Árdís - 01.01.1955, Síða 56
54
ÁRDIS
Glen Gibson vekur athygli á einu í sambandi við þessar sam-
komur, sem ekki hefir verið kunnugt almenningi. Hann getur þess
hvernig í lok hverrar einustu samkomu hafi mörg hundruð gefið
sig fram til að játa trú sína og hvernig að djúp áhrifaalda hafi
verið auðfundin í þessum stóra sal — áhrif heilags anda er virtust
fara frá einni sál til annarar. Og hann spyr: Voru þessi áhrif af-
leiðing prédikana Grahams eða afleiðing af bænahaldinu í efri sal
Kelvin Hall? Svo skýrir hann frá því, að á hverju einasta kvöldi
þegar Graham var að prédika í neðri salnum var um fjögur hundruð
manns samankomið í hinum efri sal til bænahalds. Var þar beðið
fyrir þessu vakningarstarfi. „Það hreif mig einkennilega,“ segir
hann, „að vera viðstaddur þessa bænafundi í efri salnum. Þar var
samankomið fólk af öllum stéttum, sem átti það eitt sameiginlegt
að trúa á mátt bænarinnar.“ — „Mín skoðun er,“ segir hann enn-
fremur, „að engin borg í heimi hafi átt jafn kröftug bænasamtök
og Glasgow átti þessar sex vikur, og að mínum dómi var það afl
bænarinnar fremur en prédikanir Grahams, sem hafði þessi stór-
kostlegu áhrif.“ — En það ber að muna, að þetta bænahald var
fyrir tilstilli Grahams.
Gibson endar grein sína með þessum orðum: „Nú eru þessar
sex vikur liðnar — vakningarstarfinu lokið. Eða hvað? Er því lokið?
Ljósið hefir verið kveikt, látum okkur halda því lifandi.“
Let me be a little kinder, let me be a little blinder
To the faults of those about me, let me praise a little more
Let me be when I am weary, just a little bit more cheery
Let me serve a little better those that 1 am striving for.