið. Á stríðsárunum, bæði fyrra og síðara, voru bögglar sendir til drengjanna, sem farið höfðu á vígvöllinn úr bygðinni; prjónaðir sokkar til að senda hermönnunum, og ýmsar gjafir sendar þeim, sem bágt áttu efnalega, bæði innan byggðar og utan. Peningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.