Árdís - 01.01.1955, Page 53

Árdís - 01.01.1955, Page 53
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 51 skýrslur, hvorki gjörðabók né fjárhagsskýrslur, en ég get fullyrt að það stafar ekki af vanrækt. Ég veit með vissu að „bögglar“ voru sendir til drengja í fyrra stríðinu og leitast við að hjálpa sjúkum eftir getu. Sömuleiðis voru peningar sendir til Betel og til Jóns Bjarnasonar skóla. Nú ætla ég að leyfa mér að fara lengra aftur í tímann og taka fáein atriði úr fjárhaldsskýrslum frá 1899—1916, sem ég hef við hendi. Tekjur voru ekki miklar og þar af leiðandi var líknarstarf- semi félagsins takmörkuð. En þær sýna samt að félagið gleymdi ekki þeim sem bágt áttu, því þó upphæðin væri ekki nema tveir til tíu dalir, þá var hægt að kaupa meira fyrir dalinn þá en nú. Einnig var fé „gefið til spítalans“, (að líkindum hefir það verið til Winnipeg General Hospital); Jóns Sigurdsonar félagsins, í þjóð- ræknissjóð, Betel, og „til að hjálpa að borga fyrir hest til prestsins“. Að líkindum hefir félagið aldrei verið eins voldugt og einmitt um tímabilið frá 1903—1906. Þá var það nokkurs konar banki og lánaði peninga hinum og þessum. Jafnvel Laufás-skólahéraðið tók þrisvar sinnum lán hjá kvenfélaginu. Og alt var þetta leigulaust — alltaf er borguð sama upphæð og lánuð var. Að þessu leyti hefur Kven- félagið Freyja verið „stæðara" og sterkara en bankinn, því það gat lánað fé án leigu. Á tímabili var eins og kraftur félagsins væri í rénun. Stofn- konum var að fækka, hinar að verða aldraðar og þreyttar og dofi virtist vera að færast yfir allan félagsskap. En þörfin fyrir félagsleg störf var eins mikil sem áður, en vinnukraftur ekki nógur. En „þegar þörfin er mest er hjálpin næst, og um 1925 var farið á stað og margar, nýjar og ágætar konur gengu í félagið. Með auknum krafti var meira hægt að afkasta, svo aftur stóð félagið í blóma. Nú í seinni tíð hefur félagið enn á ný verið svo lánsamt að fá nokkra nýja meðlimi — ungar og drífandi konur. Enn eru nokkrar ungar konur, sem ekki tilheyra kvenfélaginu, en við vonum að þær verði með okkur áður en langt um líður. Ég hef reynt að rekja aðalþráðinn úr sögu félagsins frá byrjun, en hef aðeins getað stiklað á steinum, þar sem á fáum blaðsíðum verður ekki sögð saga þess að fullu. Ekki eru heldur nöfn nefnd vegna þess, að svo margir hafa komið við sögu og allar átt sinn þátt í henni. Nú á sextíu ára afmæli kvenfélagsins lítum við til baka og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.