Árdís - 01.01.1955, Page 47

Árdís - 01.01.1955, Page 47
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 45 hafa verið lagðir til sjúkrahússins í Árborg og einnig til Sunrise Lutheran Camp og svo margs annars, sem ekki er hægt upp að telja. Árið 1933 varð sú breyting á kvenfélaginu fyrir atbeina Mrs. Ingibjargar Ólafsson, að það gjörðist safnaðarkvenfélag Víðir- safnaðar og fékk inngöngu í Bandalag lúterskra kvenna nokkru seinna. Var það spor stigið í rétta átt og hefir orðið félaginu til mikillar blessunar; hafa fulltrúar verið sendir á Bandalagsþing, sem svo hafa flutt félaginu fréttir og hvatningarorð frá félags- systrum þeirra í öðrum byggðarlögum. Svo var það árið 1951 að ákveðið var, að fundir skyldu fara fram á ensku, hafði það nokkrum sinnum áður komið til orða, en nú höfðu nokkrar konur, sem ekki skildu íslenzku, æskt inngöngu í félagið og hafa starfskraftar nokkuð aukist við það, þar sem nú eru tuttugu og sex meðlimir en voru áður átján. Af þeim konum sem voru á stofnfundi félagsins eru tvær ennþá meðlimir þess. Önnur þeirra, Aldís Pétursson, býr nú í Árborg og hefir um nokkur ár verið heiðursmeðlimur. Hin Ena Sigurðsson Finnsson er enn vel starfandi í félaginu. Svo vil ég setja hér nöfn þeirra af meðlimum félagsins, sem hafa verið kallaðar burt af tilverusviðinu og votta þeim lotningu og þökk fyrir þeirra miklu og óeigingjörnu störf til eflingar öllum góðum félagsskap í þessari byggð; bið ég drottinn að blessa minn- ingu þeirra: Ása Magnússon, Helga Frederickson, Jóhanna Wilson, Soffía Bjarnason, Hildur Finnsson, Guðrún Sveinsson, Elízabet Sigurðsson, Kristín J. Jónasson, Þorbjörg Sigvaldason, Guðbjörg Guðmundsson. Ég get ekki lokið svo máli mínu, að ég ekki láti í ljósi þakklæti mitt til þeirra, sem áttu upptökin að því að þetta kvenfélag var stofnað og sem störfuðu svo dyggilega ár eftir ár, þrátt fyrir fá- tækt og erfiðleika frumbýlingsáranna, þrátt fyrir það þó þær yrðu í flestum tilfellum að fara gangandi á fundi eða þá keyrandi á hestum og lélegum farartækjum. Ef alt væri upptalið, sem að þetta kvenfélag hefir gjört til að hjálpa og líkna þeim, sem bágt áttu og til viðhalds íslenzkri menningu í þessari byggð, þá væri það afar mikið. Þeir sem nú hafa önnur félagsmál þessarar byggðar með höndum mættu gjarnan taka kvenfélagið sér til fyrirmyndar. Svo óska ég, að félagið megi starfa að minsta kosti önnur fjörutíu ár. Megi blessun Guðs ávalt vera með því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.