Árdís - 01.01.1955, Page 52
50
ÁRDÍ S
sér að útvega enda voru félagskonur þá staðráðnar í því að hjálpa
söfnuðinum að koma upp kirkju. Tók þá Geysir Community Club
við Geysir Hall, en kvenfélagið hafði þó umráð yfir kaffihúsinu
og þar að auki nokkur hlunnindi viðvíkjandi salnum. En máltækið
segir, „lengi lifir í gömlum glæðum“ og byggingaráhugi kven-
félagsins var aldrei með öllu brunninn út, því 1945 stofnaði það
byggingarsjóð og bætti við hann árlega. Frá 1948, þegar Geysir-
búar byrjuðu að byggja þetta samkomuhús, sem við erum nú í —
Geysir Community Co-operative Hall — til ársloka 1954 hefir kven-
félagið gefið því fyrirtæki $1,858.40. Þetta ár hefir það ekki lagt því
neitt til, þar sem það er orðið „sjálfstætt ríki“.
Eitt af áhugamálum kvenfélagsins er kirkja safnaðarins og
hefur það reynt að styrkja hana eftir mætti. Kirkja Geysissafnaðar
var byggð 1928 og á árunum 1928 til 1930 gaf kvenfélagið í bygg-
ingarsjóð kirkjunnar $1,247,60, að meðtöldu því sem kvenfélags-
konur borguðu fyrir bekki í kirkjuna, prédikunarstól og stóla fyrir
söngflokk. Síðan hafa þær gefið altaristæki, sálmabækur og gólf-
teppi; einnig létu þær mála kirkjuna að utan, og við vonumst til
þess að geta látið mála hana að innan þetta árið. í minningu og
til heiðurs drengjum bygðarinnar, sem þjónuðu í heimsstyrjöldun-
um gáfu þær ljósageymir fyrir kirkjuna. Ákveðið gjald er borgað
til safnaðarins árlega og hann styrktur fjárhagslega, þegar brýn
þörf gerist.
Árið 1930 gerðist félagið meðlimur Bandalags lúterskra kvenna
og hefur það reynt að styrkja þann félagsskap eftir mætti.
Þó að félagskonur hafi lagt drjúgan skerf til kirkju og til sam-
komuhúss bygðarinar er langt frá því að þær hafi vanrækt líknar-
starfsemi innan bygðar og utan. Árlega hafa þær reynt að hjálpa
þeim, sem hafa orðið fyrir veikindum eða öðrum erfiðleikum.
Síðan 1920 hefir kvenfélagið Freyja gefið til einstaklinga fé, sem
nemur alls $2,341,40. Ýmsar utanbygðarstofnanir og fyrirtæki hafa
einnig notið styrks frá kvenfélaginu, sem frá 1925 nemur alls
$1,270.00. Má þar nefna Red Cross, Arborg Memorial Hospital,
Betel, Sunrise Camp, Kinsmen’s Club, Russian Relief Fund og
Save the Children’s Fund. Á stríðsárunum reyndu félagskonur að
senda „böggla“ til bygðardrengja, sem voru á vígvelli. Þessi síðustu
ár hafa þær sent jólaglaðning til gamalmenna og sjúkra.
Um líknarstarfsemi kvenfélagsins frá 1916—1925 hef ég engar